Samfélagið sem molnar undir glansmyndinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. desember 2014 09:00 Hacker Farm búa til eigin hljóðfæri úr rusli. „Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles. Tónlist Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þeirra aðferð er að búa til mikið af sínum eigin rafrænu hljóðfærum,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur inn bresku tilraunatónlistarmennina Hacker Farm í vikunni. Þeir munu troða upp í Mengi á fimmtudagskvöld og á Paloma á laugardagskvöld. Hacker Farm koma úr bresku sveitinni en þeir nota sjaldgæf, úrelt og biluð raftæki til að búa til heimatilbúna raftónlist.Bob Cluness„Hugmyndin á bak við þetta er að efnið sem þeir nota er skemmt og úrelt. Í stórum dráttum búa þeir til brotna raftónlist úr rusli sem hefur verið hent,“ segir Bob. „Sem dæmi bjuggu þeir til lítinn gítarmagnara úr vatnskönnu, gáfu út tónlist á floppydiskum og á handgerðum Rubix-kubb, þar sem menn þurftu að leysa gátuna til að fá sérstakan niðurhalskóða.“ Bob segir þetta vera afar pólitíska hljómsveit. „Vinnuaðferðir þeirra eru metafórískar á þann hátt að í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er hugmyndin um rómantíska sveitasælu vinsæl. Hacker Farm ráðast gegn þessari hugmynd og nota tónlistina til að sýna hvernig samfélagið er í raun að molna undir þessari glansmynd. Og það sama gildir auðvitað um Ísland.“ Á tónleikunum í Mengi mun FALK meðlimurinn KRAKKBOT hita upp ásamt tilraunatónskáldinu Trouble, Þórönnu Björnsdóttur. Á Paloma mun FALK meðlimurinn AMFJ hita upp ásamt Steindóri Grétari Kristinssyni úr grúppunni Einóma og villta barninu Harry Knuckles.
Tónlist Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira