Jólapeysuæði í uppsiglingu Vera Einarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:00 Fyrir nokkrum árum var mikill skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi. Þau Ingvar og Sigdís hafa aldeilis bætt úr því. MYND/ERNIR MYND/ERNIR Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is. Jólafréttir Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is.
Jólafréttir Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira