Býr til karlmannlegri hreindýrajólaóróa Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:30 Jóhannes handsaumar borðana í óróann sjálfur. Vísir/Valli „Mig langaði svolítið að gera mótsvar við dönsku jólaóróunum. Það eru alltaf englar, jólatré eða snjókarlar,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður sem er búinn að hanna íslenskan jólaóróa. Óróinn er hannaður undir heiti NOX skartgripalínunnar. „Ég kem frá Hornafirði og þar er mikið af hreindýrum og ég elst upp við að sjá þau og þaðan kemur innblásturinn fyrir óróann. Hugmyndin kom fyrir tveimur árum og ég byrjaði að teikna hann í janúar í fyrra,“ segir hann, en á óróanum, sem er úr gull- eða silfurhúðuðu sinki, er hreindýr.NOX jólaóróinnVisirÓróinn hangir í svörtum silkiborða, framan á honum stendur „Gleðileg jól“ á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska, en Jóhannes saumar borðana sjálfur. „Ég er búinn að sitja sveittur við saumavélina á milli þess sem ég parketlegg hérna heima hjá mér,“ segir hann. Óróana segir hann höfða til allra, en hann hefur tekið eftir því að yngri kynslóðin er hrifin af óróunum og þá sérstaklega strákarnir. „Á honum er hreindýr sem kannski höfðar meira til karlmannanna, en þeir eru yfirleitt ekki að eltast við jólaóróana. Fólki finnst þetta ferskara og er hrifið af því að safna einhverju sem amma og mamma myndu kannski ekki safna. Ég vildi líka hafa borðann svartan, ekki rauðan eða grænan eins og oft er,“ segir hann. Óróinn kemur í svartri, silkiklæddri öskju og í henni fylgir saga tengd óróanum og stefnir Jóhannes að því að gera nýjan óróa fyrir hvert ár. Jólafréttir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
„Mig langaði svolítið að gera mótsvar við dönsku jólaóróunum. Það eru alltaf englar, jólatré eða snjókarlar,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður sem er búinn að hanna íslenskan jólaóróa. Óróinn er hannaður undir heiti NOX skartgripalínunnar. „Ég kem frá Hornafirði og þar er mikið af hreindýrum og ég elst upp við að sjá þau og þaðan kemur innblásturinn fyrir óróann. Hugmyndin kom fyrir tveimur árum og ég byrjaði að teikna hann í janúar í fyrra,“ segir hann, en á óróanum, sem er úr gull- eða silfurhúðuðu sinki, er hreindýr.NOX jólaóróinnVisirÓróinn hangir í svörtum silkiborða, framan á honum stendur „Gleðileg jól“ á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska, en Jóhannes saumar borðana sjálfur. „Ég er búinn að sitja sveittur við saumavélina á milli þess sem ég parketlegg hérna heima hjá mér,“ segir hann. Óróana segir hann höfða til allra, en hann hefur tekið eftir því að yngri kynslóðin er hrifin af óróunum og þá sérstaklega strákarnir. „Á honum er hreindýr sem kannski höfðar meira til karlmannanna, en þeir eru yfirleitt ekki að eltast við jólaóróana. Fólki finnst þetta ferskara og er hrifið af því að safna einhverju sem amma og mamma myndu kannski ekki safna. Ég vildi líka hafa borðann svartan, ekki rauðan eða grænan eins og oft er,“ segir hann. Óróinn kemur í svartri, silkiklæddri öskju og í henni fylgir saga tengd óróanum og stefnir Jóhannes að því að gera nýjan óróa fyrir hvert ár.
Jólafréttir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira