Hugfanginn af ljósmyndatækninni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2014 14:00 Hrafnkell Sigurðsson „Ég stekk ekki bara út í móa og smelli af og myndin er komin.” Vísir/Valli Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp