Ég trúi því innst inni að ég sé góð fyrirmynd Rikka skrifar 28. nóvember 2014 09:00 Þórunn Ívarsdóttir visir/ernir Svokölluð lífsstílsblogg hafa tröllriðið netheimum undanfarin ár og virðist ekkert lát vera á vinsældum þeirra. Flest eiga þau það sameiginlegt að gefa lesendum góð og hvetjandi ráð um tísku, förðun, heilsu og mataræði. Þórunn Ívarsdóttir heldur úti einu langlífasta og vinsælasta lífsstílsblogginu um þessar mundir. Bloggi sem eitt sinn var bara hugarfóstur en er í dag orðin aðalatvinna hennar.Persónulegur stílisti Chicago Þórunn er fædd og uppalin í Kópavoginum en fluttist síðar búferlum í Garðabæinn þar sem hún útskrifaðist af textíl- og fatahönnunarbraut í Fjölbrautaskólanum þar í bæ. „Ég hef alltaf verið í einhverju hönnunartengdu frá að ég man eftir mér og eftir námið í Fjölbrautaskóla Garðabæjar ákvað ég að fara í frekara nám erlendis í fatahönnun,“ segir Þórunn. Leið okkar konu lá svo til hinnar sólríku Kaliforníu, nánar tiltekið Los Angeles, en þar útskrifaðist hún sem fatahönnuður úr Fashion Institute of Design and Merchandising sumarið 2012. Meðfram náminu stofnuðu Þórunn og Anna Vala, frænka hennar, lífsstílsblogg sem blogg Þórunnar byggir á í dag. „Ég stofnaði bloggið ásamt frænku minni sem var sömuleiðis í námi við skólann úti. Það var upphaflega tól til þess að segja fólkinu heima frá því sem við vorum að gera. Á þeim tíma var ég í skemmtilegum „internship“ hjá fyrirtæki sem hannar skartgripalínur fyrir Kim Kardashian og Nicole Ritchie. Íslenskum stelpum fannst gaman að fylgjast með og sagði ég oft frá vinnuvikunni minni og verkefnum. Fljótlega fór ég að fá fyrirspurnir um hitt og þetta. Það var þá sem að ég áttaði mig á því að þetta væri vettvangur fyrir mig til að deila hinum ýmsu ráðum og sniðugum hugmyndum.“ Anna Vala flutti heim til Íslands snemma árs 2012 en þá voru þær frænkur nýbúnar að setja síðuna á laggirnar og ákvað Þórunn að halda áfram að blogga. „Ég var að bíða eftir atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og var nýútskrifuð. Á þessum tíma var ég komin með þó nokkur atvinnutilboð og þar á meðal var staða aðstoðarhönnuðar hjá Forever 21. Þar sem ég var frá Íslandi voru ýmis atriði tengd atvinnuleyfinu sem flæktu ráðningar mínar þar þannig að ég hætti við að taka því starfi en tók starfi hjá Nasty Gal sem er stærsti „online retailer“ í heimi,“ segir Þórunn. Á meðan á dvöl hennar stóð í Bandaríkjunum var hún á sífelldu flakki enda margt og mikið sem þarf að upplifa og sjá á sem stystum tíma. Hún kom meðal annars við í Chicago en þar fékk Þórunn tækifæri sem hún gat ekki hafnað. „Mér bauðst vinna sem persónulegur stílisti á flottustu verslunargötu Chicago, Michigan Avenue. Ég ákvað að taka því starfi en var þó komin með hugann heim þó svo að ég hafi ekki verið búin að ákveða hvenær ég myndi láta af því verða að flytja aftur til Íslands,“ segir Þórunn og brosir leyndardómsfull.Örlögin tóku í taumana Jólin 2012 kom Þórunn heim til Íslands í frí og ætlaði sér að dvelja í mánuð en örlögin tóku í taumana og stuttu síðar var hún flutt heim fyrir fullt og allt. „Ég kynntist Harry fyrst árið 2010 í gegnum sameiginlegan vin. Ég hafði týnt bíllyklunum mínum og á þessum tíma var hann að vinna hjá Toyota. Hann reddaði mér lyklum af bílnum og það var þá sem eitthvað gerðist. Ég var reyndar í námi úti í Los Angeles á þessum tíma en ég vissi alltaf innst inni að ég myndi enda með Harry. Það var því auðveld ákvörðun að flytja aftur heim þegar við hittumst aftur tveimur árum síðar,“ segir Þórunn og brosir geislandi. Þórunn og Harry búa í fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu í Grafarvoginum en þau eiga sér veraldlegan draum um hið fullkomna framtíðarheimili. „Langstærsti veraldlegi draumur minn er að eiga hvítt háreist hús á Laufásveginum með frönskum gluggum og fiskibeinaparketi. Þar sé ég fyrir mér að stofna litla fjölskyldu með Harry og Cosmo, hundinum okkar,“ segir Þórunn dreymin og miðað við drifkraftinn í okkar konu eru meiri líkur en minni á að þessi draumur hennar rætist.Þórunn fékk fljótlega áhuga á tískuvisir/úr einkaeiguDagbók um eigið líf Mikið hefur verið rætt um neikvæðar staðalímyndir kvenna í þjóðfélaginu á síðustu misserum og hafa margir sem fjalla um lífsstíl á verið settir undir sama hatt. Þórunn fékk nasaþefinn af þeirri gagnrýni og sá sig knúna til þess að svara því á blogginu sínu. „Ég trúi því innst inni að ég sé góð fyrirmynd fyrir mína lesendur og geri mér fullkomna grein fyrir því að síðuna mína lesa bæði ungar stelpur og fullorðnar konur. Ég kem hreint og beint fram og sýni allar mínar hliðar. Ætlun mín með síðunni er að hún sé staður þar sem þú kemst í burtu frá amstri dagsins, getur skoðað fallegar myndir og lesið stutta og hnitmiðaða texta um allt það nýjasta í tískunni, ræktinni og snyrtivöruheiminum,“ segir Þórunn og bætir við að bloggið sé eins konar dagbók um hennar eigið líf og persónulegt tól til þess að koma hugmyndum og hugsunum í farveg. Sífellt fleiri bætast í lesendahóp Þórunnar og eru þeir orðnir mörg þúsund, lesendurnir sem koma við á síðunni vikulega. „Lesendur reka mig áfram og minna mig alveg á ef það hefur ekki komið færsla og ég veit að sumir bíða spenntir við tölvuskjáinn,“ segir hún. Það er greinilega pressa á Þórunni að finna sífellt upp á einhverju nýju til að svala þorsta lesenda en kemur það aldrei fyrir að hún fái hreinlega ritstíflu? „Það gerist ótrúlega sjaldan að mig vanti hugmyndir en ef ég er alveg hugmyndasnauð hef ég það fyrir reglu að fara bara að gera eitthvað annað. Bloggfærslur verða aldrei góðar ef maður reynir að kreista þær út, góðar færslur koma náttúrulega og um hluti sem vekja áhuga minn,“ segir Þórunn og er sjálfsagt farið að klæja í puttana að skrifa næstu færslu enda af nægu að taka á þessum árstíma. Meðfram því að halda úti einu vinsælasta lífsstílsbloggi landsins vinnur Þórunn í hlutastarfi í fataversluninni Vilu auk þess sem að hún stundar nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Það er því borðleggjandi að það er fátt sem stöðvar þennan farsæla lífsstílsbloggara. Lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Svokölluð lífsstílsblogg hafa tröllriðið netheimum undanfarin ár og virðist ekkert lát vera á vinsældum þeirra. Flest eiga þau það sameiginlegt að gefa lesendum góð og hvetjandi ráð um tísku, förðun, heilsu og mataræði. Þórunn Ívarsdóttir heldur úti einu langlífasta og vinsælasta lífsstílsblogginu um þessar mundir. Bloggi sem eitt sinn var bara hugarfóstur en er í dag orðin aðalatvinna hennar.Persónulegur stílisti Chicago Þórunn er fædd og uppalin í Kópavoginum en fluttist síðar búferlum í Garðabæinn þar sem hún útskrifaðist af textíl- og fatahönnunarbraut í Fjölbrautaskólanum þar í bæ. „Ég hef alltaf verið í einhverju hönnunartengdu frá að ég man eftir mér og eftir námið í Fjölbrautaskóla Garðabæjar ákvað ég að fara í frekara nám erlendis í fatahönnun,“ segir Þórunn. Leið okkar konu lá svo til hinnar sólríku Kaliforníu, nánar tiltekið Los Angeles, en þar útskrifaðist hún sem fatahönnuður úr Fashion Institute of Design and Merchandising sumarið 2012. Meðfram náminu stofnuðu Þórunn og Anna Vala, frænka hennar, lífsstílsblogg sem blogg Þórunnar byggir á í dag. „Ég stofnaði bloggið ásamt frænku minni sem var sömuleiðis í námi við skólann úti. Það var upphaflega tól til þess að segja fólkinu heima frá því sem við vorum að gera. Á þeim tíma var ég í skemmtilegum „internship“ hjá fyrirtæki sem hannar skartgripalínur fyrir Kim Kardashian og Nicole Ritchie. Íslenskum stelpum fannst gaman að fylgjast með og sagði ég oft frá vinnuvikunni minni og verkefnum. Fljótlega fór ég að fá fyrirspurnir um hitt og þetta. Það var þá sem að ég áttaði mig á því að þetta væri vettvangur fyrir mig til að deila hinum ýmsu ráðum og sniðugum hugmyndum.“ Anna Vala flutti heim til Íslands snemma árs 2012 en þá voru þær frænkur nýbúnar að setja síðuna á laggirnar og ákvað Þórunn að halda áfram að blogga. „Ég var að bíða eftir atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og var nýútskrifuð. Á þessum tíma var ég komin með þó nokkur atvinnutilboð og þar á meðal var staða aðstoðarhönnuðar hjá Forever 21. Þar sem ég var frá Íslandi voru ýmis atriði tengd atvinnuleyfinu sem flæktu ráðningar mínar þar þannig að ég hætti við að taka því starfi en tók starfi hjá Nasty Gal sem er stærsti „online retailer“ í heimi,“ segir Þórunn. Á meðan á dvöl hennar stóð í Bandaríkjunum var hún á sífelldu flakki enda margt og mikið sem þarf að upplifa og sjá á sem stystum tíma. Hún kom meðal annars við í Chicago en þar fékk Þórunn tækifæri sem hún gat ekki hafnað. „Mér bauðst vinna sem persónulegur stílisti á flottustu verslunargötu Chicago, Michigan Avenue. Ég ákvað að taka því starfi en var þó komin með hugann heim þó svo að ég hafi ekki verið búin að ákveða hvenær ég myndi láta af því verða að flytja aftur til Íslands,“ segir Þórunn og brosir leyndardómsfull.Örlögin tóku í taumana Jólin 2012 kom Þórunn heim til Íslands í frí og ætlaði sér að dvelja í mánuð en örlögin tóku í taumana og stuttu síðar var hún flutt heim fyrir fullt og allt. „Ég kynntist Harry fyrst árið 2010 í gegnum sameiginlegan vin. Ég hafði týnt bíllyklunum mínum og á þessum tíma var hann að vinna hjá Toyota. Hann reddaði mér lyklum af bílnum og það var þá sem eitthvað gerðist. Ég var reyndar í námi úti í Los Angeles á þessum tíma en ég vissi alltaf innst inni að ég myndi enda með Harry. Það var því auðveld ákvörðun að flytja aftur heim þegar við hittumst aftur tveimur árum síðar,“ segir Þórunn og brosir geislandi. Þórunn og Harry búa í fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu í Grafarvoginum en þau eiga sér veraldlegan draum um hið fullkomna framtíðarheimili. „Langstærsti veraldlegi draumur minn er að eiga hvítt háreist hús á Laufásveginum með frönskum gluggum og fiskibeinaparketi. Þar sé ég fyrir mér að stofna litla fjölskyldu með Harry og Cosmo, hundinum okkar,“ segir Þórunn dreymin og miðað við drifkraftinn í okkar konu eru meiri líkur en minni á að þessi draumur hennar rætist.Þórunn fékk fljótlega áhuga á tískuvisir/úr einkaeiguDagbók um eigið líf Mikið hefur verið rætt um neikvæðar staðalímyndir kvenna í þjóðfélaginu á síðustu misserum og hafa margir sem fjalla um lífsstíl á verið settir undir sama hatt. Þórunn fékk nasaþefinn af þeirri gagnrýni og sá sig knúna til þess að svara því á blogginu sínu. „Ég trúi því innst inni að ég sé góð fyrirmynd fyrir mína lesendur og geri mér fullkomna grein fyrir því að síðuna mína lesa bæði ungar stelpur og fullorðnar konur. Ég kem hreint og beint fram og sýni allar mínar hliðar. Ætlun mín með síðunni er að hún sé staður þar sem þú kemst í burtu frá amstri dagsins, getur skoðað fallegar myndir og lesið stutta og hnitmiðaða texta um allt það nýjasta í tískunni, ræktinni og snyrtivöruheiminum,“ segir Þórunn og bætir við að bloggið sé eins konar dagbók um hennar eigið líf og persónulegt tól til þess að koma hugmyndum og hugsunum í farveg. Sífellt fleiri bætast í lesendahóp Þórunnar og eru þeir orðnir mörg þúsund, lesendurnir sem koma við á síðunni vikulega. „Lesendur reka mig áfram og minna mig alveg á ef það hefur ekki komið færsla og ég veit að sumir bíða spenntir við tölvuskjáinn,“ segir hún. Það er greinilega pressa á Þórunni að finna sífellt upp á einhverju nýju til að svala þorsta lesenda en kemur það aldrei fyrir að hún fái hreinlega ritstíflu? „Það gerist ótrúlega sjaldan að mig vanti hugmyndir en ef ég er alveg hugmyndasnauð hef ég það fyrir reglu að fara bara að gera eitthvað annað. Bloggfærslur verða aldrei góðar ef maður reynir að kreista þær út, góðar færslur koma náttúrulega og um hluti sem vekja áhuga minn,“ segir Þórunn og er sjálfsagt farið að klæja í puttana að skrifa næstu færslu enda af nægu að taka á þessum árstíma. Meðfram því að halda úti einu vinsælasta lífsstílsbloggi landsins vinnur Þórunn í hlutastarfi í fataversluninni Vilu auk þess sem að hún stundar nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Það er því borðleggjandi að það er fátt sem stöðvar þennan farsæla lífsstílsbloggara.
Lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira