Sími sími Berglind Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Líf mitt fer að mestu leyti fram á internetinu. Ég er á internetinu allan daginn að vinna og fræðast, grínast, skoða, njósna, hlæja og ranghvolfa augunum. Þegar það er hægt að gera eitthvað á netinu sem er líka hægt að gera í raunheimum, þá gerir maður það á netinu. Panta pítsu, bóka tíma, kaupa hluti, tala við þjónustufulltrúa og svo framvegis. Helst á netinu í símanum svo maður geti verið að horfa á þátt í tölvunni á meðan og haft leikinn í gangi í sjónvarpinu. Og krakkarnir slaka á í iPadinum. Kínversku netfíklarnir sem RÚV sýndi heimildarmynd um í liðinni viku eiga ekki séns í mig. Ég hef þó átt einn griðastað þangað sem angar internetsins teygja sig bara ekki og ég get notið hins ævaforna og gamaldags símafrelsis. Þar sem ég get verið frjáls og næstum allsber. Sund. Heimsmynd mín hrundi því um daginn þegar bera fór á selfies af sundlaugarbökkum hér í borg á internetinu mínu. Ég skil einfaldlega ekki hvernig fólk getur tekið símann með sér í sund eða blá lón. Eruð þið með aðra höndina uppúr allan tímann? Leggiði símann frá ykkur? Á bakkann? Það er líka blautt þar nefnilega. Hvar er síminn á meðan þið eruð í sturtu? Hvernig farið þið að þessu? OG TIL HVERS? Ég vann yfirvinnu öll kvöld í heilan mánuð til að geta keypt mér símann minn og ég tek einfaldlega ekki sénsinn á að hann endi líf sitt í húðflögugröf í heitapotti. Ég þurrka heldur ekki á mér hárið með hárblásara meðan einhver er í baði við hliðina á mér. Þetta eru bara prinsipp. Og fólk sem tekur símann með sér á klósettið? Óttist þið ekki hið augljósa? Ég heimsótti skemmtistaðasalerni nýlega og eini lausi básinn var með drukknaðan Samsung Galaxy ofan í klósettvatninu. Eigandinn var horfinn að dansa vonleysið af sér. Ég hafði ekki taugar í að pissa á hann. Það gæti verið kveikt á myndavélinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Líf mitt fer að mestu leyti fram á internetinu. Ég er á internetinu allan daginn að vinna og fræðast, grínast, skoða, njósna, hlæja og ranghvolfa augunum. Þegar það er hægt að gera eitthvað á netinu sem er líka hægt að gera í raunheimum, þá gerir maður það á netinu. Panta pítsu, bóka tíma, kaupa hluti, tala við þjónustufulltrúa og svo framvegis. Helst á netinu í símanum svo maður geti verið að horfa á þátt í tölvunni á meðan og haft leikinn í gangi í sjónvarpinu. Og krakkarnir slaka á í iPadinum. Kínversku netfíklarnir sem RÚV sýndi heimildarmynd um í liðinni viku eiga ekki séns í mig. Ég hef þó átt einn griðastað þangað sem angar internetsins teygja sig bara ekki og ég get notið hins ævaforna og gamaldags símafrelsis. Þar sem ég get verið frjáls og næstum allsber. Sund. Heimsmynd mín hrundi því um daginn þegar bera fór á selfies af sundlaugarbökkum hér í borg á internetinu mínu. Ég skil einfaldlega ekki hvernig fólk getur tekið símann með sér í sund eða blá lón. Eruð þið með aðra höndina uppúr allan tímann? Leggiði símann frá ykkur? Á bakkann? Það er líka blautt þar nefnilega. Hvar er síminn á meðan þið eruð í sturtu? Hvernig farið þið að þessu? OG TIL HVERS? Ég vann yfirvinnu öll kvöld í heilan mánuð til að geta keypt mér símann minn og ég tek einfaldlega ekki sénsinn á að hann endi líf sitt í húðflögugröf í heitapotti. Ég þurrka heldur ekki á mér hárið með hárblásara meðan einhver er í baði við hliðina á mér. Þetta eru bara prinsipp. Og fólk sem tekur símann með sér á klósettið? Óttist þið ekki hið augljósa? Ég heimsótti skemmtistaðasalerni nýlega og eini lausi básinn var með drukknaðan Samsung Galaxy ofan í klósettvatninu. Eigandinn var horfinn að dansa vonleysið af sér. Ég hafði ekki taugar í að pissa á hann. Það gæti verið kveikt á myndavélinni.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun