Lágmark að óska eftir meðmælum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2014 07:00 Knattspyrnudeild Grindavíkur var í gær dæmd í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guðjóni Þórðarsyni, á níundu milljón króna vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2012. Undir stjórn Guðjóns féll félagið með tilþrifum, ef svo má segja, úr efstu deild sem var eðli málsins samkvæmt undir væntingum heimamanna. Reyndu þeir því að losa sig við þjálfarann, sem samið hafði verið við til þriggja ára, eftir aðeins eitt ár í starfi. Fóru þeir krókaleiðir til að losa sig við þjálfarann. Guðjón sá við þeim. Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ekki fjársjóði að sækja milljónir í frekar en önnur knattspyrnufélög. Ljóst er að gjaldkeri deildarinnar þarf að fara að skipuleggja klósettpappírs- og lakkríssölu betur en nokkru sinni áður hefur verið gert. Grindvíkingar hefðu með heilbrigðri skynsemi í þjálfaraleit sinni haustið 2011 getað sparað sér þessar milljónir og tilheyrandi vesen fyrir dómstólum. Starf knattspyrnuþjálfara hjá félagi í efstu deild á Íslandi er glæsilegt starf innan íþróttahreyfingarinnar. Maðurinn í starfið ætti að þurfa að uppfylla fjölmörg skilyrði. Standa ætti fagmannlega að ráðningu þjálfara sem líklega verður launahæsti starfsmaður félagsins næstu árin. Velta má fyrir sér hvort Grindvíkingar hafi óskað eftir meðmælum hjá þeim sem voru áhugasamir um starfið. Í flestum öðrum geirum er gerð krafa til umsækjenda um að þeir geti útvegað meðmæli frá fólki sem þekki vel til starfa þeirra. Í þeim undantekningartilfellum sem umsækjandi getur ekki útvegað meðmæli má ætla að menn setji spurningarmerki við það. Ef um stóra ákvörðun er að ræða væri það símtalsins virði að komast að því hvað hefði ekki gengið upp hjá umsækjanda í hans síðustu störfum. Sérstaklega ef hann staldraði þar stutt við. Í fótboltaheiminum virðast gilda sérstök lögmál. Þar vinnur kapp í keppni við skynsemi. Kemur það félögum oftar en ekki í bobba, hvort sem það þýðir bara tóm leiðindi eða tóm leiðindi með margra milljóna króna skuld í bónus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun
Knattspyrnudeild Grindavíkur var í gær dæmd í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guðjóni Þórðarsyni, á níundu milljón króna vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2012. Undir stjórn Guðjóns féll félagið með tilþrifum, ef svo má segja, úr efstu deild sem var eðli málsins samkvæmt undir væntingum heimamanna. Reyndu þeir því að losa sig við þjálfarann, sem samið hafði verið við til þriggja ára, eftir aðeins eitt ár í starfi. Fóru þeir krókaleiðir til að losa sig við þjálfarann. Guðjón sá við þeim. Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ekki fjársjóði að sækja milljónir í frekar en önnur knattspyrnufélög. Ljóst er að gjaldkeri deildarinnar þarf að fara að skipuleggja klósettpappírs- og lakkríssölu betur en nokkru sinni áður hefur verið gert. Grindvíkingar hefðu með heilbrigðri skynsemi í þjálfaraleit sinni haustið 2011 getað sparað sér þessar milljónir og tilheyrandi vesen fyrir dómstólum. Starf knattspyrnuþjálfara hjá félagi í efstu deild á Íslandi er glæsilegt starf innan íþróttahreyfingarinnar. Maðurinn í starfið ætti að þurfa að uppfylla fjölmörg skilyrði. Standa ætti fagmannlega að ráðningu þjálfara sem líklega verður launahæsti starfsmaður félagsins næstu árin. Velta má fyrir sér hvort Grindvíkingar hafi óskað eftir meðmælum hjá þeim sem voru áhugasamir um starfið. Í flestum öðrum geirum er gerð krafa til umsækjenda um að þeir geti útvegað meðmæli frá fólki sem þekki vel til starfa þeirra. Í þeim undantekningartilfellum sem umsækjandi getur ekki útvegað meðmæli má ætla að menn setji spurningarmerki við það. Ef um stóra ákvörðun er að ræða væri það símtalsins virði að komast að því hvað hefði ekki gengið upp hjá umsækjanda í hans síðustu störfum. Sérstaklega ef hann staldraði þar stutt við. Í fótboltaheiminum virðast gilda sérstök lögmál. Þar vinnur kapp í keppni við skynsemi. Kemur það félögum oftar en ekki í bobba, hvort sem það þýðir bara tóm leiðindi eða tóm leiðindi með margra milljóna króna skuld í bónus.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun