Skín í rauðar skotthúfur 1. nóvember 2014 13:00 Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inn í frið og ró, útí frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki í bæinn inn, inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó, því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum björtum. Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember þó að feyki snjór þá í friði og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin.Eftir Friðrik Guðna Þórleifsson Jólalög Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól
Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inn í frið og ró, útí frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki í bæinn inn, inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó, því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum björtum. Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember þó að feyki snjór þá í friði og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin.Eftir Friðrik Guðna Þórleifsson
Jólalög Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól