Hræðileg tilhugsun að hjakka í sama fari Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2014 13:30 Stefán Máni: „Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ Vísir/GVA „Þetta er eiginlega alls ekki glæpasaga,“ segir Stefán Máni um nýja skáldsögu sína Litlu dauðarnir. „Þetta er dramatísk saga þar sem hrunið er sviðsmyndin. Innblásturinn var ekki bankahrunið sem slíkt heldur fjallar bókin meira um hrun gilda, hrun einstaklings og hans umhverfis. Ég er sjálfur miklu meira fyrir það að bækur séu spennandi heldur en spennusögur sem slíkar. Það þarf ekkert að fjalla um morð á fólki eða rannsókn sakamála til að byggja upp spennu.“ Þýðir það að þú sért búinn að snúa baki við Herði Grímssyni og glæpasagnaforminu? „Alls ekki, Hörður er í sjúkraleyfi eins og er en hann á meira inni hjá mér en svo að ég segi alveg skilið við hann,“ segir Stefán Máni og hlær. „Það var orðin rík þörf hjá mér að breyta svolítið til og gera eitthvað öðruvísi. Leiðarstefið í þessari sögu eru svik, leyndarmál og lygar en ekki morð og misyndisverk. Þetta gerist allt á fínlegra tilfinningasviði.“ Litlu dauðarnir fjalla um háskólamenntuð hjón í Þingholtunum, þau eiga lítið barn, hann hefur góða vinnu í banka og á yfirborðinu er allt slétt og fellt. „En fortíðin kraumar þarna undir og þegar hrunið verður til þess að heimilisfaðirinn missir vinnuna fer að bresta dálítið hressilega í þessu öllu saman,“ segir Stefán. „Þá kemur í ljós að þetta fína líf er nú svolítið leikrit. Hann segir til dæmis ekki konunni sinni frá því að hann hafi misst vinnuna og fer út í brask og vitleysu til að hún komist nú ekki að því að hann sé ekki þessi mikli skaffari sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Lygarnar og feluleikurinn vinda mjög hratt upp á sig og veröld hans verður að martröð sem hann hefur enga stjórn á.“ Óttastu ekkert að aðdáendum þínum finnist þú vera að bregðast þeim með því að skrifa ekki harðsoðinn krimma? „Nei, ég óttast það ekki. Ég óttast mikið meira að staðna sem rithöfundur, fara að hjakka í sama farinu og skrifa um sömu persónuna ár eftir ár. Það finnst mér mun hræðilegri tilhugsun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bók eftir mig og hún er fjandi spennandi. Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ Þetta er fyrsta bókin þín hjá nýjum útgefanda, var sá gamli óhress með að þú snerir þér frá glæpasagnaforminu? „Hann fékk ekkert að sjá þessa bók. Breytingin var bara hluti af þessari þörf minni til að endurfæðast algjörlega. Ég er mikill grasrótarmaður og þegar ég fór frá Eddunni, sem var svona bákn, á sínum tíma þá var mjög gott fyrir mig að koma til Forlagsins sem var þá grasrótarfyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti. Eftir að það rann saman við Edduna var ég aftur kominn í báknið með öllum hinum höfundunum og mér finnst það ekki gott. Það hentar mér betur að vera í minna umhverfi og í nánu sambandi við útgefandann.“ Þú hefur einokað Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, undanfarin ár, þessi bók mun sem sagt ekki koma til greina við þær tilnefningar? „Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, það er þeirra sem um það fjalla að ákveða það. Ég fékk til dæmis fyrsta Blóðdropann fyrir Skipið og það kom mér mjög á óvart því ég taldi mig ekki vera að skrifa glæpasögu þar. Ég læt öðrum það alveg eftir. Ég er búinn að fá þrjá Blóðdropa og það er falleg hilla hjá mér.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er eiginlega alls ekki glæpasaga,“ segir Stefán Máni um nýja skáldsögu sína Litlu dauðarnir. „Þetta er dramatísk saga þar sem hrunið er sviðsmyndin. Innblásturinn var ekki bankahrunið sem slíkt heldur fjallar bókin meira um hrun gilda, hrun einstaklings og hans umhverfis. Ég er sjálfur miklu meira fyrir það að bækur séu spennandi heldur en spennusögur sem slíkar. Það þarf ekkert að fjalla um morð á fólki eða rannsókn sakamála til að byggja upp spennu.“ Þýðir það að þú sért búinn að snúa baki við Herði Grímssyni og glæpasagnaforminu? „Alls ekki, Hörður er í sjúkraleyfi eins og er en hann á meira inni hjá mér en svo að ég segi alveg skilið við hann,“ segir Stefán Máni og hlær. „Það var orðin rík þörf hjá mér að breyta svolítið til og gera eitthvað öðruvísi. Leiðarstefið í þessari sögu eru svik, leyndarmál og lygar en ekki morð og misyndisverk. Þetta gerist allt á fínlegra tilfinningasviði.“ Litlu dauðarnir fjalla um háskólamenntuð hjón í Þingholtunum, þau eiga lítið barn, hann hefur góða vinnu í banka og á yfirborðinu er allt slétt og fellt. „En fortíðin kraumar þarna undir og þegar hrunið verður til þess að heimilisfaðirinn missir vinnuna fer að bresta dálítið hressilega í þessu öllu saman,“ segir Stefán. „Þá kemur í ljós að þetta fína líf er nú svolítið leikrit. Hann segir til dæmis ekki konunni sinni frá því að hann hafi misst vinnuna og fer út í brask og vitleysu til að hún komist nú ekki að því að hann sé ekki þessi mikli skaffari sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Lygarnar og feluleikurinn vinda mjög hratt upp á sig og veröld hans verður að martröð sem hann hefur enga stjórn á.“ Óttastu ekkert að aðdáendum þínum finnist þú vera að bregðast þeim með því að skrifa ekki harðsoðinn krimma? „Nei, ég óttast það ekki. Ég óttast mikið meira að staðna sem rithöfundur, fara að hjakka í sama farinu og skrifa um sömu persónuna ár eftir ár. Það finnst mér mun hræðilegri tilhugsun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bók eftir mig og hún er fjandi spennandi. Ég er farinn að horfa meira í eigin barm: Hvert er ég að fara sem höfundur? Hvað langar mig að gera? Hvernig get ég haldið loganum lifandi?“ Þetta er fyrsta bókin þín hjá nýjum útgefanda, var sá gamli óhress með að þú snerir þér frá glæpasagnaforminu? „Hann fékk ekkert að sjá þessa bók. Breytingin var bara hluti af þessari þörf minni til að endurfæðast algjörlega. Ég er mikill grasrótarmaður og þegar ég fór frá Eddunni, sem var svona bákn, á sínum tíma þá var mjög gott fyrir mig að koma til Forlagsins sem var þá grasrótarfyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti. Eftir að það rann saman við Edduna var ég aftur kominn í báknið með öllum hinum höfundunum og mér finnst það ekki gott. Það hentar mér betur að vera í minna umhverfi og í nánu sambandi við útgefandann.“ Þú hefur einokað Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, undanfarin ár, þessi bók mun sem sagt ekki koma til greina við þær tilnefningar? „Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, það er þeirra sem um það fjalla að ákveða það. Ég fékk til dæmis fyrsta Blóðdropann fyrir Skipið og það kom mér mjög á óvart því ég taldi mig ekki vera að skrifa glæpasögu þar. Ég læt öðrum það alveg eftir. Ég er búinn að fá þrjá Blóðdropa og það er falleg hilla hjá mér.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira