Færð á vegum spilltist og flug lá niðri í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2014 07:30 Fjöldi ökumanna lenti í klandri sökum ófærðar. vísir/stefán Óveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi ofankomu. Um tíma var öllum leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Nær öllu innanlandsflugi var aflýst snemma morguns en vonast er til þess að það geti hafist á ný í dag. „Það er fyrirtækjanna að meta hvort þau lendi eður ei,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, en þrjú erlend félög felldu niður flugferðir til landsins. Fólki gekk þó illa að koma sér til og frá flugvellinum þar sem Reykjanesbrautin var lokuð fram eftir degi. „Flugi til Kaupmannahafnar seinkaði mjög þar sem áhöfnin átti í erfiðleikum með að ferðast á völlinn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að öll flug félagsins hafi farið af stað en talsvert hafi verið um tafir en þó ekkert umfram það sem viðbúið er þegar færðin er slík. Færð var slæm í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og brugðu einhverjir á það ráð að skilja bíla sína eftir mannlausa eftir að hafa fest þá í fönninni. Tafði það snjómokstur talsvert. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn sinntu útköllum sem flest sneru að því að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í klandri og að aðstoða lögreglu við lokanir á vegum. Þó var eitthvað um útköll vegna fjúkandi hluta og björgunarmenn aðstoðuðu leikskólabörn í Guðríðarskóla við að komast leiðar sinnar. Veður Tengdar fréttir Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47 Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10 Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54 Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Óveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi ofankomu. Um tíma var öllum leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Nær öllu innanlandsflugi var aflýst snemma morguns en vonast er til þess að það geti hafist á ný í dag. „Það er fyrirtækjanna að meta hvort þau lendi eður ei,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, en þrjú erlend félög felldu niður flugferðir til landsins. Fólki gekk þó illa að koma sér til og frá flugvellinum þar sem Reykjanesbrautin var lokuð fram eftir degi. „Flugi til Kaupmannahafnar seinkaði mjög þar sem áhöfnin átti í erfiðleikum með að ferðast á völlinn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að öll flug félagsins hafi farið af stað en talsvert hafi verið um tafir en þó ekkert umfram það sem viðbúið er þegar færðin er slík. Færð var slæm í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og brugðu einhverjir á það ráð að skilja bíla sína eftir mannlausa eftir að hafa fest þá í fönninni. Tafði það snjómokstur talsvert. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn sinntu útköllum sem flest sneru að því að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í klandri og að aðstoða lögreglu við lokanir á vegum. Þó var eitthvað um útköll vegna fjúkandi hluta og björgunarmenn aðstoðuðu leikskólabörn í Guðríðarskóla við að komast leiðar sinnar.
Veður Tengdar fréttir Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47 Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10 Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54 Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47
Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10
Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54
Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21