Teiknar jólakort og vinnur þau í tölvunni Elín Albertsdóttir skrifar 15. desember 2014 10:15 Berglind Ingólfsdóttir teiknar sérlega falleg jólakort. Mynd/Ernir Berglind Ingólfsdóttir teiknar fallegar jólamyndir og býr til eigin jólakort. Hún hefur handgert jólakort til margra ára handa vinum og ættingjum þeim til mikillar gleði. Það er alltaf sérstök stemning á aðfangadag þegar jólakortin eru lesin. Þá er allur hamagangurinn búinn, búið að borða jólamatinn, ganga frá í eldhúsinu og opna pakkana. Þá er notalegt að fá sér eftirrétt og lesa kortin,“ segir listakonan Berglind. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að búa til jólakort. Hins vegar hef ég aldrei áður gert þau í svona miklu magni. Á meðan ég var í skóla eyddi ég miklum tíma í að dunda við jólakortagerð. Á fyrstu jólakortin sem ég gerði teiknaði ég mynd í hvert og eitt kort. Engir tveir fengu eins jólakort. Sumar vinkonur mínar söfnuðu kortunum. Á meðan ég var í Myndlistarskólanum á Akureyri fór ég að þróa aðeins öðru vísi kort,“ segir Berglind, sem er grafískur hönnuður. Núna nýtir hún sér þá kunnáttu við kortagerðina.“ Berglind útskrifaðist árið 2006 og starfar nú á auglýsingastofu.Berglind gerði fjórar myndir á jólakortin en hún segist hafa hugmyndir að fleiri gerðum.„Ég teikna fyrst myndina með blýanti, fer síðan með penna í útlínurnar og skanna hana inn í tölvuna. Myndirnar eru síðan litaðar í tölvunni,“ útskýrir hún. Berglind segist hafa gert fjórar teikningar núna en er með fjölmargar aðrar hugmyndir í kollinum, eins og hún segir. Ég hef fengið svo góð viðbrögð þannig að nú býð ég kortin til sölu á Facebook-síðunni minni, beggaing. Á síðunni er Berglind einnig með kerti og fallegar innrammaðar teikningar. Það er sonur hennar á þriðja ári sem er fyrirsæta á kortunum. „Ég verð á jólamarkaðnum við Elliðaár fyrstu helgina í aðventu með kortin. Þetta er í fyrsta skipti sem ég framleiði kort og þetta er mjög skemmtilegt. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að teikna. Ég er mikið jólabarn og er dugleg að skreyta fyrir jólin og gera fínt. Ég hef verið að vinna jólaauglýsingar og fleira tengt jólum í vinnunni auk þess að gera eigin kort og fór því frekar snemma í jólaskapið þetta árið. Mér finnst þetta skemmtilegur tími. Ég reyni alltaf að kaupa eitthvað nýtt jólaskraut fyrir hver jól.“ Jólafréttir Mest lesið Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Svona gerirðu graflax Jól Sósan má ekki klikka Jól Smekklegt jólaskraut hjá Gullu Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól
Berglind Ingólfsdóttir teiknar fallegar jólamyndir og býr til eigin jólakort. Hún hefur handgert jólakort til margra ára handa vinum og ættingjum þeim til mikillar gleði. Það er alltaf sérstök stemning á aðfangadag þegar jólakortin eru lesin. Þá er allur hamagangurinn búinn, búið að borða jólamatinn, ganga frá í eldhúsinu og opna pakkana. Þá er notalegt að fá sér eftirrétt og lesa kortin,“ segir listakonan Berglind. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að búa til jólakort. Hins vegar hef ég aldrei áður gert þau í svona miklu magni. Á meðan ég var í skóla eyddi ég miklum tíma í að dunda við jólakortagerð. Á fyrstu jólakortin sem ég gerði teiknaði ég mynd í hvert og eitt kort. Engir tveir fengu eins jólakort. Sumar vinkonur mínar söfnuðu kortunum. Á meðan ég var í Myndlistarskólanum á Akureyri fór ég að þróa aðeins öðru vísi kort,“ segir Berglind, sem er grafískur hönnuður. Núna nýtir hún sér þá kunnáttu við kortagerðina.“ Berglind útskrifaðist árið 2006 og starfar nú á auglýsingastofu.Berglind gerði fjórar myndir á jólakortin en hún segist hafa hugmyndir að fleiri gerðum.„Ég teikna fyrst myndina með blýanti, fer síðan með penna í útlínurnar og skanna hana inn í tölvuna. Myndirnar eru síðan litaðar í tölvunni,“ útskýrir hún. Berglind segist hafa gert fjórar teikningar núna en er með fjölmargar aðrar hugmyndir í kollinum, eins og hún segir. Ég hef fengið svo góð viðbrögð þannig að nú býð ég kortin til sölu á Facebook-síðunni minni, beggaing. Á síðunni er Berglind einnig með kerti og fallegar innrammaðar teikningar. Það er sonur hennar á þriðja ári sem er fyrirsæta á kortunum. „Ég verð á jólamarkaðnum við Elliðaár fyrstu helgina í aðventu með kortin. Þetta er í fyrsta skipti sem ég framleiði kort og þetta er mjög skemmtilegt. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að teikna. Ég er mikið jólabarn og er dugleg að skreyta fyrir jólin og gera fínt. Ég hef verið að vinna jólaauglýsingar og fleira tengt jólum í vinnunni auk þess að gera eigin kort og fór því frekar snemma í jólaskapið þetta árið. Mér finnst þetta skemmtilegur tími. Ég reyni alltaf að kaupa eitthvað nýtt jólaskraut fyrir hver jól.“
Jólafréttir Mest lesið Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Svona gerirðu graflax Jól Sósan má ekki klikka Jól Smekklegt jólaskraut hjá Gullu Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól