Guðrún gerir líka alltaf nokkrar tegundir af konfekti, mismunandi frá ári til árs. „Mér finnst skemmtilegast að prófa eitthvað nýtt þótt það séu alltaf líka einhverjar „gamlar" tegundir sem lauma sér með."

Hún gefur hér uppskrift að einni af uppáhaldskökum sínum, graskersköku með rjómaostakremi og saltkaramellusósu.
Graskerskaka
290 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
2 tsk. kanill
¾ tsk. allrahanda
¼ tsk. engifer
¼ tsk. múskat
¼ tsk. negull
2 tsk. vanillusykur
½ tsk. salt
425 g maukað grasker (fæst tilbúið í dósum)
190 g súrmjólk (við stofuhita)
250 g sykur
170 g smjör (við stofuhita)
3 stór egg (við stofuhita)
100 g hakkaðar pecan-hnetur (ef vill)
Aðferð:
Kveikja á ofninum, 160°C. Finna til það form sem skal notað og smyrja það (1 hringform með gati í miðjunni eða 2x17cm form).
Sigta saman í skál hveiti, lyftiduft, matarsóda, kanil, allrahanda, múskat, negul, engifer, vanillusykur og salt.
Blandið saman í annarri skál súrmjólk og graskersmauki.
Þeytið saman sykur og smjör þar til létt og ljóst, bætið næst eggjum út í og þeytið vel.
Bætið svo hveitiblöndu og súrmjólkurblöndu til skiptis út í og hrærið þar til allt er blandað saman en þó ekki lengi.
Séu pecan-hneturnar notaðar er þeim bætt í alveg í lokin.
Bakist í um það bil 60 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út ef stungið er nálægt miðju.
Kælið vel áður en kremið er sett á (ef það á við).

200 g rjómaostur
60 g smjör
1-2 tsk. vanillusykur
500 g flórsykur
smá rjómi (ef til vill)
Aðferð:
Þeytið rjómaostinn þar til hann er „mjúkur". Bætið þá smjöri og vanillusykri út í og þeytið saman. Næst er flórsykrinum bætt smám saman út í. Að lokum er hægt að bæta smá rjóma út í til að fá léttara krem.
Saltkaramellusósa
230 g sykur
70 ml vatn
250 ml rjómi
2 tsk. vanillusykur
80 g smjör
½-1 tsk. gróft salt (má líka nota fínt)
Aðferð:
Hellið sykri og vatni saman í pott og hitið á millihita þar til sykurinn er uppleystur (hrærið í á meðan).
Hækkið á hæsta hita og látið sjóða þar til blandan hefur fengið fallegan karamellulit (EKKI hræra á meðan) og takið svo pottinn af hellunni um leið og það er komið.
Bætið rjómanum út í (getur bubblað upp, farið varlega), svo smjöri og vanillusykri. Loks er það saltið. Ég myl það fínt (en samt grófara en fínt) og smakka mig áfram. Ef þið viljið ekki finna smáar saltagnir í sósunni en viljið samt nota grófa saltið er betra að setja saltið þegar hún er enn heit (áður en rjóminn og rest fer út í) eða bara gera þetta auðvelt og nota fínt salt. Ef þykkri sósa óskast þá er magnið af rjóma minnkað.
Framreiðsla:
Hér gerir hver og einn eins og honum hentar, til dæmis er hægt að smyrja kreminu á kalda kökuna og dreifa saltkaramellusósunni yfir eða bera kökuna fram „nakta“ með kremi og sósu í skálum. Í þetta sinn bakaði ég tvo botna (17 cm) sem ég klauf í tvennt, smurði kremi á milli og dreifði sósu yfir kremið (þá verða tvær kökur eða ein há ef allir botnar eru lagðir saman). Smurði kökuna upp með kremi, hjúpaði svo með sykurmassa og skreytti.