Kostar ekkert í strætó og sund Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Hér er frítt í strætó og sund og mjög gott að búa, sagði íbúi í Reykjanesbæ í samtali við Fréttablaðið. Annar viðmælandi sagði leitt að sjá hvernig fyrir bænum er komið. Í áraraðir hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar verið gagnrýnd fyrir að fara of geyst. Treyst hefur verið um of á stórar lausnir í atvinnuuppbygginu, einkum álver í Helguvík. Margir hafa aukið vonir fólksins um að vel muni fara. Meðal þeirra er Keflvíkingurinn og iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Það er ekki hægt að hefja vinnu við álver og hafa ekki hugmynd um hvaðan orkan á að koma.“ „Hér er frítt í strætó og sund og mjög gott að búa,“ sagði íbúi. Er það svo gott? Í Reykjanesbæ búa 14.500 íbúar sem saman skulda fjörutíu þúsund milljónir, og tuttugu og fimm þúsund milljónir hafa tapast á rekstri bæjarfélagsins á fáum árum, það á að skerða þjónustu við bæjarbúa um hálfan milljarð á ári og það þarf að auka álögur um nánast annað eins. Þegar upp er staðið er ekki ókeypis í sund og strætó. Það er rándýrt. Kannski hvergi dýrara. Í Fréttablaðinu í dag er frétt þar sem kemur fram að fyrrverandi stjórnendur bæjarins nánast beittu blekkingum til að fela vandann, til að koma í veg fyrir að opinbert eftirlit sinnti hlutverki sínu og gripi inn í óráðsíuna. Flest bendir til að ráðamenn bæjarins hafi vísvitandi beitt blekkingum. Misræmi er milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings án þess að viðauki, eða ígildi fjáraukalaga, hafi farið fyrir bæjarstjórn. Þetta dugði til. Minnihlutinn fattaði ekkert og ekki heldur opinbera eftirlitið. Og hver er svo niðurstaðan og árangurinn af þeirri stefnu sem hefur verið fylgt: Jú, nú er svo komið að eignir sveitarfélagsins eru ekki miklar en skuldirnar eru hins vegar miklar. Reykjanesbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem áttu í eignarhaldsfélaginu Fasteign og seldi því mest af eigum sínum. Fasteign keypti fasteignir sveitarfélaganna og leigði þeim aftur. Sjö af tíu skuldugustu sveitarfélögum landsins voru í viðskiptum við einkahlutafélagið Fasteign, og höfðu því unnið eftir sömu formúlu. Árangur víðast skelfilegur. Og meira af þessu. Skuldir Reykjanesbæjar eru um fjörutíu milljarðar króna. Skuldahlutfallið, það er skuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum bæjarins, er um 270 prósent. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150 prósent af reglulegum tekjum. Árið 2002 skuldaði Reykjanesbær 8,3 milljarða króna. Sú tala var komin upp í 40 milljarða árið 2013. Þetta er kolsvört niðurstaða. Og hvað er til ráða? Tími ókeypis hins og þessa er væntanlega að baki. Álögur á íbúana munu stóraukast með innheimtu gjalda, óbeinir skattar sem og aðrir skattar verða trúlegast með því hæsta sem þekkist, þjónustan verður skert og áfram er hægt að halda, nær endalaust. Trúlegt er að allt hafi þetta veruleg og varanleg áhrif á verðmæti eigna bæjarbúa. Tap samfélagsins af öllu þessu verður mikið. Hver og einn bæjarbúi tapar miklu. Bæjarstjórnarmennirnir brugðust, opinbert eftirlit brást. Og að endingu. Það var aldrei frítt í strætó og sund í Reykjanesbæ. Allt var bara tekið að láni. Það er komið að eindaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hér er frítt í strætó og sund og mjög gott að búa, sagði íbúi í Reykjanesbæ í samtali við Fréttablaðið. Annar viðmælandi sagði leitt að sjá hvernig fyrir bænum er komið. Í áraraðir hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar verið gagnrýnd fyrir að fara of geyst. Treyst hefur verið um of á stórar lausnir í atvinnuuppbygginu, einkum álver í Helguvík. Margir hafa aukið vonir fólksins um að vel muni fara. Meðal þeirra er Keflvíkingurinn og iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Það er ekki hægt að hefja vinnu við álver og hafa ekki hugmynd um hvaðan orkan á að koma.“ „Hér er frítt í strætó og sund og mjög gott að búa,“ sagði íbúi. Er það svo gott? Í Reykjanesbæ búa 14.500 íbúar sem saman skulda fjörutíu þúsund milljónir, og tuttugu og fimm þúsund milljónir hafa tapast á rekstri bæjarfélagsins á fáum árum, það á að skerða þjónustu við bæjarbúa um hálfan milljarð á ári og það þarf að auka álögur um nánast annað eins. Þegar upp er staðið er ekki ókeypis í sund og strætó. Það er rándýrt. Kannski hvergi dýrara. Í Fréttablaðinu í dag er frétt þar sem kemur fram að fyrrverandi stjórnendur bæjarins nánast beittu blekkingum til að fela vandann, til að koma í veg fyrir að opinbert eftirlit sinnti hlutverki sínu og gripi inn í óráðsíuna. Flest bendir til að ráðamenn bæjarins hafi vísvitandi beitt blekkingum. Misræmi er milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings án þess að viðauki, eða ígildi fjáraukalaga, hafi farið fyrir bæjarstjórn. Þetta dugði til. Minnihlutinn fattaði ekkert og ekki heldur opinbera eftirlitið. Og hver er svo niðurstaðan og árangurinn af þeirri stefnu sem hefur verið fylgt: Jú, nú er svo komið að eignir sveitarfélagsins eru ekki miklar en skuldirnar eru hins vegar miklar. Reykjanesbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem áttu í eignarhaldsfélaginu Fasteign og seldi því mest af eigum sínum. Fasteign keypti fasteignir sveitarfélaganna og leigði þeim aftur. Sjö af tíu skuldugustu sveitarfélögum landsins voru í viðskiptum við einkahlutafélagið Fasteign, og höfðu því unnið eftir sömu formúlu. Árangur víðast skelfilegur. Og meira af þessu. Skuldir Reykjanesbæjar eru um fjörutíu milljarðar króna. Skuldahlutfallið, það er skuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum bæjarins, er um 270 prósent. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150 prósent af reglulegum tekjum. Árið 2002 skuldaði Reykjanesbær 8,3 milljarða króna. Sú tala var komin upp í 40 milljarða árið 2013. Þetta er kolsvört niðurstaða. Og hvað er til ráða? Tími ókeypis hins og þessa er væntanlega að baki. Álögur á íbúana munu stóraukast með innheimtu gjalda, óbeinir skattar sem og aðrir skattar verða trúlegast með því hæsta sem þekkist, þjónustan verður skert og áfram er hægt að halda, nær endalaust. Trúlegt er að allt hafi þetta veruleg og varanleg áhrif á verðmæti eigna bæjarbúa. Tap samfélagsins af öllu þessu verður mikið. Hver og einn bæjarbúi tapar miklu. Bæjarstjórnarmennirnir brugðust, opinbert eftirlit brást. Og að endingu. Það var aldrei frítt í strætó og sund í Reykjanesbæ. Allt var bara tekið að láni. Það er komið að eindaga.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun