Þorir að brjótast út fyrir rammann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2014 13:00 Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda. Vísir/Vilhelm „Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta dansverk. Það fjallar um að þora að gera eitthvað nýtt og vera ekki alltaf í sama farinu. Þora að brjótast út fyrir rammann – eða kassann, því við sýnum í Kassanum,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, um verkið VIVID sem hún ætlar að frumsýna milli jóla og nýárs. Fimm dansarar taka þátt og voru á fyrstu sviðsæfingu í Kassanum í gær. „Þetta eru allt íslenskar stelpur, sumar hafa unnið með íslenska dansflokknum. Það reynir verulega á þær, bæði þollega og andlega,“ segir Unnur Elísabet. Hún kveðst líka fyrir tilviljun hafa kynnst frábærri rúmenskri konu sem býr í Bretlandi og er leikmynda-og búningahönnuður. „Pabbi og stjúpmamma hittu þessa konu í kvöldverði í Seli við Mývatn og fóru að spjalla við hana, í ljós kom að hún gerir búninga fyrir dansara og fer óhefðbundnar leiðir. Þau komu okkur í samband hvorri við aðra og nú er hún komin til Íslands með afar fallega búninga og leikmyndin verður eins og ævintýri. Hún ætlar að halda jólin hér ásamt manni sínum sem sér um tæknilega hlið sýningarinnar.“Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda, ICE HOT, sem er sótt af framáfólki úr dansheiminum hvaðanæva að. „Það verður gaman að segja frá verkinu og sýna klippur úr því. Ég var ein af átta sem valdir voru úr hópi rúmlega 200 umsækjenda um að kynna verk sín og því er þetta mikill heiður,“ segir hún. Dansinn hefur verið stór partur af tilveru Unnar Elísabetar frá því hún hóf nám fjögurra ára gömul. „Ég flutti fimmtán ára út til Svíþjóðar í konunglega sænska ballettskólann og útskrifaðist átján ára. Síðan hef ég verið að dansa, bæði með Íslenska dansflokknum og víðar og búa til mín eigin verkefni. Ég væri ekki að þessu ef ástin á dansinum væri ekki fyrir hendi.“ Til að fjármagna laun listafólksins sem tekur þátt í sýningunni hóf Unnur Elísabet söfnun á Karolina Fund sem lýkur 14. desember. Fyrir þá sem lagt hafa í púkkið verður sérstök hátíðastyrktarsýning 27. desember þar sem Frímann Gunnarsson verður veislustjóri. „Hann er þvílíkt að fórna sér fyrir listina, hann Frímann. Hann ætlar að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn ef eitthvert fyrirtæki er tilbúið að styrkja okkur um 500 þúsund,“ upplýsir Unnur Elísabet. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta dansverk. Það fjallar um að þora að gera eitthvað nýtt og vera ekki alltaf í sama farinu. Þora að brjótast út fyrir rammann – eða kassann, því við sýnum í Kassanum,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur, um verkið VIVID sem hún ætlar að frumsýna milli jóla og nýárs. Fimm dansarar taka þátt og voru á fyrstu sviðsæfingu í Kassanum í gær. „Þetta eru allt íslenskar stelpur, sumar hafa unnið með íslenska dansflokknum. Það reynir verulega á þær, bæði þollega og andlega,“ segir Unnur Elísabet. Hún kveðst líka fyrir tilviljun hafa kynnst frábærri rúmenskri konu sem býr í Bretlandi og er leikmynda-og búningahönnuður. „Pabbi og stjúpmamma hittu þessa konu í kvöldverði í Seli við Mývatn og fóru að spjalla við hana, í ljós kom að hún gerir búninga fyrir dansara og fer óhefðbundnar leiðir. Þau komu okkur í samband hvorri við aðra og nú er hún komin til Íslands með afar fallega búninga og leikmyndin verður eins og ævintýri. Hún ætlar að halda jólin hér ásamt manni sínum sem sér um tæknilega hlið sýningarinnar.“Unnur Elísabet er á förum til Óslóar á morgun að kynna VIVID á stærstu dansráðstefnu Norðurlanda, ICE HOT, sem er sótt af framáfólki úr dansheiminum hvaðanæva að. „Það verður gaman að segja frá verkinu og sýna klippur úr því. Ég var ein af átta sem valdir voru úr hópi rúmlega 200 umsækjenda um að kynna verk sín og því er þetta mikill heiður,“ segir hún. Dansinn hefur verið stór partur af tilveru Unnar Elísabetar frá því hún hóf nám fjögurra ára gömul. „Ég flutti fimmtán ára út til Svíþjóðar í konunglega sænska ballettskólann og útskrifaðist átján ára. Síðan hef ég verið að dansa, bæði með Íslenska dansflokknum og víðar og búa til mín eigin verkefni. Ég væri ekki að þessu ef ástin á dansinum væri ekki fyrir hendi.“ Til að fjármagna laun listafólksins sem tekur þátt í sýningunni hóf Unnur Elísabet söfnun á Karolina Fund sem lýkur 14. desember. Fyrir þá sem lagt hafa í púkkið verður sérstök hátíðastyrktarsýning 27. desember þar sem Frímann Gunnarsson verður veislustjóri. „Hann er þvílíkt að fórna sér fyrir listina, hann Frímann. Hann ætlar að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn ef eitthvert fyrirtæki er tilbúið að styrkja okkur um 500 þúsund,“ upplýsir Unnur Elísabet.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira