Fatnaður sem ekki er hægt að klæða sig í Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 31. október 2014 16:30 Verk Steinunnar á sýningunni nefnist The Space in Between. Innsetningarverk eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð verður á The Weather Diaries, aðalsýningu Norræna tískutvíæringsins, Nordic Fashion Biennale 2014. Sýningin samanstendur af verkum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer ásamt innsetningum eftir einn fatahönnuð frá hverju landanna þriggja, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýningin The Weather Diaries verður opnuð á morgun í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn, sem er í Svarta demantinum og hýsir líka Konunglega bókasafnið. Sýningin stendur til 21. apríl. Að sögn Steinunnar eru ljósmyndir þeirra Cooper og Gorfer ótrúleg listaverk, nánast eins og málverk, og raunar komnar langt út fyrir hina hefðbundnu tískuljósmyndun eins og við þekkjum hana.Ljósmynd sem Cooper og Gorfer tóku af verki Steinunnar og unnu í samstarfi við hana.Steinunn vann innsetningarverkið fyrir sýninguna The Weather Diaries, sem fyrst var sett upp í Nútímalistasafninu í Frankfurt í vor. Cooper og Gorfer völdu hönnuði og listamenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi til þátttöku og unnu ljósmyndir sínar með þeim. Þátttakendurnir frá Íslandi eru Guðmundur Hallgrímsson (Mundi Vondi), Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Guðmundur Jörundsson (JÖR) og Jóhanna Methúsalemsdóttir (Kría Jewelry). Innsetningarverk Steinunnar er risastórt, 5x5 m, samansett úr örsmáum einingum, sem hanga á þráðum úr loftinu og mynda samfellda heild. „Verkið lítur út fyrir að vera fatnaður, en þó ekki til að klæða sig í,“ svarar Steinunn hlæjandi þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræðina og stilla verkinu svona upp,“ segir hún til nánari skýringar. Steinunn er stödd í Kaupmannahöfn til að fylgja úr hlaði listaverki sínu sem hún kallar The Space in Between. The Weather Diaries er efalítið ein stærsta listræna sýningin sem sett hefur verið upp og hverfist um íslenska, færeyska og grænlenska fatahönnun. Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Innsetningarverk eftir Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð verður á The Weather Diaries, aðalsýningu Norræna tískutvíæringsins, Nordic Fashion Biennale 2014. Sýningin samanstendur af verkum eftir ljósmyndarana Cooper og Gorfer ásamt innsetningum eftir einn fatahönnuð frá hverju landanna þriggja, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýningin The Weather Diaries verður opnuð á morgun í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaupmannahöfn, sem er í Svarta demantinum og hýsir líka Konunglega bókasafnið. Sýningin stendur til 21. apríl. Að sögn Steinunnar eru ljósmyndir þeirra Cooper og Gorfer ótrúleg listaverk, nánast eins og málverk, og raunar komnar langt út fyrir hina hefðbundnu tískuljósmyndun eins og við þekkjum hana.Ljósmynd sem Cooper og Gorfer tóku af verki Steinunnar og unnu í samstarfi við hana.Steinunn vann innsetningarverkið fyrir sýninguna The Weather Diaries, sem fyrst var sett upp í Nútímalistasafninu í Frankfurt í vor. Cooper og Gorfer völdu hönnuði og listamenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi til þátttöku og unnu ljósmyndir sínar með þeim. Þátttakendurnir frá Íslandi eru Guðmundur Hallgrímsson (Mundi Vondi), Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Guðmundur Jörundsson (JÖR) og Jóhanna Methúsalemsdóttir (Kría Jewelry). Innsetningarverk Steinunnar er risastórt, 5x5 m, samansett úr örsmáum einingum, sem hanga á þráðum úr loftinu og mynda samfellda heild. „Verkið lítur út fyrir að vera fatnaður, en þó ekki til að klæða sig í,“ svarar Steinunn hlæjandi þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Það þurfti að bora 600 göt í loftið til að hægt væri festa þræðina og stilla verkinu svona upp,“ segir hún til nánari skýringar. Steinunn er stödd í Kaupmannahöfn til að fylgja úr hlaði listaverki sínu sem hún kallar The Space in Between. The Weather Diaries er efalítið ein stærsta listræna sýningin sem sett hefur verið upp og hverfist um íslenska, færeyska og grænlenska fatahönnun. Norræna húsið er framleiðandi sýningarinnar.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira