Mengunarhöft Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 12:00 Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar“ var fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Skoðanakönnun okkar sýnir að 56 prósent landsmanna eru sátt við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á mánudag. Á móti kemur að 41 prósent er ósátt við leiðréttinguna. Miðað við að aðeins einn þriðji hluti þjóðarinnar, eða um 28 prósent, hafði rétt á að nýta sér leiðréttinguna og að hún hefur alla tíð verið umdeild mætti halda að sú niðurstaða að rúmlega helmingur hennar sé sáttur sé ásættanleg. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur verið gagnrýnd, bæði í aðdraganda hennar og einnig nú eftir að niðurstöður liggja fyrir. Sú gagnrýni á rétt á sér. Um er að ræða sértæka aðgerð, þrátt fyrir fullyrðingar um annað, sem nær aðeins til fólks sem var með verðtryggð húsnæðislán á ákveðnum tíma. Þó nær hún ekki til þeirra innan þess hóps sem hafa þegið aðrar niðurfellingaraðgerðir. Og þar af auki nær hún eðli málsins samkvæmt ekki til þeirra sem skulda ekki húsnæðislán. Eftir standa 235 þúsund manns. Sérfræðingar sem rýnt hafa í afleiðingar aðgerðarinnar hafa bent á að þær muni valda verðbólgu en ríkisstjórnin lætur sig það engu skipta. Það er einnig ósanngjarnt að láta suma fá en aðra ekki, byggt á rökum um forsendubrest, sem ekki eiga lengur við. Ekkert af þessu breytir því hins vegar að um þetta var kosið. Framsóknarflokkurinn lofaði skýjaborgum og uppskar eins og hann sáði. Hvort endanleg útfærsla á efndum þessa loforðs sé þess efnis að hún fullnægi kröfum kjósenda flokksins mun koma í ljós í næstu kosningum. Einhverjir hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir að leyfa þessu að gerast. Í því efni verður að líta til þess að líklegast hefur grundvöllur þess að Framsókn myndaði ríkisstjórn með hvaða flokki sem er verið sá að leiðréttingin yrði að veruleika. Framsókn hefði sett það að skilyrði í hvers kyns stjórnarsamstarfi og nær öruggt að allir stjórnmálaflokkar hefðu stokkið á tækifærið hefði það gefist. Hvað svo sem mönnum finnst um leiðréttinguna er ljóst að af henni er orðið. Því verður ekki breytt úr þessu. Eitt umhugsunarefni stendur þó eftir sem rétt er að hafa áhyggjur af. Ríkisstjórnin hefur sagt það eitt mikilvægasta verkefni sitt að vinna að afnámi fjármagnshafta. Þau bjagi eignaverð og dragi úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því nýverið á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins að höftin hefðu ekki ósvipuð áhrif á íslenskt efnahagslíf og brennisteinsmengun vegna eldgossins hefur til lengri tíma á búfénað, ræktarlönd og veðurfar. Bjarni sagðist sannfærður um að markverður árangur við afnám haftanna næðist á næstu mánuðum. Ein af afleiðingum afnáms haftanna verður hins vegar einhver útgáfa af gengisóstöðugleika eða hruni krónunnar. Slíkt er verðbólguvaldur sem myndi óhjákvæmilega éta mjög hratt upp ávinninginn af nýgefinni leiðréttingu. Það verður bæði sárt og erfitt fyrir þá stjórnmálamenn sem staðið hafa að fjáraustri í skuldaleiðréttingu að horfa stuttu seinna upp á ávinninginn hverfa samstundis í verðbólguskoti. Því er hætt við að hvati þeirra til að afnema gjaldeyrishöftin hratt minnki töluvert eftir þessa aðgerð. Ljóst er að fjármálaráðherra þarf að standa í lappirnar við verkið. Efnahagslífið hefur ekki efni á því að vera brennisteinsmengað lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun
Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar“ var fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Skoðanakönnun okkar sýnir að 56 prósent landsmanna eru sátt við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á mánudag. Á móti kemur að 41 prósent er ósátt við leiðréttinguna. Miðað við að aðeins einn þriðji hluti þjóðarinnar, eða um 28 prósent, hafði rétt á að nýta sér leiðréttinguna og að hún hefur alla tíð verið umdeild mætti halda að sú niðurstaða að rúmlega helmingur hennar sé sáttur sé ásættanleg. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur verið gagnrýnd, bæði í aðdraganda hennar og einnig nú eftir að niðurstöður liggja fyrir. Sú gagnrýni á rétt á sér. Um er að ræða sértæka aðgerð, þrátt fyrir fullyrðingar um annað, sem nær aðeins til fólks sem var með verðtryggð húsnæðislán á ákveðnum tíma. Þó nær hún ekki til þeirra innan þess hóps sem hafa þegið aðrar niðurfellingaraðgerðir. Og þar af auki nær hún eðli málsins samkvæmt ekki til þeirra sem skulda ekki húsnæðislán. Eftir standa 235 þúsund manns. Sérfræðingar sem rýnt hafa í afleiðingar aðgerðarinnar hafa bent á að þær muni valda verðbólgu en ríkisstjórnin lætur sig það engu skipta. Það er einnig ósanngjarnt að láta suma fá en aðra ekki, byggt á rökum um forsendubrest, sem ekki eiga lengur við. Ekkert af þessu breytir því hins vegar að um þetta var kosið. Framsóknarflokkurinn lofaði skýjaborgum og uppskar eins og hann sáði. Hvort endanleg útfærsla á efndum þessa loforðs sé þess efnis að hún fullnægi kröfum kjósenda flokksins mun koma í ljós í næstu kosningum. Einhverjir hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir að leyfa þessu að gerast. Í því efni verður að líta til þess að líklegast hefur grundvöllur þess að Framsókn myndaði ríkisstjórn með hvaða flokki sem er verið sá að leiðréttingin yrði að veruleika. Framsókn hefði sett það að skilyrði í hvers kyns stjórnarsamstarfi og nær öruggt að allir stjórnmálaflokkar hefðu stokkið á tækifærið hefði það gefist. Hvað svo sem mönnum finnst um leiðréttinguna er ljóst að af henni er orðið. Því verður ekki breytt úr þessu. Eitt umhugsunarefni stendur þó eftir sem rétt er að hafa áhyggjur af. Ríkisstjórnin hefur sagt það eitt mikilvægasta verkefni sitt að vinna að afnámi fjármagnshafta. Þau bjagi eignaverð og dragi úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því nýverið á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins að höftin hefðu ekki ósvipuð áhrif á íslenskt efnahagslíf og brennisteinsmengun vegna eldgossins hefur til lengri tíma á búfénað, ræktarlönd og veðurfar. Bjarni sagðist sannfærður um að markverður árangur við afnám haftanna næðist á næstu mánuðum. Ein af afleiðingum afnáms haftanna verður hins vegar einhver útgáfa af gengisóstöðugleika eða hruni krónunnar. Slíkt er verðbólguvaldur sem myndi óhjákvæmilega éta mjög hratt upp ávinninginn af nýgefinni leiðréttingu. Það verður bæði sárt og erfitt fyrir þá stjórnmálamenn sem staðið hafa að fjáraustri í skuldaleiðréttingu að horfa stuttu seinna upp á ávinninginn hverfa samstundis í verðbólguskoti. Því er hætt við að hvati þeirra til að afnema gjaldeyrishöftin hratt minnki töluvert eftir þessa aðgerð. Ljóst er að fjármálaráðherra þarf að standa í lappirnar við verkið. Efnahagslífið hefur ekki efni á því að vera brennisteinsmengað lengur.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun