Þrjátíu ára Söruhefð Sólveig Gísladóttir skrifar 2. desember 2014 10:00 Soffía Jakobsdóttir ásamt dætrum sínum, Sólveigu og Margréti Pétursdætrum. Mynd/Valli Soffía Jakobsdóttir leikkona hefur í yfir þrjá áratugi bakað Sörur fyrir jólin ásamt dætrum sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Bakaðar eru þrjár þrefaldar uppskriftir en veðrið skiptir miklu máli við baksturinn. "Vinkona mín og ástríðukokkurinn Ástríður Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mjög dugleg að finna eitthvað nýtt og spennandi að elda og baka, sérstaklega fyrir jólin. Ein jólin, undir 1980, fann hún uppskrift að Sörum í sænsku blaði. Þessar kökur fékk ég að smakka í jólaboði hjá henni, en ég held að þetta hafi verið fyrstu Sörurnar sem bakaðar voru hér á landi,“ segir Soffía, sem heillaðist um leið af þessum sætu molum. Mikil natni er lögð í hverja Söru enda um sannkallað konfekt að ræða.Myndir/Valli „Ég horfði á kökurnar og hugsaði með mér, nú er hún algerlega búin að tapa sér,“ lýsir Soffía glettin og bætir við að Sörugerðin hafi verið enn flóknari þar sem Ástríður átti enga kvörn til að mala möndlurnar aðra en handsnúna pressu. Út frá þessu boði spratt upp Sörubaksturshefð. Fyrstu árin bakaði Soffía með Ástríði og annarri vinkonu. Síðan þá hafa myndast nokkrir hópar sem baka eftir þessari sömu uppskrift og teygir útgerðin anga sína alla leið á Akureyri. „Í dag baka ég með dætrum mínum, frænkum og fyrrverandi mágkonu,“ segir Soffía. Hver hópur hefur sinn stíl í bakstrinum en grunnurinn er þó alltaf sá sami. „Ég hef til dæmis skipt út sykursírópinu fyrir hlynsíróp, þannig verða kökurnar ekki eins sætar.“ Útgerð Í fyrstu tók Sörugerðin afar langan tíma en smám saman hafa bakararnir sjóast og þróað tímasparandi aðferðir. „Við vorum að þessu fram eftir nóttu, nú byrjum við á hádegi og baksturinn endist fram á kvöld,“ segir Soffía en yfirleitt eru bakaðar þrjár þrefaldar uppskriftir, en uppskriftin sem Soffía gefur hér var þrefölduð á sínum tíma. „Við erum að fá í kringum hundrað kökur úr hverri uppskrift.“ Soffía hefur mestu reynsluna í Sörugerðinni. „Ástríður var um tíma matselja í Borgarleikhúsinu og Iðnó. Þá bakaði hún Sörur til að selja í hléi. Það var dálítið mál að baka ofan í svona marga. Ég aðstoðaði Ástríði og bakaði Sörur annað veifið í mörg ár. Síðan ofbýður manni ekkert,“ segir hún og hlær. Veðrið skiptir máli Fylgja þarf nokkrum reglum svo Sörurnar heppnist. Miklu máli skiptir að mala möndlurnar rétt. „Í fyrsta lagi þurfa þær að vera með hýðinu, annars fer allt í vaskinn. Þá mega þær ekki vera of fínar og ekki of grófar,“ segir Soffía. Kökurnar mega ekki vera of stórar enda fremur hugsaðar sem konfektmolar. „Eggjahvíturnar þarf að þeyta svakalega vel. Svo er mikið mál að hafa kremið kalt þegar það er sett á kökurnar. Þannig storknar súkkulaðið fljótar.“ Veðrið skiptir miklu við Sörugerðina. „Við viljum helst hafa stillu og frost. Ef spáir roki og rigningu hættum við við,“ segir Soffía en kökurnar eru settar út til kælingar. Ýmislegt hefur komið upp á við Sörugerðina. „Einu sinni kom köttur og nældi sér í Sörur,“ segir Soffía sem var handleggsbrotin eitt árið og bróðir hennar kom inn í hennar stað. „Það árið var gerð Sörurúlluterta.“ Söruuppskrift stór 9 eggjahvítur stífþeyttar 6 pokar möndlur með hýði, malaðar 500 g flórsykur Möndlum og flórsykri blandað saman og eggjahvítum bætt varlega út í. Sett á bökunarpappír og bakað við 180°C þar til þær eru þurrar í gegn, um 10-15 mín. Krem 500 g smjör við stofuhita Slurkur af hlynsírópi (í upprunalegu uppskriftinni var búið til síróp með því að sjóða niður 2¼ bolla af sykri og 2¼ bolla af vatni) 9 eggjarauður 3 msk. kakó 3 msk. kaffiduft 800 g hjúpsúkkulaði dökkt Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman og sírópinu hellt í mjórri bunu út í. Mjúku smjörinu, kaffi og kakói bætt út í. Kremið skal kæla vel áður en það er sett á kökurnar þannig að það myndi dálitla þúst. Kreminu er dýft í hæfilega heitt súkkulaðið þannig að það storkni fljótt á köldu kreminu. Gott er að hafa góðar svalir eða pall til að kæla kökurnar. Jólamatur Sörur Smákökur Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Soffía Jakobsdóttir leikkona hefur í yfir þrjá áratugi bakað Sörur fyrir jólin ásamt dætrum sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Bakaðar eru þrjár þrefaldar uppskriftir en veðrið skiptir miklu máli við baksturinn. "Vinkona mín og ástríðukokkurinn Ástríður Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mjög dugleg að finna eitthvað nýtt og spennandi að elda og baka, sérstaklega fyrir jólin. Ein jólin, undir 1980, fann hún uppskrift að Sörum í sænsku blaði. Þessar kökur fékk ég að smakka í jólaboði hjá henni, en ég held að þetta hafi verið fyrstu Sörurnar sem bakaðar voru hér á landi,“ segir Soffía, sem heillaðist um leið af þessum sætu molum. Mikil natni er lögð í hverja Söru enda um sannkallað konfekt að ræða.Myndir/Valli „Ég horfði á kökurnar og hugsaði með mér, nú er hún algerlega búin að tapa sér,“ lýsir Soffía glettin og bætir við að Sörugerðin hafi verið enn flóknari þar sem Ástríður átti enga kvörn til að mala möndlurnar aðra en handsnúna pressu. Út frá þessu boði spratt upp Sörubaksturshefð. Fyrstu árin bakaði Soffía með Ástríði og annarri vinkonu. Síðan þá hafa myndast nokkrir hópar sem baka eftir þessari sömu uppskrift og teygir útgerðin anga sína alla leið á Akureyri. „Í dag baka ég með dætrum mínum, frænkum og fyrrverandi mágkonu,“ segir Soffía. Hver hópur hefur sinn stíl í bakstrinum en grunnurinn er þó alltaf sá sami. „Ég hef til dæmis skipt út sykursírópinu fyrir hlynsíróp, þannig verða kökurnar ekki eins sætar.“ Útgerð Í fyrstu tók Sörugerðin afar langan tíma en smám saman hafa bakararnir sjóast og þróað tímasparandi aðferðir. „Við vorum að þessu fram eftir nóttu, nú byrjum við á hádegi og baksturinn endist fram á kvöld,“ segir Soffía en yfirleitt eru bakaðar þrjár þrefaldar uppskriftir, en uppskriftin sem Soffía gefur hér var þrefölduð á sínum tíma. „Við erum að fá í kringum hundrað kökur úr hverri uppskrift.“ Soffía hefur mestu reynsluna í Sörugerðinni. „Ástríður var um tíma matselja í Borgarleikhúsinu og Iðnó. Þá bakaði hún Sörur til að selja í hléi. Það var dálítið mál að baka ofan í svona marga. Ég aðstoðaði Ástríði og bakaði Sörur annað veifið í mörg ár. Síðan ofbýður manni ekkert,“ segir hún og hlær. Veðrið skiptir máli Fylgja þarf nokkrum reglum svo Sörurnar heppnist. Miklu máli skiptir að mala möndlurnar rétt. „Í fyrsta lagi þurfa þær að vera með hýðinu, annars fer allt í vaskinn. Þá mega þær ekki vera of fínar og ekki of grófar,“ segir Soffía. Kökurnar mega ekki vera of stórar enda fremur hugsaðar sem konfektmolar. „Eggjahvíturnar þarf að þeyta svakalega vel. Svo er mikið mál að hafa kremið kalt þegar það er sett á kökurnar. Þannig storknar súkkulaðið fljótar.“ Veðrið skiptir miklu við Sörugerðina. „Við viljum helst hafa stillu og frost. Ef spáir roki og rigningu hættum við við,“ segir Soffía en kökurnar eru settar út til kælingar. Ýmislegt hefur komið upp á við Sörugerðina. „Einu sinni kom köttur og nældi sér í Sörur,“ segir Soffía sem var handleggsbrotin eitt árið og bróðir hennar kom inn í hennar stað. „Það árið var gerð Sörurúlluterta.“ Söruuppskrift stór 9 eggjahvítur stífþeyttar 6 pokar möndlur með hýði, malaðar 500 g flórsykur Möndlum og flórsykri blandað saman og eggjahvítum bætt varlega út í. Sett á bökunarpappír og bakað við 180°C þar til þær eru þurrar í gegn, um 10-15 mín. Krem 500 g smjör við stofuhita Slurkur af hlynsírópi (í upprunalegu uppskriftinni var búið til síróp með því að sjóða niður 2¼ bolla af sykri og 2¼ bolla af vatni) 9 eggjarauður 3 msk. kakó 3 msk. kaffiduft 800 g hjúpsúkkulaði dökkt Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman og sírópinu hellt í mjórri bunu út í. Mjúku smjörinu, kaffi og kakói bætt út í. Kremið skal kæla vel áður en það er sett á kökurnar þannig að það myndi dálitla þúst. Kreminu er dýft í hæfilega heitt súkkulaðið þannig að það storkni fljótt á köldu kreminu. Gott er að hafa góðar svalir eða pall til að kæla kökurnar.
Jólamatur Sörur Smákökur Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira