Teflir saman nýrri tónlist og sígildri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 15:30 "Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið,“ segir Jón Stefánsson. Vísir/GVA „Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega. Menning Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Fleiri fréttir Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega.
Menning Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Fleiri fréttir Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira