Mun ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Þingflokkur sjálfstæðismanna telur stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vera erfiða. Einn þingmaður flokksins efast um að hægt sé að styðja hana. Formaðurinn segir ólíklegt að hún snúi aftur í dómsmálaráðuneytið. vísir/vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira