Þekktir fatahönnuðir á leið til landsins Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 10:45 Sif Baldursdóttir verkefnastjóri segir hátíðina einstaklega veglega í ár. Vísir/Valli Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands verður haldin föstudaginn 21. nóvember. Í ár verður hátíðin einstaklega vegleg og verður áherslan lögð á uppbyggingu tískufyrirtækja á norrænum slóðum. „Í ár fáum við hinn sænska Roland Hjort, yfirhönnuð og eiganda fatamerkisins WHYRED, til okkar. Hann mun deila sinni reynslu, en fyrirtæki hans fagnar 15 ára starfsafmæli í ár. Að auki kemur hin færeyska Barbara í Gongini til okkar og mun hún segja sína sögu af stofnun og rekstri tískufyrirtækis á norrænum slóðum,“ segir Sif Baldursdóttir, meðstjórnandi Fatahönnunarfélags Íslands og verkefnastjóri uppskeruhátíðarinnar. Auk þeirra munu forsvarsmenn Nordic Fashion Association koma og fjalla um uppbyggingu tískubransans í heild á Norðurlöndunum. Tilgangur hátíðarinnar er að efla samheldni innan fagsins, sem er frekar ungt hér á landi, og skapa vettvang fyrir faglega umræðu. Á hverju ári útskrifast fjöldi ungra hönnuða bæði frá Listaháskóla Íslands og frá skólum erlendis. „Margir fatahönnuðir vilja ná sér í reynslu erlendis eða stofna sín eigin tískufyrirtæki á Íslandi. Markaðurinn hér heima er óneitanlega lítill og því er mikilvægt fyrir íslenska hönnuði að komast inn á erlendan markað líka. Því þykir okkur afar mikilvægt að fá til landsins reynslumikið fólk úr faginu sem getur deilt sinni reynslu og stækkað tengslanet hönnuðanna,“ segir Sif. Hún segir þó nokkra vitundarvakningu hafa orðið meðal almennings um fatahönnun á Íslandi og um hönnun almennt. „Við finnum fyrir því að almenningur hefur meiri áhuga á íslenskri fatahönnun og hefur betri þekkingu á henni. Einnig hefur Hönnunarmars skipt sköpum við að vekja áhuga almennings á hönnun almennt. HönnunarMars Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands verður haldin föstudaginn 21. nóvember. Í ár verður hátíðin einstaklega vegleg og verður áherslan lögð á uppbyggingu tískufyrirtækja á norrænum slóðum. „Í ár fáum við hinn sænska Roland Hjort, yfirhönnuð og eiganda fatamerkisins WHYRED, til okkar. Hann mun deila sinni reynslu, en fyrirtæki hans fagnar 15 ára starfsafmæli í ár. Að auki kemur hin færeyska Barbara í Gongini til okkar og mun hún segja sína sögu af stofnun og rekstri tískufyrirtækis á norrænum slóðum,“ segir Sif Baldursdóttir, meðstjórnandi Fatahönnunarfélags Íslands og verkefnastjóri uppskeruhátíðarinnar. Auk þeirra munu forsvarsmenn Nordic Fashion Association koma og fjalla um uppbyggingu tískubransans í heild á Norðurlöndunum. Tilgangur hátíðarinnar er að efla samheldni innan fagsins, sem er frekar ungt hér á landi, og skapa vettvang fyrir faglega umræðu. Á hverju ári útskrifast fjöldi ungra hönnuða bæði frá Listaháskóla Íslands og frá skólum erlendis. „Margir fatahönnuðir vilja ná sér í reynslu erlendis eða stofna sín eigin tískufyrirtæki á Íslandi. Markaðurinn hér heima er óneitanlega lítill og því er mikilvægt fyrir íslenska hönnuði að komast inn á erlendan markað líka. Því þykir okkur afar mikilvægt að fá til landsins reynslumikið fólk úr faginu sem getur deilt sinni reynslu og stækkað tengslanet hönnuðanna,“ segir Sif. Hún segir þó nokkra vitundarvakningu hafa orðið meðal almennings um fatahönnun á Íslandi og um hönnun almennt. „Við finnum fyrir því að almenningur hefur meiri áhuga á íslenskri fatahönnun og hefur betri þekkingu á henni. Einnig hefur Hönnunarmars skipt sköpum við að vekja áhuga almennings á hönnun almennt.
HönnunarMars Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira