Spila á 38 hljóðfæri Freyr Bjarnason skrifar 1. desember 2014 09:30 Tónleikarnir Tubular Bells fyrir tvo verða haldnir í Háskólabíói 21. janúar. Þar spila Ástralarnir Aidan Roberts og Daniel Holdsworth lög af frægri plötu Mikes Oldfield, Tubular Bells, og verða aðeins tveir á sviðinu. Hljóðfærin verða aftur á móti 38 talsins. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 40 ára afmælis plötunnar, sem var í fyrra. „Það er svolítið spennandi að sjá hvort þeir nái næsta hljóðfæri. Það er hluti af þessu,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Eins og þeir segja: „Ein plata, allt of mörg hljóðfæri“. Þetta er sýning í leiðinni.“ Tubular Bells kom út árið 1973 og er fyrsta plata enska tónlistarmannsins Mikes Oldfield. Platan sat á breska vinsældalistanum í 279 vikur samfleytt og er sú fyrsta sem Virgin Records, fyrirtæki auðjöfursins Richards Branson, gaf út. „Mike Oldfield var átján ára þegar hann ætlaði að selja þessa hugmynd um að gefa út þessa plötu og spila á öll hljóðfærin sjálfur. Enginn leit við honum þangað til ungur strákur á svipuðum aldri ákvað að taka verkefnið að sér. Þessi plata lagði grunninn að veldi Bransons því hún seldist svo rosalega,“ segir Guðbjartur. Roberts og Holdsworth hafa hlotið mikið lof fyrir tónleika sína úti um allan heim. Þeir eru á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin og munu ljúka ferðalaginu hér á landi. Miðasala hefst næstkomandi fimmtudag á Midi.is. Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónleikarnir Tubular Bells fyrir tvo verða haldnir í Háskólabíói 21. janúar. Þar spila Ástralarnir Aidan Roberts og Daniel Holdsworth lög af frægri plötu Mikes Oldfield, Tubular Bells, og verða aðeins tveir á sviðinu. Hljóðfærin verða aftur á móti 38 talsins. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 40 ára afmælis plötunnar, sem var í fyrra. „Það er svolítið spennandi að sjá hvort þeir nái næsta hljóðfæri. Það er hluti af þessu,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Eins og þeir segja: „Ein plata, allt of mörg hljóðfæri“. Þetta er sýning í leiðinni.“ Tubular Bells kom út árið 1973 og er fyrsta plata enska tónlistarmannsins Mikes Oldfield. Platan sat á breska vinsældalistanum í 279 vikur samfleytt og er sú fyrsta sem Virgin Records, fyrirtæki auðjöfursins Richards Branson, gaf út. „Mike Oldfield var átján ára þegar hann ætlaði að selja þessa hugmynd um að gefa út þessa plötu og spila á öll hljóðfærin sjálfur. Enginn leit við honum þangað til ungur strákur á svipuðum aldri ákvað að taka verkefnið að sér. Þessi plata lagði grunninn að veldi Bransons því hún seldist svo rosalega,“ segir Guðbjartur. Roberts og Holdsworth hafa hlotið mikið lof fyrir tónleika sína úti um allan heim. Þeir eru á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin og munu ljúka ferðalaginu hér á landi. Miðasala hefst næstkomandi fimmtudag á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“