Jólanóttin 1. nóvember 2014 00:01 Nóttin helga fór í hönd. Áliðið var aðfangadagsins: kirkjukertin horfin og komin út í Sólheimakirkju. Búið að senda kerti og ýmsar jólagjafir víðsvegar til fátæklinga. Aðeins einn jólagestur sat eftir af öllum þeim gestum, sem komið höfðu í dag. Stúlkurnar höfðu raðað öskunum nýþvegnum á búrbekkinn, sópað undan öllum rúmum og þvegið rúmstokkana. Öll gólf voru tárhrein, og helst máttu börnin ekki koma inn allan daginn. Fátækraþerririnn brást ekki, og engin flík var óhrein innan bæjar. Í kýrkláfunum var besta taða, og öll verkfæri hrein. Rokkarnir allir, kembukassar og hesputré var sett út á miðloft og raðað þar, og blöðin, sem alltaf voru geymd uppundir í sperruverk, horfin. Þegar dimma tók, var borinn þvottabali inn í norðurhús, þar sem vefstaðurinn var. Og þar var allagt gólfið með boldangi. Sjóðandi heitu vatni var hellt í balann, og þegar það var mátulega heitt, vorum við börnin kölluð þangað og þvegin frá hvirfli til ylja. Þarna var nokkuð heitt af vatnsgufu, en kaldara mátti það samt ekki vera. En áður fórum við í eldhúsið, þar beið Inga systir og beygði okkur ofan yfir keytustamp, sem hún svo vatt hárið á okkur upp úr. Þetta var það versta fyrir jólin. Ég kreisti aftur augun og beit saman munninum, þorði varla að anda á meðan þessu stóð. Síðan þerraði hún höfuðið og hárið með strigadúk og lét okkur hlaupa inn að kerlauginni í vefjarhúsinu. Það var mikil svölun þar að baða sig eftir höfuðþvottinn í eldhúsinu. Þetta gekk eftir röð, og alltaf varð að bæta í balan nýju heitu vatni. Svo stóð stór skál á borðinu með hreinu köldu vatni og sápu sem hver notaði síðast eftir vild. Þegar búið var að skola okkur börnin, kom fullorðna fólkið og lét líka lauga sig, það var bara einstaka manneskja, sem ekki tók nema keytuþvottinn. Þegar stúlkurnar voru búnar lokuðu karlmennirnir sig inni og báru áður að margar fötur af volgu og köldu vatni, það var mikill gauragangur í þeim, og oft tók dágoða stund að laga til eftir þá. Að öllu þessu loknu var borinn inn rjúkandi kjötsúpa, þykk eins og grautur Það verkaði vel á mann baðið og fólkinu létti í skapi. Vænir spaðbitar, feitur og magur voru í hvers manns aski. Allir höfðu skipt um nærföt, er þeir komu úr baðinu, og nú klæddu þeir sig í sparifötin. Svo var kvöldverkum öllum lokið klukkan 6-7 um kvöldið. Kertalykkjurnar lágu á baðstofuborðinu, og byrjaði mamma að kveikja á þeirri fyrstu og lét brenna sundur rakið á milli þeirra, logaði þá á tveim kertum undir eins. Þau voru gefin elstu mönnum í baðstofunni. Þessi athöfn stóð talsverðan tíma, og biðum við börnin, meðan allt eldra fólk tók á móti sínum kertum. Loksins tók mamma kertalykkjuna okkar og kveikti á henni. Svo rétti hún mér og Ólu systur sitt kertið hvoru með ljósi . "Takið þið við, börnin mín góð,"sagði hún og tárin runnu niður kinnar hennar. Ég tók við mínu kerti og kyssti mömmu og strauk með litlu lófunum tárin hennar, hún brosti og sagði: þykir þér falleg jólaljósin, Eyfi minn. Þrír bræður þínir og systur njóta þó fegurri jólaljósa hjá jólabarninu Jesú. Svo kveikti hún á tveim hákertum, sem stóðu í stjökum á borðinu, það voru hjónaljósin. Gesturinn sem var aldraður bóndi, sat við annan borðsendann og fékk líka sitt kerti. Af háhillunni yfir baðstofuglugganum voru nú teknar lestrarbækurnar. Það var Péturspostilla, bænakver og tvær sálmabækur. Pabbi flutti sig inn til mömmu sinnar í norðurbaðstofuna, en söngfólkið var kyrrt í frambað-stofunni. Gesturinn var góður raddmaður og byrjaði jólasálminn. Tveir sálmar voru sungnir á undan og tveir á eftir. Hjá pabba sat ég allan lesturinn og mændi á opna postilluna. Hvenær ætlaði þessi lestur að enda ? Og svo átti ég að muna eitthvað úr honum. Þetta mundi ég: "Guð-Drottinn-allt-Amen!" og pabbi brosti. Þetta var allt og sumt, en söngnum tók ég betur eftir og braut heilann um það, hvað Guð mundi eiga margt í "hornum" sínum. Seinna um kvöldið spurði ég ömmu, hvort hún vissi það. Hún var byrst og sagði, að hjá Guði væru engin horn. "Svona máttu ekki spyrja, dengi minn" sagði hún. "En það var sungið í jólasálminum," sagði ég. Það mundi ég glöggt. Forsöngvarinn sagði svo skýrt: "...minn Guð gaf af hornum sér". Amma leiðrétti mig eftir andartak, og bágt átti ég að skilja, að hennar meining væri réttari en mín. Eftir húslesturinn byrjaði sálmasöngur á víxl og góðlátlegt samtal. Og brátt rauk upp af stórri leirskál, barmafullri af "púnsi". Pabbi kveikti á henni, og var það fallegur rauðblár logi. Svo fengu allir púns í bolla, og sló þá nokkuð í glaðværð. Svo kom fullt af lummum og kaffi. Hin ánægjulegasta stund þetta kvöld var meðan á jólagjöfum stóð. Mamma gaf öllum einhverja nýja flík, þegar að afloknum jólalestri Karlmennirnir fengu nýjar milliskyrtur eða nýjan jakka, jólaskó bryddaða og nýja háleista. Stúlkurnar fengumillipils eða svuntu og sjalhyrnu, stundum allt þetta hver, sauðskinnsjólaskó og sortulitaða sokka. Börnin fengu ný föt, rauða eða bláa sokka eða jólaskó. Enginn mátti fara í jólaköttinn. Jólagestur var í þetta sinn Ólafur bóndi frá Brekkum. Hann var ókátur og einmana, en glaðanaði við púnsdrykkjuna og jólagjafirnar. Konu sína hafði hann misst á þriðja hjónabandsári þeirra. Hún dó af barnsförum. Eftir lát hennar eirði hann hvergi, en sat helst í smiðju sinni og klambraði eitthvað smávegis, sem engu var nýtt. Fann hann þá eitt sinn í smiðjunni blað sem skrifaðar voru á þrjár vísur. Huggaðist hann við að lesa þær og vissi, að Guðs engill hafði flutt honum þær til styrkingar, þær voru frá konunni hans. Þessar vísur söng hann tárfellandi, þó jólanótt væri. Mamma byrjaði sjálf jólasálmana, en engin rödd var svo fögur eins og hennar. Síðast var sungið þetta vers úr Passíusálmunum, "Gef þú að móðurmálið mitt," o.s.frv. Ljósið á baðstofulampanum var ekki slökkt, þegar háttað var, og logaði alla nóttina á honum. Reyndi ég að vaka sem lengst til þess að njóta birtunnar. Síðast streymdu ljósstafir frá lampanum til mín, og ljósbrotin mynduðu geislakrans um baðstofuna. Og ég þoldi ekki að horfa á móti allri þeirri dýrð, sem myndaðist um jólabarnið. "Góða nótt, mamma mín," sagði ég , og tungan drafaði. Draumur tók við. Höfundur: Eyjólfur Guðmundsson Vökunætur II (1947) Vetrarnætur. Jól Mest lesið Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin DIY - Jólapakki í peysu Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Frumsýning á jólamynd Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Pósturinn til Lapplands Jól
Nóttin helga fór í hönd. Áliðið var aðfangadagsins: kirkjukertin horfin og komin út í Sólheimakirkju. Búið að senda kerti og ýmsar jólagjafir víðsvegar til fátæklinga. Aðeins einn jólagestur sat eftir af öllum þeim gestum, sem komið höfðu í dag. Stúlkurnar höfðu raðað öskunum nýþvegnum á búrbekkinn, sópað undan öllum rúmum og þvegið rúmstokkana. Öll gólf voru tárhrein, og helst máttu börnin ekki koma inn allan daginn. Fátækraþerririnn brást ekki, og engin flík var óhrein innan bæjar. Í kýrkláfunum var besta taða, og öll verkfæri hrein. Rokkarnir allir, kembukassar og hesputré var sett út á miðloft og raðað þar, og blöðin, sem alltaf voru geymd uppundir í sperruverk, horfin. Þegar dimma tók, var borinn þvottabali inn í norðurhús, þar sem vefstaðurinn var. Og þar var allagt gólfið með boldangi. Sjóðandi heitu vatni var hellt í balann, og þegar það var mátulega heitt, vorum við börnin kölluð þangað og þvegin frá hvirfli til ylja. Þarna var nokkuð heitt af vatnsgufu, en kaldara mátti það samt ekki vera. En áður fórum við í eldhúsið, þar beið Inga systir og beygði okkur ofan yfir keytustamp, sem hún svo vatt hárið á okkur upp úr. Þetta var það versta fyrir jólin. Ég kreisti aftur augun og beit saman munninum, þorði varla að anda á meðan þessu stóð. Síðan þerraði hún höfuðið og hárið með strigadúk og lét okkur hlaupa inn að kerlauginni í vefjarhúsinu. Það var mikil svölun þar að baða sig eftir höfuðþvottinn í eldhúsinu. Þetta gekk eftir röð, og alltaf varð að bæta í balan nýju heitu vatni. Svo stóð stór skál á borðinu með hreinu köldu vatni og sápu sem hver notaði síðast eftir vild. Þegar búið var að skola okkur börnin, kom fullorðna fólkið og lét líka lauga sig, það var bara einstaka manneskja, sem ekki tók nema keytuþvottinn. Þegar stúlkurnar voru búnar lokuðu karlmennirnir sig inni og báru áður að margar fötur af volgu og köldu vatni, það var mikill gauragangur í þeim, og oft tók dágoða stund að laga til eftir þá. Að öllu þessu loknu var borinn inn rjúkandi kjötsúpa, þykk eins og grautur Það verkaði vel á mann baðið og fólkinu létti í skapi. Vænir spaðbitar, feitur og magur voru í hvers manns aski. Allir höfðu skipt um nærföt, er þeir komu úr baðinu, og nú klæddu þeir sig í sparifötin. Svo var kvöldverkum öllum lokið klukkan 6-7 um kvöldið. Kertalykkjurnar lágu á baðstofuborðinu, og byrjaði mamma að kveikja á þeirri fyrstu og lét brenna sundur rakið á milli þeirra, logaði þá á tveim kertum undir eins. Þau voru gefin elstu mönnum í baðstofunni. Þessi athöfn stóð talsverðan tíma, og biðum við börnin, meðan allt eldra fólk tók á móti sínum kertum. Loksins tók mamma kertalykkjuna okkar og kveikti á henni. Svo rétti hún mér og Ólu systur sitt kertið hvoru með ljósi . "Takið þið við, börnin mín góð,"sagði hún og tárin runnu niður kinnar hennar. Ég tók við mínu kerti og kyssti mömmu og strauk með litlu lófunum tárin hennar, hún brosti og sagði: þykir þér falleg jólaljósin, Eyfi minn. Þrír bræður þínir og systur njóta þó fegurri jólaljósa hjá jólabarninu Jesú. Svo kveikti hún á tveim hákertum, sem stóðu í stjökum á borðinu, það voru hjónaljósin. Gesturinn sem var aldraður bóndi, sat við annan borðsendann og fékk líka sitt kerti. Af háhillunni yfir baðstofuglugganum voru nú teknar lestrarbækurnar. Það var Péturspostilla, bænakver og tvær sálmabækur. Pabbi flutti sig inn til mömmu sinnar í norðurbaðstofuna, en söngfólkið var kyrrt í frambað-stofunni. Gesturinn var góður raddmaður og byrjaði jólasálminn. Tveir sálmar voru sungnir á undan og tveir á eftir. Hjá pabba sat ég allan lesturinn og mændi á opna postilluna. Hvenær ætlaði þessi lestur að enda ? Og svo átti ég að muna eitthvað úr honum. Þetta mundi ég: "Guð-Drottinn-allt-Amen!" og pabbi brosti. Þetta var allt og sumt, en söngnum tók ég betur eftir og braut heilann um það, hvað Guð mundi eiga margt í "hornum" sínum. Seinna um kvöldið spurði ég ömmu, hvort hún vissi það. Hún var byrst og sagði, að hjá Guði væru engin horn. "Svona máttu ekki spyrja, dengi minn" sagði hún. "En það var sungið í jólasálminum," sagði ég. Það mundi ég glöggt. Forsöngvarinn sagði svo skýrt: "...minn Guð gaf af hornum sér". Amma leiðrétti mig eftir andartak, og bágt átti ég að skilja, að hennar meining væri réttari en mín. Eftir húslesturinn byrjaði sálmasöngur á víxl og góðlátlegt samtal. Og brátt rauk upp af stórri leirskál, barmafullri af "púnsi". Pabbi kveikti á henni, og var það fallegur rauðblár logi. Svo fengu allir púns í bolla, og sló þá nokkuð í glaðværð. Svo kom fullt af lummum og kaffi. Hin ánægjulegasta stund þetta kvöld var meðan á jólagjöfum stóð. Mamma gaf öllum einhverja nýja flík, þegar að afloknum jólalestri Karlmennirnir fengu nýjar milliskyrtur eða nýjan jakka, jólaskó bryddaða og nýja háleista. Stúlkurnar fengumillipils eða svuntu og sjalhyrnu, stundum allt þetta hver, sauðskinnsjólaskó og sortulitaða sokka. Börnin fengu ný föt, rauða eða bláa sokka eða jólaskó. Enginn mátti fara í jólaköttinn. Jólagestur var í þetta sinn Ólafur bóndi frá Brekkum. Hann var ókátur og einmana, en glaðanaði við púnsdrykkjuna og jólagjafirnar. Konu sína hafði hann misst á þriðja hjónabandsári þeirra. Hún dó af barnsförum. Eftir lát hennar eirði hann hvergi, en sat helst í smiðju sinni og klambraði eitthvað smávegis, sem engu var nýtt. Fann hann þá eitt sinn í smiðjunni blað sem skrifaðar voru á þrjár vísur. Huggaðist hann við að lesa þær og vissi, að Guðs engill hafði flutt honum þær til styrkingar, þær voru frá konunni hans. Þessar vísur söng hann tárfellandi, þó jólanótt væri. Mamma byrjaði sjálf jólasálmana, en engin rödd var svo fögur eins og hennar. Síðast var sungið þetta vers úr Passíusálmunum, "Gef þú að móðurmálið mitt," o.s.frv. Ljósið á baðstofulampanum var ekki slökkt, þegar háttað var, og logaði alla nóttina á honum. Reyndi ég að vaka sem lengst til þess að njóta birtunnar. Síðast streymdu ljósstafir frá lampanum til mín, og ljósbrotin mynduðu geislakrans um baðstofuna. Og ég þoldi ekki að horfa á móti allri þeirri dýrð, sem myndaðist um jólabarnið. "Góða nótt, mamma mín," sagði ég , og tungan drafaði. Draumur tók við. Höfundur: Eyjólfur Guðmundsson Vökunætur II (1947) Vetrarnætur.
Jól Mest lesið Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin DIY - Jólapakki í peysu Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Frumsýning á jólamynd Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Pósturinn til Lapplands Jól