Ó Grýla, Ómar Ragnarsson 1. nóvember 2014 00:01 Grýla heitir grettin mær, Í gömlum helli býr, hún unir sér í sveitinni við sínar ær og kýr. Hún þekkir ekki glaum og glys né götulífsins spé og næstum eins og nunna er, þótt níuhundruð ára sé. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Hún sinnir engu öðru nema elda nótt og dag, og hirðir þar um hyski sitt með hreinum myndarbrag. Af alls kyns mat og öðru slíku eldar hún þar fjöll. Ó Grýla, ó Grýla, Ó Grýla í gamla hellinum. Já matseldin hjá Grýlu greyi er geysimikið streð. Hún hrærir deig, og stórri sleggju slær hún buffið með. Með járnkarli hún bryður bein og brýtur þau í mél og hrærir skyr í stórri og sterkri steypuhrærivél. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Hún Grýla er mikill mathákur og myndi undra þig. Með matarskóflu mokar alltaf matnum upp í sig. Og ef hún greiðir á sér hárið, er það mesta basl, því það er reitt og rifið eins og ryðgað víradrasl. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Og hjá þeim Grýlu og Leppalúða ei linnir kífinu, þótt hann Grýlu elski alveg út úr lífinu. Hann eltir hana eins og flón, þótt ekki sé hún fríð. Í sæluvímu sama lagið syngur alla tíð: Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla, ég elska bara þig. Fleiri jólalög hér Jólalög Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól
Grýla heitir grettin mær, Í gömlum helli býr, hún unir sér í sveitinni við sínar ær og kýr. Hún þekkir ekki glaum og glys né götulífsins spé og næstum eins og nunna er, þótt níuhundruð ára sé. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Hún sinnir engu öðru nema elda nótt og dag, og hirðir þar um hyski sitt með hreinum myndarbrag. Af alls kyns mat og öðru slíku eldar hún þar fjöll. Ó Grýla, ó Grýla, Ó Grýla í gamla hellinum. Já matseldin hjá Grýlu greyi er geysimikið streð. Hún hrærir deig, og stórri sleggju slær hún buffið með. Með járnkarli hún bryður bein og brýtur þau í mél og hrærir skyr í stórri og sterkri steypuhrærivél. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Hún Grýla er mikill mathákur og myndi undra þig. Með matarskóflu mokar alltaf matnum upp í sig. Og ef hún greiðir á sér hárið, er það mesta basl, því það er reitt og rifið eins og ryðgað víradrasl. Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum. Og hjá þeim Grýlu og Leppalúða ei linnir kífinu, þótt hann Grýlu elski alveg út úr lífinu. Hann eltir hana eins og flón, þótt ekki sé hún fríð. Í sæluvímu sama lagið syngur alla tíð: Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla, ég elska bara þig. Fleiri jólalög hér
Jólalög Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Umferð um kirkjugarðana Jólin Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Tvíburar sérstaklega velkomnir Jól Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól