Jólatöfrar 1. nóvember 2014 00:01 Það er fimmtudagsmorgun seint í nóvember. Halli, Jói og Bella sitja inni í herbergi heima hjá Jóa og eru að hugsa hvað þau geti gert spennandi. Á glugganum dynur norðan hríðarbylur. Það er frí í skólanum vegna veðurs og ófærðar og í ofanálag er rafmagnslaust. Halli segir "Það er nú ekki margt hægt að gera þegar það er rafmagnslaust, tölvan virkar ekki og ekkert hægt að fara út." Og Bella bætir við; "og sjónvarpið er dautt og ekkert videó." Þá segir Jói "Veriði róleg, við finnum eitthvað." Þau sitja þarna í hálfgerðu myrkri aðeins með eitt vasaljós sem var eiginlega alveg að gefa sig. Það dofnar á því ljósið með hverri mínútunni sem líður. Jói og Bella eru 11 ára en Halli er einu ári eldri eða 12 ára. Þau eiga heima í litlu þorpi úti á landi. Þeim líkar mjög vel að eiga heima þar. Því alltaf er eitthvað spennandi að gerast. Það kemur stundum fyrir á veturna að veðrið er brjálað. En það er mjög sjaldgæft að rafmagnið fari af. En þegar það kemur fyrir gerist yfirleitt eitthvað skemmtilegt. Sérstaklega ef rafmagnið er ekki á í nokkra daga. Á meðan þau eru að spjalla um heima og geyma þá heyra þau að það er bankað dauflega á herbergið hans Jóa. Bella hrekkur við og Halli hlær að henni. Jói stekkur upp opnar dyrnar og hann sér að það er enginn frammi. "Hver er að reyna að vera fyndinn," segir Jói. Hann lokar hurðinni og kemur aftur inn. Um leið og Jói kemur inn gefur vasaljósið sig alveg. Batterýin eru búin "Þetta var nú ekki gott og ég á engar vararafhlöður," sagði Jói. Hann fer niður í eldhús til þess að ná í eldspítur og kerti. Hann er dálitla stund af því að hann er svo lengi að finna kertin. Á meðan eru Halli og Bella í myrkrinu. Bella er pínu hrædd en Halli lætur ekki á neinu bera. Veðrið gnauðar enn meira en fyrr og það hvín í öllu. "Hvað er Jói að gera svona lengi? Af hverju kemur hann ekki?" segir Bella með örlítið titrandi röddu. Rétt í þessu kemur Jói og kveikir á kertinu hjá þeim. "Þetta er nú bara jólalegt," segir Halli; "enda styttist í jólin." Þau fara svo að spjalla um jólin, heilmiklar jólapælingar. Þau segja hvort öðru frá því þegar þau voru lítil og hrædd við jólasveininn og margar aðrar minningar fljúga á milli. Á meðan að þau eru á kafi í þessum umræðum misstu þau næstum af því að heyra þegar bankað var aftur. Þeim þykir þetta dálítið skrýtið vegna þess að enginn var frammi þegar það var bankað síðast. Halli er fljótur að stökkva til og rífur upp hurðina, en það er sama sagan og áðan, enginn fyrir utan. Halli lokar hurðinni aftur og stynur. Þá sér Bella að það er eitthvað blað undir henni. Jói tekur það upp. Þetta er umslag og utan á því stendur "Jólaskraut" Þið ættuð að sjá svipinn á þeim öllum þegar þau sjá þetta og þau hrópa öll í einu "Jólaskraut !!!!" "Hvað er þetta eiginlega. Hver er að fíflast í okkur? Hér er enginn heima," segir Jói og andlitið á honum er eitt spurningamerki. Þau opna umslagið en það er tómt. Þetta þykir þeim vægast sagt undarlegt og skilja ekki neitt í neinu. Bellu líst ekki á þetta. Hún er þess fullviss að það sé eitthvað gruggugt á seiði og hún ekki tilbúin að takast á við. En hún er ein um þessa skoðun. Strákarnir eru spenntir og búnir að velta umslaginu fram og tilbaka, bera það upp að kertaljósinu, þefa af því og fleira. "Má ég kannski aðseins sjá umslagið," segir Bella og bætir við; "þetta er svona gamalt umslag með fóðri." Hún togar í fóðrið. Strákarnir horfa agndofa á hana kippa fóðrinu úr umslaginu og ekki nóg með það, heldur snýr hún umslaginu við og viti menn þar er lesning. Strákarnir stökkva á fætur og reyna að hrifsa umslagið af henni. "Hei veriði rólegir. Ég er með þetta og það var ég sem uppgötvaði þetta," segir hún. Bella stillir sér upp en er ekkert að flýta sér. Strákarnir eru orðnir órólegir "flýttu þér" segja þeir báðir í kór. Og Bella les. Kæru vinir ! þar sem ég er í örlitlum vandræðum þá ákvað ég að biðja ykkur um hjálp. Já, afhverju ykkur? Svörin við því koma síðar og þá komið þið til með að skilja ýmislegt betur. Ef þið fylgið öllum fyrirmælum fer allt mjög vel og allir geta átt gleðileg jól. Verið ávallt viðbúin. ??????????? "Stendur ekkert meira?" spyrja strákarnir mjög forvitnir. Jói tekur af henni umslagið til þess að vera viss um að þetta sé rétt. "Hvað er þetta. Trúir þú mér ekki?" spyr Bella. Jói jánkar því að hann trúi henni. Honum finnst þetta bara svo skrýtið. Nú er Halli sestur niður með blað og penna.Hann er að reyna að finna út hvað þessi spurningamerki undir bréfinu þýða. Þau eru búin að reyna í hálftíma að finna út hvað þessi spurningamerki í bréfinu tákna. En án árangurs. "Hvað eigum við að gera næst?" spyr Jói. "Við verðum bara að vera róleg og bíða, Vera viðbúin eins og stóð í bréfinu," segir Bella. Þau drífa sig niður í eldhús og fara að gera sér samlokur. Þau eru greinilega orðin svöng því þau fá sér 3 samlokur á mann. Þegar Halli er að ganga frá eftir sig þá sér hann jólakúlu á eldhúsbekknum og spyr Jóa hvort hún eigi að vera þarna. Jói er bara hissa og yppir öxlum. Hann kannast ekki við þessa stöku jólakúlu á eldhúsbekknum heima hjá sér í lok nóvember. Þau fara aftur upp í herbergið hans Jóa og taka kúluna með sér. "Ég veit hvað við gerum," segir Bella; "Við opnum kúluna." Jói segir; "Til hvers að eyðileggja jólakúluna okkar?" Halli hlustar ekki á þusið í Jóa. Hann tekur kúluna og brýtur hana í tvennt. Og viti menn innan í kúlunni er miði. "Ja hérna, nú fer þetta að verða hreint aldeilis spennandi," segir Bella. Hún tekur miðann og gerir sig líklega til þess að lesa hann upphátt fyrir þau. "Nú má ég lesa," segir Jói. "Á ég ekki að gera það af því ég las hinn miðann," segir Bella. Það verður svo úr að hún les hann og á miðanum stendur; "Kæru vinir nú hefst erfitt verkefni sem ég þarf að biðja ykkur að leysa. Það er mikið sem liggur við. Ef eitthvað bregst hjá ykkur, koma engin jól í landinu." Koma engin jól? Það má ekki gerast," hváir Halli við. Bella les áfram á miðann. "Það sem þið þurfið að gera núna er að fara uppá loft og finna þar gamla kistu sem er full af gömlu jólaskrauti. Kistan er merkt Ástvaldi Geirssyni. Hann átti heima í þessu húsi fyrir mörgum árum síðan. Löngu áður en þið fæddust og mömmur ykkar og pabbar voru bara krakkar. Þegar þið hafið fundið kistuna opnið hana og finnið lítinn upptrekktan jólasvein.....takk í bili meira síðar ?????????? "Þetta er sama undirskriftin og í hinu bréfinu," segir Bella; "Ég meina þetta eru jafnmörg spurningamerki." Halli spyr; "Er eitthvað loft hjá ykkur Jói?" Og Bella bætir við; "Og hefurðu komið þangað upp?" Jóa líst ekkert á þetta. Hann veit ekki um neitt loft hjá þeim, en þau ákveða samt að athuga með þetta. Þau ganga um allt hús og finna ekki neitt. Engan hlera, engan stiga eða neitt op. Þetta er mjög skrýtið. Þau eru farin að halda að þetta sé bara gabb þegar Jóa dettur dálítið í hug. Hann man allt í einu eftir því að inní skáp í herberginu hans kemur stundum smá vindur inn um rifu á veggnum. Nú ætti það að finnast því norðanbylurinn gnauðar sem aldrei fyrr. Ef eitthvað er þá hafði bætt í vindinn. Jói fer að rusla út úr skápnum öllu dótinu. Þvílíkt drasl. "Þetta verður ágætis jólahreingerning," segir Bella og hóstar af öllu rykinu sem þyrlast upp í látunum í Jóa. Þegar skápurinn er orðinn tómur biður Jói Halla að rétta sér skrúfjárn og kertið. Halli gerir það og er orðinn mjög spenntur. Það heyrist brak inni í skápnum. "Hvað er að gerast núna?" spyr Halli verulega forvitinn. Það umlar eitthvað í Jóa. Eftir pínu stund hendir hann einhverri timburplötu fram á gólf og minnstu munar að þetta lendi á stóru tánni á henni Bellu. "Ertu að verða alveg galinn?" argar Bella til Jóa inn í skápinn. En hann er svo spenntur að hann lætur þetta sem vind um eyru þjóta. Eftir um 5 mínútur kallar Jói hátt og skýrt innan úr skápnum "Halli - Bella nú skuluð þið sko koma og takið með ykkur eldspíturnar."Þetta láta þau ekki segja sér tvisvar og drífa sig inn í skápinn. Loksins eru þau öll búin að troða sér í gegnum þetta litla gat sem Jói hafði gert innan á skápinn. "Réttu mér eldspíturnar Bella," hvíslar Jói ofurlágt. "Afhverju ertu að hvísla?" spyr Halli. Jói yppir öxlum og veit það í rauninni ekki sjálfur. Nú er hann búinn að kveikja á kertastubbnum sem þau höfðu haft með sér. Við það birtir örlítið á loftinu. Þau skima í kringum sig. "Þarna er stór 5 arma kertastjaki með kertum í," segir Bella og bendir á lítinn bekk sem er þarna undir súð. Jói fer og kveikir á þeim. Við það verður mjög bjart þarna inni. Það er nú ekki beint hlýtt á loftinu. Þakið er lítið einangrað og úti gnauðar norðanáttin. Á loftinu er margt að sjá og þau horfa hissa í kringum sig. Sérstaklega Jói sem á heima þarna og hafði ekki neina vitneskju um þetta loft. "Jæja finnum þessa kistu," segir Halli. "Hérna er einhver kista og hún er þung," segir Jói. Þau opna kistuna sem er ólæst. Það er fullt af ryki á lokinu og ofan á dótinu sem er efst. Greinilegt er að ekki hafði verið snert á þessu lengi. Þarna er margt að sjá. Mikið af gömlu dásamlega fallegu skrauti: bréfaskraut í loft, litlir fuglar til að setja á tré, kúlur í mörgum litum, fallegar myndir og styttur. Og þannig mætti lengi telja. Þessi kista er hreinn og beinn fjársjóður fyrir jólapúka. "Hérna er þessi upptrekkti jólasveinn sem við áttum að finna," hrópar Bella upp yfir sig og er greinilega spennt. Þegar Bella hefur blásið af honum rykið trekkir hún hann upp og hann spilar ljómandi fallegt jólalag. Þau bíða spennt eftir því að eitthvað gerist. Jólasveinnin spilaði bara lagið sitt á enda, stóð sperrtur með sitt bros og ekkert gerðist. "Hvað! Af hverju segir hann ekkert?" spyr Jói sem vill láta hlutina ganga vel og hratt fyrir sig. "Kannski þarf hann ekkert að segja, það getur verið eitthvað annað," segir Halli frekar spekingslega. Halli var varla búinn að sleppa orðunum þegar upptrekkti jólasveinninn gerði sig líklegan til þess að byrja að syngja aftur. En nú kom ekki söngur heldur lágt endurtekið tal. "Setjist öll á rauða sófann þarna," segir röddin. "Komiði, þið munið að við áttum að hlýða öllu til þess að allt geti gengið upp í sambandi við þetta verkefni sem huldumaðurinn lagði fyrir okkur. Þau laga kistuna, taka jólasveininn með sér, kertin og kertasjaka, setjast svo á sófann og viti menn um leið og þau hafa komið sér fyrir í sófanum byrjar hann að lyftast og snúast í hringi. "Ég heyri jólasöngva, heyrið þið sönginn?" spyr Halli. Jói og Bella eru með samanbitnar varir og segja ekki orð vegna hræðslu. Innan stundar eru þau steinsofnuð, og sófinn hverfur í reykskýi. Þau dreymir fallega drauma þar sem fullt af litlum jólaálfum tekur á móti þeim. Fagnandi jólaálfarnir segja að þeir séu glaðir með að þau ætli að bjarga málunum. Það er haldin veisla fyrir þau í þakklætisskyni. Söngur, dans og mikið af mat. Þau dansa við jólaálfana og hlusta á fallega jólasöngva. Það sungja allir með. Allir eru svo glaðir. Allt er svo yndislega gott. Þarna er mjög jólalegt og þeim finnst einmitt að svona eigi jólin að vera þar sem allir eru góðir. Í lok veislunnar syngur stór og mikill kór "Heims um ból" fallega og kröftuglega. Bella situr með tárin í augunum og Jói réttir henni klút til að þurrka sér.....en allt í einu er draumurinn búinn. Þau vakna upp og eru enn í sófanum. Hann er á fleygiferð og það er ískalt. "Við erum að fara að lenda," segir Jói. Og áður en þau vita af lendir sófinn mjúklega í snjóskafli. Veðrið er fallegt, smá logndrífa og afskaplega jólalegt. "Mér er kalt," segir Bella og tennurnar í henni glamra. Þau skima í kringum sig. Í fjarska sjá þau eitthvað nálgast. "Þetta er einhverskonar farartæki," segir Jói. "Mér sýnist þetta vera sleði," segir Halli og reynir að rýna betur út í logndrífuna. Eftir stutta stund sjá þau að farartækið er sleði og á honum fimm litlir jólaálfar. Þeir stökkva af sleðanum, heilsa krökkunum og bjóða þau velkomin. Þeir lýsa ánægju sinni með að þau skuli sjá sér fært að koma. Einn jólaálfurinn kemur með hlýjar úlpur handa þeim. Eftir stutta stund er öllum orðið hlýtt og þau komin upp á sleðann hjá jólaálfunum. Þau eru lögð af stað eitthvert inn í jólalandið, eða hvert sem þau voru nú komin. Á leiðinni sjá þau fjöll og dali og mikinn snjó. Þegar líður á ferðina sjá þau lítil sæt hús með fallegum ljósum. Þau sjá ekki betur en að einhverjir séu að bauka eitthvað fyrir utan húsin og þar í kring. Þau eru mjög hissa á þessu og ræða það sín á milli en komast ekkert lengra með þær pælingar. Nú er sleðinn að hægja á sér og upp á hól sjá þau ofsalega stórt og fallegt hús með garði og ábyggilega hundrað gluggum. Í kringum húsið er mikið af jólaálfum og allir að vinna við einhver verkefni; laga til, smíða, bera böggla og kassa. "Vááá finnst ykkur þetta ekki fallegt og stórfenglegt?" segir Bella og brosir sínu breiðasta. "Júhúú," segja strákarnir báðir alveg agndofa yfir þessu. Nú er sleðinn kominn heim á hlað og nemur staðar fyrir framan stórar tröppur fyrir miðju húsinu. Tröppurnar eru allar útskornar og fallega skreyttar með greinum. Þeim er hjálpað af sleðanum og boðið inn. Þegar þau ganga upp tröppurnar strjúka þau handriðið. Þeim þykir það svo fallegt. Ekki minnkar nú hrifningin þegar inn er komið. Þar er allt svo jólalegt og fullt af dóti sem jólaálfarnir hafa smíðað. Allir eru glaðir og syngjandi og allt saman skreytt í hólf og gólf. Þarna ríkir svo sannarlega hinn sanni jólaandi. "En hvað eigum við að gera hér?" spyr Jói; "við kunnum ekki neitt sem þau kunna ekki." Þá segir Bella ákveðin; "Hættið þessu nöldri og verið bara viðbúnir eins og okkur var uppálagt í byrjun." Nú er þeim boðið inn í stórt og mikið herbergi. Inni í því er mikið af undarlegu og fallegu jóladóti. Þarna eru margir skápar. Jói kíkir inn í einn þeirra. Í honum eru ósköpin öll af fötum. Jói hvíslar einhverju að Halla. "Jólasveinaföt" hrópar Halli. "Usss ég er ekki viss," segir Jói og seggur fingur á munn sér. Bella lítur á strákana með fyrirlitningarsvip og hálf skammaðist sín fyrir lætin í þeim. Þau ganga áfram innar í herbergið. Þar er rúm og fyrir framan það er stóll. Á honum liggja föt. Á litlu borði við rúmið er kveikt á kerti. Allt í einu heyra þau rödd sem segir "Jæja eruð þið loksins komin skinnin mín. Mikið eruð þið dugleg að leggja þetta allt saman á ykkur." Þau hrökkva aðeins við. "Leggja hvað á okkur?" spyr Halli; "og hver ert þú?" Þau bíða spennt eftir að fá að sjá framan í manninn sem er að tala. "Komiði hérna nær rúminu," segir hann. Þau færa sig nær og sjá þá að í rúminu er gamall maður með mikið hvítt skegg og skalla. Hann býður þau aftur velkomin og spyr hvort þau séu með upptrekkta jólasveininn. "Hér er hann," segir Bella og lætur hann á rúmið til hans. "Þessari stundu er ég búinn að bíða lengi eftir," segir gamli maðurinn. Hann trekkir jólasveininn upp og hlustar á hann með tárin í augunum. Þegar síðustu tónarnir deyja út stekkur maðurinn á fætur og opnar einn af mörgum skápum í herberginu. Tekur þar út þessi fínu jólasveinaföt og klælðir sig í þau. Svipurinn á krökkunum er hreint ótrúlegur þegar þau sjá manninn í rúminu breytast í alvöru jólasvein. "Nú er ég til í að fara til mannabyggða og vera góður við börnin og færa þeim gjafir," segir jólasveinninn. Síðan segir hann þeim alla söguna af því þegar hann fyrir mörgum árum fór um jól til mannabyggða og týndi þessum upptrekkta jólasveini. Þegar hann kom heim var honum skipað að fara upp í rúm og hann mátti ekki fara í jólasveinaföt og ekki gera neitt þar til að upptrekkti sveinninn væri fundinn. "Ég ákvað svo að reyna að hafa samband við ykkur af því að ykkur leiddist út af fríinu í skólanum og veðrið var svo leiðinlegt. Líka af því að sveinninn var lokaður upp á loftinu hjá Jóa. Eina leiðin til þess að hafa samband við ykkur var að svæfa ykkur og láta ykkur svo dreyma sama drauminn. Það tókst og með þessu góðverki ykkar hafið þið gefið mörgum möguleika á að eiga gleðileg jól." Með þessum orðum leggur hann hendur yfir axlir krakkanna og brosir. Við þetta hrökkva krakkarnir upp og eru þá í hrúgu í herberginu hjá Jóa. "Vá vitiði hvað mig dreymdi?" sagði Jói. " Eða þá mig?" sagði Halli. "Ég veit að það sem ykkur dreymdi er ekki nærri því eins spennandi og það sem mig dreymdi, en ég segji ykkur það seinna. Nú verðum við að fara heim Halli, klukkan er orðin margt og veðrinu hefur líka slotað," sagði Bella og brosti. Höfundur: Júlíus júlíussonAf jólavef Júlla Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól
Það er fimmtudagsmorgun seint í nóvember. Halli, Jói og Bella sitja inni í herbergi heima hjá Jóa og eru að hugsa hvað þau geti gert spennandi. Á glugganum dynur norðan hríðarbylur. Það er frí í skólanum vegna veðurs og ófærðar og í ofanálag er rafmagnslaust. Halli segir "Það er nú ekki margt hægt að gera þegar það er rafmagnslaust, tölvan virkar ekki og ekkert hægt að fara út." Og Bella bætir við; "og sjónvarpið er dautt og ekkert videó." Þá segir Jói "Veriði róleg, við finnum eitthvað." Þau sitja þarna í hálfgerðu myrkri aðeins með eitt vasaljós sem var eiginlega alveg að gefa sig. Það dofnar á því ljósið með hverri mínútunni sem líður. Jói og Bella eru 11 ára en Halli er einu ári eldri eða 12 ára. Þau eiga heima í litlu þorpi úti á landi. Þeim líkar mjög vel að eiga heima þar. Því alltaf er eitthvað spennandi að gerast. Það kemur stundum fyrir á veturna að veðrið er brjálað. En það er mjög sjaldgæft að rafmagnið fari af. En þegar það kemur fyrir gerist yfirleitt eitthvað skemmtilegt. Sérstaklega ef rafmagnið er ekki á í nokkra daga. Á meðan þau eru að spjalla um heima og geyma þá heyra þau að það er bankað dauflega á herbergið hans Jóa. Bella hrekkur við og Halli hlær að henni. Jói stekkur upp opnar dyrnar og hann sér að það er enginn frammi. "Hver er að reyna að vera fyndinn," segir Jói. Hann lokar hurðinni og kemur aftur inn. Um leið og Jói kemur inn gefur vasaljósið sig alveg. Batterýin eru búin "Þetta var nú ekki gott og ég á engar vararafhlöður," sagði Jói. Hann fer niður í eldhús til þess að ná í eldspítur og kerti. Hann er dálitla stund af því að hann er svo lengi að finna kertin. Á meðan eru Halli og Bella í myrkrinu. Bella er pínu hrædd en Halli lætur ekki á neinu bera. Veðrið gnauðar enn meira en fyrr og það hvín í öllu. "Hvað er Jói að gera svona lengi? Af hverju kemur hann ekki?" segir Bella með örlítið titrandi röddu. Rétt í þessu kemur Jói og kveikir á kertinu hjá þeim. "Þetta er nú bara jólalegt," segir Halli; "enda styttist í jólin." Þau fara svo að spjalla um jólin, heilmiklar jólapælingar. Þau segja hvort öðru frá því þegar þau voru lítil og hrædd við jólasveininn og margar aðrar minningar fljúga á milli. Á meðan að þau eru á kafi í þessum umræðum misstu þau næstum af því að heyra þegar bankað var aftur. Þeim þykir þetta dálítið skrýtið vegna þess að enginn var frammi þegar það var bankað síðast. Halli er fljótur að stökkva til og rífur upp hurðina, en það er sama sagan og áðan, enginn fyrir utan. Halli lokar hurðinni aftur og stynur. Þá sér Bella að það er eitthvað blað undir henni. Jói tekur það upp. Þetta er umslag og utan á því stendur "Jólaskraut" Þið ættuð að sjá svipinn á þeim öllum þegar þau sjá þetta og þau hrópa öll í einu "Jólaskraut !!!!" "Hvað er þetta eiginlega. Hver er að fíflast í okkur? Hér er enginn heima," segir Jói og andlitið á honum er eitt spurningamerki. Þau opna umslagið en það er tómt. Þetta þykir þeim vægast sagt undarlegt og skilja ekki neitt í neinu. Bellu líst ekki á þetta. Hún er þess fullviss að það sé eitthvað gruggugt á seiði og hún ekki tilbúin að takast á við. En hún er ein um þessa skoðun. Strákarnir eru spenntir og búnir að velta umslaginu fram og tilbaka, bera það upp að kertaljósinu, þefa af því og fleira. "Má ég kannski aðseins sjá umslagið," segir Bella og bætir við; "þetta er svona gamalt umslag með fóðri." Hún togar í fóðrið. Strákarnir horfa agndofa á hana kippa fóðrinu úr umslaginu og ekki nóg með það, heldur snýr hún umslaginu við og viti menn þar er lesning. Strákarnir stökkva á fætur og reyna að hrifsa umslagið af henni. "Hei veriði rólegir. Ég er með þetta og það var ég sem uppgötvaði þetta," segir hún. Bella stillir sér upp en er ekkert að flýta sér. Strákarnir eru orðnir órólegir "flýttu þér" segja þeir báðir í kór. Og Bella les. Kæru vinir ! þar sem ég er í örlitlum vandræðum þá ákvað ég að biðja ykkur um hjálp. Já, afhverju ykkur? Svörin við því koma síðar og þá komið þið til með að skilja ýmislegt betur. Ef þið fylgið öllum fyrirmælum fer allt mjög vel og allir geta átt gleðileg jól. Verið ávallt viðbúin. ??????????? "Stendur ekkert meira?" spyrja strákarnir mjög forvitnir. Jói tekur af henni umslagið til þess að vera viss um að þetta sé rétt. "Hvað er þetta. Trúir þú mér ekki?" spyr Bella. Jói jánkar því að hann trúi henni. Honum finnst þetta bara svo skrýtið. Nú er Halli sestur niður með blað og penna.Hann er að reyna að finna út hvað þessi spurningamerki undir bréfinu þýða. Þau eru búin að reyna í hálftíma að finna út hvað þessi spurningamerki í bréfinu tákna. En án árangurs. "Hvað eigum við að gera næst?" spyr Jói. "Við verðum bara að vera róleg og bíða, Vera viðbúin eins og stóð í bréfinu," segir Bella. Þau drífa sig niður í eldhús og fara að gera sér samlokur. Þau eru greinilega orðin svöng því þau fá sér 3 samlokur á mann. Þegar Halli er að ganga frá eftir sig þá sér hann jólakúlu á eldhúsbekknum og spyr Jóa hvort hún eigi að vera þarna. Jói er bara hissa og yppir öxlum. Hann kannast ekki við þessa stöku jólakúlu á eldhúsbekknum heima hjá sér í lok nóvember. Þau fara aftur upp í herbergið hans Jóa og taka kúluna með sér. "Ég veit hvað við gerum," segir Bella; "Við opnum kúluna." Jói segir; "Til hvers að eyðileggja jólakúluna okkar?" Halli hlustar ekki á þusið í Jóa. Hann tekur kúluna og brýtur hana í tvennt. Og viti menn innan í kúlunni er miði. "Ja hérna, nú fer þetta að verða hreint aldeilis spennandi," segir Bella. Hún tekur miðann og gerir sig líklega til þess að lesa hann upphátt fyrir þau. "Nú má ég lesa," segir Jói. "Á ég ekki að gera það af því ég las hinn miðann," segir Bella. Það verður svo úr að hún les hann og á miðanum stendur; "Kæru vinir nú hefst erfitt verkefni sem ég þarf að biðja ykkur að leysa. Það er mikið sem liggur við. Ef eitthvað bregst hjá ykkur, koma engin jól í landinu." Koma engin jól? Það má ekki gerast," hváir Halli við. Bella les áfram á miðann. "Það sem þið þurfið að gera núna er að fara uppá loft og finna þar gamla kistu sem er full af gömlu jólaskrauti. Kistan er merkt Ástvaldi Geirssyni. Hann átti heima í þessu húsi fyrir mörgum árum síðan. Löngu áður en þið fæddust og mömmur ykkar og pabbar voru bara krakkar. Þegar þið hafið fundið kistuna opnið hana og finnið lítinn upptrekktan jólasvein.....takk í bili meira síðar ?????????? "Þetta er sama undirskriftin og í hinu bréfinu," segir Bella; "Ég meina þetta eru jafnmörg spurningamerki." Halli spyr; "Er eitthvað loft hjá ykkur Jói?" Og Bella bætir við; "Og hefurðu komið þangað upp?" Jóa líst ekkert á þetta. Hann veit ekki um neitt loft hjá þeim, en þau ákveða samt að athuga með þetta. Þau ganga um allt hús og finna ekki neitt. Engan hlera, engan stiga eða neitt op. Þetta er mjög skrýtið. Þau eru farin að halda að þetta sé bara gabb þegar Jóa dettur dálítið í hug. Hann man allt í einu eftir því að inní skáp í herberginu hans kemur stundum smá vindur inn um rifu á veggnum. Nú ætti það að finnast því norðanbylurinn gnauðar sem aldrei fyrr. Ef eitthvað er þá hafði bætt í vindinn. Jói fer að rusla út úr skápnum öllu dótinu. Þvílíkt drasl. "Þetta verður ágætis jólahreingerning," segir Bella og hóstar af öllu rykinu sem þyrlast upp í látunum í Jóa. Þegar skápurinn er orðinn tómur biður Jói Halla að rétta sér skrúfjárn og kertið. Halli gerir það og er orðinn mjög spenntur. Það heyrist brak inni í skápnum. "Hvað er að gerast núna?" spyr Halli verulega forvitinn. Það umlar eitthvað í Jóa. Eftir pínu stund hendir hann einhverri timburplötu fram á gólf og minnstu munar að þetta lendi á stóru tánni á henni Bellu. "Ertu að verða alveg galinn?" argar Bella til Jóa inn í skápinn. En hann er svo spenntur að hann lætur þetta sem vind um eyru þjóta. Eftir um 5 mínútur kallar Jói hátt og skýrt innan úr skápnum "Halli - Bella nú skuluð þið sko koma og takið með ykkur eldspíturnar."Þetta láta þau ekki segja sér tvisvar og drífa sig inn í skápinn. Loksins eru þau öll búin að troða sér í gegnum þetta litla gat sem Jói hafði gert innan á skápinn. "Réttu mér eldspíturnar Bella," hvíslar Jói ofurlágt. "Afhverju ertu að hvísla?" spyr Halli. Jói yppir öxlum og veit það í rauninni ekki sjálfur. Nú er hann búinn að kveikja á kertastubbnum sem þau höfðu haft með sér. Við það birtir örlítið á loftinu. Þau skima í kringum sig. "Þarna er stór 5 arma kertastjaki með kertum í," segir Bella og bendir á lítinn bekk sem er þarna undir súð. Jói fer og kveikir á þeim. Við það verður mjög bjart þarna inni. Það er nú ekki beint hlýtt á loftinu. Þakið er lítið einangrað og úti gnauðar norðanáttin. Á loftinu er margt að sjá og þau horfa hissa í kringum sig. Sérstaklega Jói sem á heima þarna og hafði ekki neina vitneskju um þetta loft. "Jæja finnum þessa kistu," segir Halli. "Hérna er einhver kista og hún er þung," segir Jói. Þau opna kistuna sem er ólæst. Það er fullt af ryki á lokinu og ofan á dótinu sem er efst. Greinilegt er að ekki hafði verið snert á þessu lengi. Þarna er margt að sjá. Mikið af gömlu dásamlega fallegu skrauti: bréfaskraut í loft, litlir fuglar til að setja á tré, kúlur í mörgum litum, fallegar myndir og styttur. Og þannig mætti lengi telja. Þessi kista er hreinn og beinn fjársjóður fyrir jólapúka. "Hérna er þessi upptrekkti jólasveinn sem við áttum að finna," hrópar Bella upp yfir sig og er greinilega spennt. Þegar Bella hefur blásið af honum rykið trekkir hún hann upp og hann spilar ljómandi fallegt jólalag. Þau bíða spennt eftir því að eitthvað gerist. Jólasveinnin spilaði bara lagið sitt á enda, stóð sperrtur með sitt bros og ekkert gerðist. "Hvað! Af hverju segir hann ekkert?" spyr Jói sem vill láta hlutina ganga vel og hratt fyrir sig. "Kannski þarf hann ekkert að segja, það getur verið eitthvað annað," segir Halli frekar spekingslega. Halli var varla búinn að sleppa orðunum þegar upptrekkti jólasveinninn gerði sig líklegan til þess að byrja að syngja aftur. En nú kom ekki söngur heldur lágt endurtekið tal. "Setjist öll á rauða sófann þarna," segir röddin. "Komiði, þið munið að við áttum að hlýða öllu til þess að allt geti gengið upp í sambandi við þetta verkefni sem huldumaðurinn lagði fyrir okkur. Þau laga kistuna, taka jólasveininn með sér, kertin og kertasjaka, setjast svo á sófann og viti menn um leið og þau hafa komið sér fyrir í sófanum byrjar hann að lyftast og snúast í hringi. "Ég heyri jólasöngva, heyrið þið sönginn?" spyr Halli. Jói og Bella eru með samanbitnar varir og segja ekki orð vegna hræðslu. Innan stundar eru þau steinsofnuð, og sófinn hverfur í reykskýi. Þau dreymir fallega drauma þar sem fullt af litlum jólaálfum tekur á móti þeim. Fagnandi jólaálfarnir segja að þeir séu glaðir með að þau ætli að bjarga málunum. Það er haldin veisla fyrir þau í þakklætisskyni. Söngur, dans og mikið af mat. Þau dansa við jólaálfana og hlusta á fallega jólasöngva. Það sungja allir með. Allir eru svo glaðir. Allt er svo yndislega gott. Þarna er mjög jólalegt og þeim finnst einmitt að svona eigi jólin að vera þar sem allir eru góðir. Í lok veislunnar syngur stór og mikill kór "Heims um ból" fallega og kröftuglega. Bella situr með tárin í augunum og Jói réttir henni klút til að þurrka sér.....en allt í einu er draumurinn búinn. Þau vakna upp og eru enn í sófanum. Hann er á fleygiferð og það er ískalt. "Við erum að fara að lenda," segir Jói. Og áður en þau vita af lendir sófinn mjúklega í snjóskafli. Veðrið er fallegt, smá logndrífa og afskaplega jólalegt. "Mér er kalt," segir Bella og tennurnar í henni glamra. Þau skima í kringum sig. Í fjarska sjá þau eitthvað nálgast. "Þetta er einhverskonar farartæki," segir Jói. "Mér sýnist þetta vera sleði," segir Halli og reynir að rýna betur út í logndrífuna. Eftir stutta stund sjá þau að farartækið er sleði og á honum fimm litlir jólaálfar. Þeir stökkva af sleðanum, heilsa krökkunum og bjóða þau velkomin. Þeir lýsa ánægju sinni með að þau skuli sjá sér fært að koma. Einn jólaálfurinn kemur með hlýjar úlpur handa þeim. Eftir stutta stund er öllum orðið hlýtt og þau komin upp á sleðann hjá jólaálfunum. Þau eru lögð af stað eitthvert inn í jólalandið, eða hvert sem þau voru nú komin. Á leiðinni sjá þau fjöll og dali og mikinn snjó. Þegar líður á ferðina sjá þau lítil sæt hús með fallegum ljósum. Þau sjá ekki betur en að einhverjir séu að bauka eitthvað fyrir utan húsin og þar í kring. Þau eru mjög hissa á þessu og ræða það sín á milli en komast ekkert lengra með þær pælingar. Nú er sleðinn að hægja á sér og upp á hól sjá þau ofsalega stórt og fallegt hús með garði og ábyggilega hundrað gluggum. Í kringum húsið er mikið af jólaálfum og allir að vinna við einhver verkefni; laga til, smíða, bera böggla og kassa. "Vááá finnst ykkur þetta ekki fallegt og stórfenglegt?" segir Bella og brosir sínu breiðasta. "Júhúú," segja strákarnir báðir alveg agndofa yfir þessu. Nú er sleðinn kominn heim á hlað og nemur staðar fyrir framan stórar tröppur fyrir miðju húsinu. Tröppurnar eru allar útskornar og fallega skreyttar með greinum. Þeim er hjálpað af sleðanum og boðið inn. Þegar þau ganga upp tröppurnar strjúka þau handriðið. Þeim þykir það svo fallegt. Ekki minnkar nú hrifningin þegar inn er komið. Þar er allt svo jólalegt og fullt af dóti sem jólaálfarnir hafa smíðað. Allir eru glaðir og syngjandi og allt saman skreytt í hólf og gólf. Þarna ríkir svo sannarlega hinn sanni jólaandi. "En hvað eigum við að gera hér?" spyr Jói; "við kunnum ekki neitt sem þau kunna ekki." Þá segir Bella ákveðin; "Hættið þessu nöldri og verið bara viðbúnir eins og okkur var uppálagt í byrjun." Nú er þeim boðið inn í stórt og mikið herbergi. Inni í því er mikið af undarlegu og fallegu jóladóti. Þarna eru margir skápar. Jói kíkir inn í einn þeirra. Í honum eru ósköpin öll af fötum. Jói hvíslar einhverju að Halla. "Jólasveinaföt" hrópar Halli. "Usss ég er ekki viss," segir Jói og seggur fingur á munn sér. Bella lítur á strákana með fyrirlitningarsvip og hálf skammaðist sín fyrir lætin í þeim. Þau ganga áfram innar í herbergið. Þar er rúm og fyrir framan það er stóll. Á honum liggja föt. Á litlu borði við rúmið er kveikt á kerti. Allt í einu heyra þau rödd sem segir "Jæja eruð þið loksins komin skinnin mín. Mikið eruð þið dugleg að leggja þetta allt saman á ykkur." Þau hrökkva aðeins við. "Leggja hvað á okkur?" spyr Halli; "og hver ert þú?" Þau bíða spennt eftir að fá að sjá framan í manninn sem er að tala. "Komiði hérna nær rúminu," segir hann. Þau færa sig nær og sjá þá að í rúminu er gamall maður með mikið hvítt skegg og skalla. Hann býður þau aftur velkomin og spyr hvort þau séu með upptrekkta jólasveininn. "Hér er hann," segir Bella og lætur hann á rúmið til hans. "Þessari stundu er ég búinn að bíða lengi eftir," segir gamli maðurinn. Hann trekkir jólasveininn upp og hlustar á hann með tárin í augunum. Þegar síðustu tónarnir deyja út stekkur maðurinn á fætur og opnar einn af mörgum skápum í herberginu. Tekur þar út þessi fínu jólasveinaföt og klælðir sig í þau. Svipurinn á krökkunum er hreint ótrúlegur þegar þau sjá manninn í rúminu breytast í alvöru jólasvein. "Nú er ég til í að fara til mannabyggða og vera góður við börnin og færa þeim gjafir," segir jólasveinninn. Síðan segir hann þeim alla söguna af því þegar hann fyrir mörgum árum fór um jól til mannabyggða og týndi þessum upptrekkta jólasveini. Þegar hann kom heim var honum skipað að fara upp í rúm og hann mátti ekki fara í jólasveinaföt og ekki gera neitt þar til að upptrekkti sveinninn væri fundinn. "Ég ákvað svo að reyna að hafa samband við ykkur af því að ykkur leiddist út af fríinu í skólanum og veðrið var svo leiðinlegt. Líka af því að sveinninn var lokaður upp á loftinu hjá Jóa. Eina leiðin til þess að hafa samband við ykkur var að svæfa ykkur og láta ykkur svo dreyma sama drauminn. Það tókst og með þessu góðverki ykkar hafið þið gefið mörgum möguleika á að eiga gleðileg jól." Með þessum orðum leggur hann hendur yfir axlir krakkanna og brosir. Við þetta hrökkva krakkarnir upp og eru þá í hrúgu í herberginu hjá Jóa. "Vá vitiði hvað mig dreymdi?" sagði Jói. " Eða þá mig?" sagði Halli. "Ég veit að það sem ykkur dreymdi er ekki nærri því eins spennandi og það sem mig dreymdi, en ég segji ykkur það seinna. Nú verðum við að fara heim Halli, klukkan er orðin margt og veðrinu hefur líka slotað," sagði Bella og brosti. Höfundur: Júlíus júlíussonAf jólavef Júlla
Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól