Útgáfusamningur eftir fótboltaleik Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. nóvember 2014 11:00 Ragnar Jónasson: „Bara það að vera Íslendingur vekur áhuga á því sem maður er að skrifa.“ Vísir/Stefán Hugmyndin er að þetta verði síðasta bókin um Ara Þór, í bili allavega,“ segir Ragnar Jónasson um nýja skáldsögu sína Náttblindu, sem eins og fyrri bækur hans fjallar um lögreglumanninn Ara Þór Arason og störf hans norður á Siglufirði. „Sögusvið næstu bókar verður heldur ekki Siglufjörður,“ bætir hann við. „Ég tek mér hlé frá því umhverfi.“ Náttblinda er fimmta bókin um Ara og óhætt er að segja að sjaldan hafi hann glímt við erfiðari mál en í þessari bók, bæði í starfi og einkalífi. Ragnar hlær þegar ég ásaka hann um að vera vondur við söguhetjuna og segist hafa fullt leyfi til þess þar sem hann hafi skapað hana. En er ekki óðs manns æði að yfirgefa svona vinsæla persónu? „Fólk hefur náð furðulega góðri tengingu við Ara, það er rétt, en mig langar bara að skrifa um einhvern annan núna,“ segir hann. „Hann lifir hins vegar af þessa sögu svo það er ekkert útilokað að hann snúi til baka síðar.“ Þegar hefur verið samið um útgáfu Náttblindu á ensku og sagan af því hvernig það kom til er nokkuð skondin. Á glæpasagnahátíð í Skotlandi fyrir skemmstu tók Ragnar þátt í knattspyrnuleik milli skoskra og enskra glæpasagnahöfunda og það hafði örlagaríkar afleiðingar. „Áður en hátíðin hófst höfðu Skotarnir samband við mig og spurðu hvort ég væri ekki til í að spila fótbolta með enskum höfundum á móti skoskum. Það benti ekki til að þeir hefðu mikið álit á fótboltafærni minni enda fór það svo að við Englendingar töpuðum leiknum 13-1. Það skemmtilega við þennan leik var hins vegar að í liði Englendinga var ein kona og í spjalli eftir leikinn kom í ljós að hún er útgefandi sem var að leita sér að nýjum höfundum. Niðurstaðan varð sú að nokkrum dögum seinna var hún búin að gera tilboð í þessa bók mína og fyrstu bókina, Snjóblindu, líka og hún mun væntanlega koma út í Bretlandi á næsta ári. Þær gerast báðar að mestu leyti á Siglufirði og það er ákveðin tenging á milli þeirra, þannig að ég held það sé sniðugt hjá þeim að taka þær fyrst. Svo kemur bara í ljós hvort þær ganga nógu vel til að það verði hægt að taka sögurnar þarna á milli. Svona er nú ótrúlegt hvernig hlutirnir gerast.“ Saga Film og Þorvaldur Davíð Kristjánsson hafa keypt réttinn að Snjóblindu í þeim tilgangi að gera eftir henni sjónvarpsþætti en Ragnar segir ekki komið í ljós hvenær gerð þeirra hefjist. „Það er bara svona eins og gengur í þessum bransa, maður bíður lengi eftir því að eitthvað gerist,“ segir hann. „Ég anda alveg rólega yfir því.“ Ragnar er einn af forvígismönnum glæpasagnahátíðarinnar Iceland Noir sem verður haldin í annað sinn í Norræna húsinu 20. til 23. nóvember. „Við stöndum fyrir þessu ég, Yrsa Sigurðardóttir og Quentin Bates, eins og í fyrra, en í ár fengum við Lilju Sigurðardóttur til liðs við okkur,“ segir hann. „Þetta verður ábyggilega mjög skemmtilegt því við erum með mjög marga góða höfunda núna. Við lögðum áherslu á að fá norræna höfunda á hátíðina enda er mesta aðdráttaraflið fyrir þátttakendur, sem flestir eru frá Bretlandi, að sjá hér eitthvað annað en þeir eru vanir á sínum hátíðum. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað Bretarnir eru spenntir fyrir þessari hátíð, frá þeim mæta ekki bara nokkrir höfundar heldur líka útgefendur, lesendur og gagnrýnendur. Það eina sem okkur vantar núna er að fá fleiri Íslendinga til að mæta.“ Það virðist vera mikill áhugi fyrir íslenskum glæpasögum í Bretlandi þessi árin. „Já, það vekur alltaf mikla athygli þegar maður mætir á svona hátíðir þar. Bara það að vera Íslendingur vekur áhuga á því sem maður er að skrifa.“ Engin af bókum Ragnars er reyndar komin út á ensku, einungis á þýsku, og hann segir það valda dálitlum erfiðleikum í kynningu þeirra í enskumælandi löndum. „Það er auðvitað erfiðara að vekja áhuga útgefenda á bókum sem þeir geta ekki lesið sjálfir og þurfa að reiða sig á álit annarra og sömuleiðis er leiðinlegt að fara á svona hátíðir og segja frá bókum sínum en geta ekki bent fólki á hvernig það geti nálgast þær, en sem betur fer stendur það nú til betri vegar á næsta ári.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hugmyndin er að þetta verði síðasta bókin um Ara Þór, í bili allavega,“ segir Ragnar Jónasson um nýja skáldsögu sína Náttblindu, sem eins og fyrri bækur hans fjallar um lögreglumanninn Ara Þór Arason og störf hans norður á Siglufirði. „Sögusvið næstu bókar verður heldur ekki Siglufjörður,“ bætir hann við. „Ég tek mér hlé frá því umhverfi.“ Náttblinda er fimmta bókin um Ara og óhætt er að segja að sjaldan hafi hann glímt við erfiðari mál en í þessari bók, bæði í starfi og einkalífi. Ragnar hlær þegar ég ásaka hann um að vera vondur við söguhetjuna og segist hafa fullt leyfi til þess þar sem hann hafi skapað hana. En er ekki óðs manns æði að yfirgefa svona vinsæla persónu? „Fólk hefur náð furðulega góðri tengingu við Ara, það er rétt, en mig langar bara að skrifa um einhvern annan núna,“ segir hann. „Hann lifir hins vegar af þessa sögu svo það er ekkert útilokað að hann snúi til baka síðar.“ Þegar hefur verið samið um útgáfu Náttblindu á ensku og sagan af því hvernig það kom til er nokkuð skondin. Á glæpasagnahátíð í Skotlandi fyrir skemmstu tók Ragnar þátt í knattspyrnuleik milli skoskra og enskra glæpasagnahöfunda og það hafði örlagaríkar afleiðingar. „Áður en hátíðin hófst höfðu Skotarnir samband við mig og spurðu hvort ég væri ekki til í að spila fótbolta með enskum höfundum á móti skoskum. Það benti ekki til að þeir hefðu mikið álit á fótboltafærni minni enda fór það svo að við Englendingar töpuðum leiknum 13-1. Það skemmtilega við þennan leik var hins vegar að í liði Englendinga var ein kona og í spjalli eftir leikinn kom í ljós að hún er útgefandi sem var að leita sér að nýjum höfundum. Niðurstaðan varð sú að nokkrum dögum seinna var hún búin að gera tilboð í þessa bók mína og fyrstu bókina, Snjóblindu, líka og hún mun væntanlega koma út í Bretlandi á næsta ári. Þær gerast báðar að mestu leyti á Siglufirði og það er ákveðin tenging á milli þeirra, þannig að ég held það sé sniðugt hjá þeim að taka þær fyrst. Svo kemur bara í ljós hvort þær ganga nógu vel til að það verði hægt að taka sögurnar þarna á milli. Svona er nú ótrúlegt hvernig hlutirnir gerast.“ Saga Film og Þorvaldur Davíð Kristjánsson hafa keypt réttinn að Snjóblindu í þeim tilgangi að gera eftir henni sjónvarpsþætti en Ragnar segir ekki komið í ljós hvenær gerð þeirra hefjist. „Það er bara svona eins og gengur í þessum bransa, maður bíður lengi eftir því að eitthvað gerist,“ segir hann. „Ég anda alveg rólega yfir því.“ Ragnar er einn af forvígismönnum glæpasagnahátíðarinnar Iceland Noir sem verður haldin í annað sinn í Norræna húsinu 20. til 23. nóvember. „Við stöndum fyrir þessu ég, Yrsa Sigurðardóttir og Quentin Bates, eins og í fyrra, en í ár fengum við Lilju Sigurðardóttur til liðs við okkur,“ segir hann. „Þetta verður ábyggilega mjög skemmtilegt því við erum með mjög marga góða höfunda núna. Við lögðum áherslu á að fá norræna höfunda á hátíðina enda er mesta aðdráttaraflið fyrir þátttakendur, sem flestir eru frá Bretlandi, að sjá hér eitthvað annað en þeir eru vanir á sínum hátíðum. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað Bretarnir eru spenntir fyrir þessari hátíð, frá þeim mæta ekki bara nokkrir höfundar heldur líka útgefendur, lesendur og gagnrýnendur. Það eina sem okkur vantar núna er að fá fleiri Íslendinga til að mæta.“ Það virðist vera mikill áhugi fyrir íslenskum glæpasögum í Bretlandi þessi árin. „Já, það vekur alltaf mikla athygli þegar maður mætir á svona hátíðir þar. Bara það að vera Íslendingur vekur áhuga á því sem maður er að skrifa.“ Engin af bókum Ragnars er reyndar komin út á ensku, einungis á þýsku, og hann segir það valda dálitlum erfiðleikum í kynningu þeirra í enskumælandi löndum. „Það er auðvitað erfiðara að vekja áhuga útgefenda á bókum sem þeir geta ekki lesið sjálfir og þurfa að reiða sig á álit annarra og sömuleiðis er leiðinlegt að fara á svona hátíðir og segja frá bókum sínum en geta ekki bent fólki á hvernig það geti nálgast þær, en sem betur fer stendur það nú til betri vegar á næsta ári.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp