Glæpsamlegur lestur með djassstemningu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:00 Lesið verður upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar lesa úr sínum verkum. vísir/Getty Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira