Ný ofurhljómsveit sækir í sig veðrið Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Tungl er sækadelískt kántrírokk af gamla skólanum. mynd/saga sig „Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira