Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Elín Albertsdóttir skrifar 6. desember 2014 10:00 Stórstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson segir að það hafi tekið sig langan tíma að verða jólabarn. „Ég átti mín barnajól með öllum þeim æsingi og spenningi sem því fylgir. Svo tók við langt mótþróaskeið af því ég fílaði ekki kröfuna um jólaskapið. Mér fannst það gjörsamlega óraunhæft að öll þjóðin ætti að vera í sama skapinu klukkan sex, 24. desember. Þetta er ómannleg krafa sem tekur ekkert tillit til þess að fólk gæti verið á misjöfnum stað í lífinu. Þegar ég var um þrítugt fór ég fyrst að athuga möguleikann á því hvort ég gæti ekki búið til mín eigin jól, mína eigin siði. Ég byrjaði að tileinka mér allt það sem ég fílaði við jólin og lét annað liggja milli hluta. Ég fíla pælinguna um hátíð ljóss og friðar. Ég elska það hvað við erum dugleg að skreyta húsin okkar með ljósum, bæði úti og inni. Við náum að skapa sömu töfrana og náttúran skapar 21. júní á sumarsólstöðum. Þegar ég tek svo góðan bíltúr að næturlagi og skoða og pæli í öllum upplýstu húsunum og görðunum, þá vaknar jólabarnið í mér.“Lestu margar bækur um jólin? „Ég les alveg sláandi lítið af bókum, vegna þess að ég fæddist með yndislegan athyglisbrest sem lýsir sér þannig að ég les kannski tvær blaðsíður í bók og sofna svo. Ég kemst aldrei lengra. Bækur eru í raun of róandi fyrir mig. Pottþétt svefnlyf án þess að taka pillur. Ég horfi þeim mun meira á bíómyndir og sjónvarpsþætti og hef alltaf gert. En ég má alls ekki hlusta á tónlist eða horfa á tónleikaupptökur uppi í rúmi. Þá fer allt í gang inni í mér, athyglin í yfirvinnu og ég sofna ekki baun.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Ég er enn að klára að lesa jólabókina síðan í fyrra, „Bara börn“ eftir Patti Smith. Athyglisbresturinn, manstu? Ég er að lesa hana á hnefanum af því hún er svo fallega skrifuð og gefandi lesning. Patti Smith er ljóngáfaður indíánahöfðingi. Skemmtilegustu og mögnuðustu bækur sem ég hef lesið er til dæmis allt sem Auður Haralds hefur skrifað og svo elska ég líka smásagnasafn Cookie Mueller, sem var besta vinkona Johns Waters. Cookie er grenjandi fyndin í orðsins fyllstu, því hún kann þá viðkvæmu list að segja frá skelfilegustu atburðum lífs síns og láta mann liggja í gólfinu af hlátri á meðan.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég er nákvæmlega ekkert búinn að spá í jólabækurnar í ár en ég yrði bara hoppandi glaður yfir að fá eitthvað gott nördalegt Blu-ray-dót úr Nexus í jólagjöf. Best væri þó að fá vini mína í heimsókn og drekka kaffi og borða Nóakonfekt. Langbesta jólagjöfin – alltaf.“ Jólafréttir Mest lesið DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Rúsínukökur Jólin Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Nótur fyrir píanó Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Lystaukandi forréttir Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól
Stórstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson segir að það hafi tekið sig langan tíma að verða jólabarn. „Ég átti mín barnajól með öllum þeim æsingi og spenningi sem því fylgir. Svo tók við langt mótþróaskeið af því ég fílaði ekki kröfuna um jólaskapið. Mér fannst það gjörsamlega óraunhæft að öll þjóðin ætti að vera í sama skapinu klukkan sex, 24. desember. Þetta er ómannleg krafa sem tekur ekkert tillit til þess að fólk gæti verið á misjöfnum stað í lífinu. Þegar ég var um þrítugt fór ég fyrst að athuga möguleikann á því hvort ég gæti ekki búið til mín eigin jól, mína eigin siði. Ég byrjaði að tileinka mér allt það sem ég fílaði við jólin og lét annað liggja milli hluta. Ég fíla pælinguna um hátíð ljóss og friðar. Ég elska það hvað við erum dugleg að skreyta húsin okkar með ljósum, bæði úti og inni. Við náum að skapa sömu töfrana og náttúran skapar 21. júní á sumarsólstöðum. Þegar ég tek svo góðan bíltúr að næturlagi og skoða og pæli í öllum upplýstu húsunum og görðunum, þá vaknar jólabarnið í mér.“Lestu margar bækur um jólin? „Ég les alveg sláandi lítið af bókum, vegna þess að ég fæddist með yndislegan athyglisbrest sem lýsir sér þannig að ég les kannski tvær blaðsíður í bók og sofna svo. Ég kemst aldrei lengra. Bækur eru í raun of róandi fyrir mig. Pottþétt svefnlyf án þess að taka pillur. Ég horfi þeim mun meira á bíómyndir og sjónvarpsþætti og hef alltaf gert. En ég má alls ekki hlusta á tónlist eða horfa á tónleikaupptökur uppi í rúmi. Þá fer allt í gang inni í mér, athyglin í yfirvinnu og ég sofna ekki baun.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Ég er enn að klára að lesa jólabókina síðan í fyrra, „Bara börn“ eftir Patti Smith. Athyglisbresturinn, manstu? Ég er að lesa hana á hnefanum af því hún er svo fallega skrifuð og gefandi lesning. Patti Smith er ljóngáfaður indíánahöfðingi. Skemmtilegustu og mögnuðustu bækur sem ég hef lesið er til dæmis allt sem Auður Haralds hefur skrifað og svo elska ég líka smásagnasafn Cookie Mueller, sem var besta vinkona Johns Waters. Cookie er grenjandi fyndin í orðsins fyllstu, því hún kann þá viðkvæmu list að segja frá skelfilegustu atburðum lífs síns og láta mann liggja í gólfinu af hlátri á meðan.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég er nákvæmlega ekkert búinn að spá í jólabækurnar í ár en ég yrði bara hoppandi glaður yfir að fá eitthvað gott nördalegt Blu-ray-dót úr Nexus í jólagjöf. Best væri þó að fá vini mína í heimsókn og drekka kaffi og borða Nóakonfekt. Langbesta jólagjöfin – alltaf.“
Jólafréttir Mest lesið DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Rúsínukökur Jólin Eltist ekki við tísku í skreytingum Jól Nótur fyrir píanó Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Lystaukandi forréttir Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól