Hagkaup opnar nýja fataverslun í Kringlunni 29. október 2014 10:00 Gunnar Ingi Siguðrsson ásamt Emmu Goodman, rekstrarstjóra F&F í Evrópu, og Olgu Gunnarsdóttur rekstrarstjóra F&F á Íslandi Vísir/Vilhelm Í byrjun næsta mánaðar opnar Hagkaup nýja fataverslun á annarri hæð Kringlunnar þar sem sérvöruverslun þeirra er nú. Þar verða vörur frá alþjóðlegri tískukeðju, F&F, sem er í eigu Tesco en þar er seldur fatnaður og aukahlutir fyrir fjölskylduna. „Við munum bjóða besta mögulega verðið á Íslandi. Markmiðið er að bjóða flottan fatnað á frábæru verði, allt frá samfellum upp í síðkjóla,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaups, aðspurður. Áætlað er að opna flaggskipsverslunina 8.nóvember og í framhaldi af því mun Hagkaup hætta með núverandi fatadeildir sínar og breyta þeim í F&F. „Við höfum leitað að samstarfsaðila lengi, sem er með allan pakkann, til þess að endurnýja fataverslanirnar okkar. Íslendingar eru meðvitaðir um hvað er inn, við erum mjög „trendy“ eyja og með þessu vonumst við til þess að færa fatasölu í aðra vídd.“ F&F var stofnuð árið 2001 og er að sögn Gunnars eitt mest vaxandi merki í heimi í þessum flokki. „Þetta er búið að vera langt ferli en undirbúningur hófst snemma í vor. Nú er bara að færa Hagkaup upp á næsta stig.“ Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Í byrjun næsta mánaðar opnar Hagkaup nýja fataverslun á annarri hæð Kringlunnar þar sem sérvöruverslun þeirra er nú. Þar verða vörur frá alþjóðlegri tískukeðju, F&F, sem er í eigu Tesco en þar er seldur fatnaður og aukahlutir fyrir fjölskylduna. „Við munum bjóða besta mögulega verðið á Íslandi. Markmiðið er að bjóða flottan fatnað á frábæru verði, allt frá samfellum upp í síðkjóla,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaups, aðspurður. Áætlað er að opna flaggskipsverslunina 8.nóvember og í framhaldi af því mun Hagkaup hætta með núverandi fatadeildir sínar og breyta þeim í F&F. „Við höfum leitað að samstarfsaðila lengi, sem er með allan pakkann, til þess að endurnýja fataverslanirnar okkar. Íslendingar eru meðvitaðir um hvað er inn, við erum mjög „trendy“ eyja og með þessu vonumst við til þess að færa fatasölu í aðra vídd.“ F&F var stofnuð árið 2001 og er að sögn Gunnars eitt mest vaxandi merki í heimi í þessum flokki. „Þetta er búið að vera langt ferli en undirbúningur hófst snemma í vor. Nú er bara að færa Hagkaup upp á næsta stig.“
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira