Söngdívurnar sigruðu Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 12:30 Kelela heillaði áhorfendur upp úr skónum. Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði. Airwaves Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði.
Airwaves Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira