Hátíðafyllerí Berglind Pétursdóttir skrifar 22. desember 2014 07:00 Er enginn annar kominn með leiða á því að jólin standa yfir í þrjá mánuði? Nú erum við búin að vera að undirbúa jólin síðan í október og allir eru löngu komnir með upp í kok af þeim. Ég tala nú ekki um blessað fólkið á auglýsingastofunum sem hefur verið með jólalegheitin á bak við vel snyrt eyrun síðan í ágúst, eða börnin í þróunarlöndunum sem byrjuðu að sníða hinar sívinsælu jólapeysur Primark undir lok sumars. Sjálf er ég byrjuð og búin að vera spennt fyrir bæði janúarútsölunum og páskunum og bíð nú full tilhlökkunar eftir að Iceland Airwaves þarnæsta árs bresti á. Ég ætla samt ekki að tala um hvað jólastress er glatað tvo Bakþanka í röð, fyrirgefiði. Þetta er að sjálfsögðu allt frábært og skemmtilegt. Og ég er þakklát fyrir öll jólalegheitin. Ég er til dæmis svo heppin að vinna á vinnustað sem gefur starfsfólki ákaflega huggulega jólagjöf og hin elskulega Gunnþórunn í mötuneytinu passar samviskusamlega upp á að það eru alltaf til mandarínur og vanilluhringir. Ég er reyndar búin að þyngjast um svona fjögur kíló síðastliðna tuttugu og tvo daga en þetta eru gleðikíló og treð ég þeim hlæjandi ofan í aðhaldssokkabuxurnar. Þetta er gott og blessað. En samt. Hér er tillaga að samfélagsjólasáttmála sem ég legg til að verði undirritaður sem fyrst: Áður en 1. desember gengur í garð er BANNAÐ að auglýsa jólin, hengja upp jólaskraut, spila jólalög, klæðast jólalegum klæðnaði, blístra jólalagsstúf, bjóða jólatilboð, vera jólalegur í fasi, baka jólasmákökur og setja myndir af þeim á Instagram, hafa jólalegt blik í auga og síðast en ekki síst er HARÐBANNAÐ að hengja upp jólagardínur í eldhúsum. Gerist þegn samfélagsins uppvís að broti á sáttmálanum skal hann vinna þrjár vaktir í verslun í verslunarmiðstöð á Þorláksmessu. Tveir dagar til jóla. Nefið á mér greindist með kvíðaröskun í gær, það finnur skötuveisluna nálgast. Gleðileg jól allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun
Er enginn annar kominn með leiða á því að jólin standa yfir í þrjá mánuði? Nú erum við búin að vera að undirbúa jólin síðan í október og allir eru löngu komnir með upp í kok af þeim. Ég tala nú ekki um blessað fólkið á auglýsingastofunum sem hefur verið með jólalegheitin á bak við vel snyrt eyrun síðan í ágúst, eða börnin í þróunarlöndunum sem byrjuðu að sníða hinar sívinsælu jólapeysur Primark undir lok sumars. Sjálf er ég byrjuð og búin að vera spennt fyrir bæði janúarútsölunum og páskunum og bíð nú full tilhlökkunar eftir að Iceland Airwaves þarnæsta árs bresti á. Ég ætla samt ekki að tala um hvað jólastress er glatað tvo Bakþanka í röð, fyrirgefiði. Þetta er að sjálfsögðu allt frábært og skemmtilegt. Og ég er þakklát fyrir öll jólalegheitin. Ég er til dæmis svo heppin að vinna á vinnustað sem gefur starfsfólki ákaflega huggulega jólagjöf og hin elskulega Gunnþórunn í mötuneytinu passar samviskusamlega upp á að það eru alltaf til mandarínur og vanilluhringir. Ég er reyndar búin að þyngjast um svona fjögur kíló síðastliðna tuttugu og tvo daga en þetta eru gleðikíló og treð ég þeim hlæjandi ofan í aðhaldssokkabuxurnar. Þetta er gott og blessað. En samt. Hér er tillaga að samfélagsjólasáttmála sem ég legg til að verði undirritaður sem fyrst: Áður en 1. desember gengur í garð er BANNAÐ að auglýsa jólin, hengja upp jólaskraut, spila jólalög, klæðast jólalegum klæðnaði, blístra jólalagsstúf, bjóða jólatilboð, vera jólalegur í fasi, baka jólasmákökur og setja myndir af þeim á Instagram, hafa jólalegt blik í auga og síðast en ekki síst er HARÐBANNAÐ að hengja upp jólagardínur í eldhúsum. Gerist þegn samfélagsins uppvís að broti á sáttmálanum skal hann vinna þrjár vaktir í verslun í verslunarmiðstöð á Þorláksmessu. Tveir dagar til jóla. Nefið á mér greindist með kvíðaröskun í gær, það finnur skötuveisluna nálgast. Gleðileg jól allir.