Syngur í Hörpu og fær smá jól í hjartað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 11:15 Glaðbeitt Samuel Ramey, Herdís Anna og Kristján hlakka til að syngja saman. Vísir/GVA „Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira