Gamlar hefðir hjá Geislum Freyr Bjarnason skrifar 13. desember 2014 15:00 Hljómsveitin Geislar hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“ Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira