Framtíðarbókmenntir geta sagt meira um samtímann en raunsæisverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. desember 2014 16:00 Sif Sigmarsdóttir. „Við getum alveg gleymt því að eignast Halldór Laxness framtíðarinnar ef við pössum ekki upp á að unglingarnir okkar í dag fái bækur sem þá langar að lesa.“ Vísir/GVA Þetta er síðara bindið í Freyjusögu, sem er svona framtíðartryllir,“ segir Sif Sigmarsdóttir um bók sína Djásn sem kom út fyrir skemmstu. Ég hvái við síðara bindinu, hélt þetta yrði þríleikur, og Sif andvarpar. „Ég hafði alltaf hugsað þetta sem tvö bindi en það er ákveðin hefð fyrir því að svona bókmenntir séu þríleikir þannig að því var strax fleygt fram að svo yrði einnig um Freyjusögu. Ég reyndi að mótmæla þeirri framsetningu en svo bara hætti ég að nenna því.“ Freyjusaga er dystópía sem gerist uppi á hálendi Íslands í framtíðinni þar sem Íslendingar hafa hreiðrað um sig. „Sagan segir frá henni Freyju sem er fjórtán ára og býr í borg sem er voðalega falleg á yfirborðinu og allir hafa allt til alls en svo kemur í ljós að undir þessu fagra yfirborði reynist ekki allt jafnfagurt,“ útskýrir Sif. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin ádeila, meðal annars á neysluhyggju. Hugmyndin spratt út frá því að oft er talað um að tími sé peningar en af því leiðir að þá eru peningar tími og þegar þú ferð út í búð og kaupir þér enn annan svartan jólakjól, sem þig vantar bara ekki neitt, og afhendir seðil þá ertu í rauninni að afhenda tíma þinn. Tíma sem þú færð aldrei til baka og hefðir getað notað með fjölskyldunni eða til að stunda áhugamál eða hvað sem er. Mér finnst fólk stundum vilja gleyma þessu.“ Þótt Freyjusaga sé skilgreind sem fantasía þá er þar hvorki að finna galdra né yfirnáttúrulegar verur og Sif segist vilja halda sig við rökhyggju í sínum fantasíum. „Ég vil að allt gangi upp út frá þeim lögmálum sem ríkja í okkar eigin heimi. Ef höfundur notar töfra og slíkt þá er hann í raun að stytta sér leið; persónan dregur bara fram töfrasprotann og þá bjargast allt. Það er mun erfiðara að halda sig við þau lögmál sem eru ófrávíkjanlega í okkar raunveruleika. Ég er mjög hrifin af fantasíum og vísindaskáldsögum en ég kýs að þær segi okkur eitthvað um samtímann og ég held að framtíðarbókmenntir geti sagt meira um hann heldur en örgustu raunsæisverk.“ Bókin er flokkuð sem Young Adult-bók sem erfiðlega hefur gengið að finna viðeigandi heiti yfir á íslensku. „Það hefur verið reynt að kalla þetta ungmennabókmenntir,“ segir Sif. „En mér finnst það dálítið skrítið, minnir á Framsóknarflokkinn og ungmennafélagsandann. Þegar ég byrjaði að skrifa langaði mig alltaf til að skrifa fyrir unglinga. Þegar ég var unglingur las ég mikið og fannst ofsalega gaman að fá bækur sem gerðust í mínum reynsluheimi og þar sem aðalsöguhetjurnar voru jafnaldrar mínir og það var til skamms tíma ekkert mjög mikið til af slíkum bókum eftir íslenska höfunda. Young Adult-bókmenntagreinin er að gera ofsalega mikið fyrir unglingalestur víða um heim og mig langaði til að koma með hana hingað, sem ég vona að hafi tekist. Ég held að það auki lestur ungmenna og við verðum að muna að unglingalestur skiptir mjög miklu máli. Við eigum það til að gleyma okkur í fagurbókmenntunum þegar rætt er um íslenskar bækur en ef unglingar lesa ekki þá verður enginn til staðar í framtíðinni til að lesa þessar fagurbókmenntir, þannig að við verðum að passa upp á unglingalestur. Við getum alveg gleymt því að eignast Halldór Laxness framtíðarinnar ef við pössum ekki upp á að unglingarnir okkar í dag fái bækur sem þá langar að lesa.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þetta er síðara bindið í Freyjusögu, sem er svona framtíðartryllir,“ segir Sif Sigmarsdóttir um bók sína Djásn sem kom út fyrir skemmstu. Ég hvái við síðara bindinu, hélt þetta yrði þríleikur, og Sif andvarpar. „Ég hafði alltaf hugsað þetta sem tvö bindi en það er ákveðin hefð fyrir því að svona bókmenntir séu þríleikir þannig að því var strax fleygt fram að svo yrði einnig um Freyjusögu. Ég reyndi að mótmæla þeirri framsetningu en svo bara hætti ég að nenna því.“ Freyjusaga er dystópía sem gerist uppi á hálendi Íslands í framtíðinni þar sem Íslendingar hafa hreiðrað um sig. „Sagan segir frá henni Freyju sem er fjórtán ára og býr í borg sem er voðalega falleg á yfirborðinu og allir hafa allt til alls en svo kemur í ljós að undir þessu fagra yfirborði reynist ekki allt jafnfagurt,“ útskýrir Sif. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðin ádeila, meðal annars á neysluhyggju. Hugmyndin spratt út frá því að oft er talað um að tími sé peningar en af því leiðir að þá eru peningar tími og þegar þú ferð út í búð og kaupir þér enn annan svartan jólakjól, sem þig vantar bara ekki neitt, og afhendir seðil þá ertu í rauninni að afhenda tíma þinn. Tíma sem þú færð aldrei til baka og hefðir getað notað með fjölskyldunni eða til að stunda áhugamál eða hvað sem er. Mér finnst fólk stundum vilja gleyma þessu.“ Þótt Freyjusaga sé skilgreind sem fantasía þá er þar hvorki að finna galdra né yfirnáttúrulegar verur og Sif segist vilja halda sig við rökhyggju í sínum fantasíum. „Ég vil að allt gangi upp út frá þeim lögmálum sem ríkja í okkar eigin heimi. Ef höfundur notar töfra og slíkt þá er hann í raun að stytta sér leið; persónan dregur bara fram töfrasprotann og þá bjargast allt. Það er mun erfiðara að halda sig við þau lögmál sem eru ófrávíkjanlega í okkar raunveruleika. Ég er mjög hrifin af fantasíum og vísindaskáldsögum en ég kýs að þær segi okkur eitthvað um samtímann og ég held að framtíðarbókmenntir geti sagt meira um hann heldur en örgustu raunsæisverk.“ Bókin er flokkuð sem Young Adult-bók sem erfiðlega hefur gengið að finna viðeigandi heiti yfir á íslensku. „Það hefur verið reynt að kalla þetta ungmennabókmenntir,“ segir Sif. „En mér finnst það dálítið skrítið, minnir á Framsóknarflokkinn og ungmennafélagsandann. Þegar ég byrjaði að skrifa langaði mig alltaf til að skrifa fyrir unglinga. Þegar ég var unglingur las ég mikið og fannst ofsalega gaman að fá bækur sem gerðust í mínum reynsluheimi og þar sem aðalsöguhetjurnar voru jafnaldrar mínir og það var til skamms tíma ekkert mjög mikið til af slíkum bókum eftir íslenska höfunda. Young Adult-bókmenntagreinin er að gera ofsalega mikið fyrir unglingalestur víða um heim og mig langaði til að koma með hana hingað, sem ég vona að hafi tekist. Ég held að það auki lestur ungmenna og við verðum að muna að unglingalestur skiptir mjög miklu máli. Við eigum það til að gleyma okkur í fagurbókmenntunum þegar rætt er um íslenskar bækur en ef unglingar lesa ekki þá verður enginn til staðar í framtíðinni til að lesa þessar fagurbókmenntir, þannig að við verðum að passa upp á unglingalestur. Við getum alveg gleymt því að eignast Halldór Laxness framtíðarinnar ef við pössum ekki upp á að unglingarnir okkar í dag fái bækur sem þá langar að lesa.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp