Kærleiksandi röflkórsins Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. desember 2014 08:00 Það gerist mjög reglulega að ég missi trú á mannkynið. Yfirleitt gerist það þegar ég les athugasemdakerfi vefmiðlanna eða stöðuuppfærslur misgáfaðra besservissera á Facebook. Ekki misskilja mig, ég elska kommentakerfin og þau geta svo sannarlega stytt manni stundir. En fólk röflar bara svo alltof mikið þar að það kemur reglulega fyrir að ég missi trú á allt og alla eftir lestur þeirra. Á öld samskiptamiðlanna hafa nefnilega allir rödd. Það er auðvitað gott en stundum er bara aðeins of mikið öskrað. Ég gæti auðvitað bara sleppt því að lesa þetta en það er skemmtilegra að pirra sig á því og gerast meðlimur röflkórsins. Svo birtir til og maður fær aftur trú á mannkynið. Og það gerðist hjá mér í vikunni. Síðustu dagar hafa verið óvenju snjóþungir í borginni og bílar verið fastir í sköflum út um allt. Samhugurinn sem myndast þegar fólk hefur fest sig í snjósköflum er nefnilega oft á tíðum ótrúlegur. Ég var vakandi eftir miðnætti eitt kvöldið í vikunni þegar ég heyrði bíl spóla í götunni hjá mér. Sem meðlimur röflkórsins ætlaði ég að reyna að leiða spólið hjá mér en samviskan leyfði það ekki þar sem ég sá fram á að hlusta á bílinn spóla þarna alla nóttina. Ég dreif mig því í úlpu og skó. Ég komst ekki einu sinni alla leið út því þegar ég opnaði hurðina voru fjórir aðrir nágrannar mættir út á náttfötunum með skóflur og bíllinn komst sína leið. Þarna var sko sannur samhugur að verki. Og þetta sá ég gerast úti um allt í vikunni, einn fastur og allir út að ýta. Þegar eitthvað bjátar á þá hættir nefnilega röflkórinn að röfla og allir hjálpast að. Fyrir jólin gerist það á hinum ýmsu vígstöðvum. Til dæmis voru fjölmargar Facebook-síður stofnaðar á síðustu vikum þar sem fólk bauðst til þess að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að halda góð jól. Fólk fór og keypti í jólamatinn fyrir bláókunnugt fólk og rétti hjálparhönd á ýmsan hátt. Þarna sýnir þjóðarsálin sínar bestu og fallegustu hliðar. Og þannig er andi jólanna. Þegar allt kemur til alls skipta gjafirnar og hvort allt sé hreint ekki máli. Heldur það að standa saman og sýna kærleik í verki. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Það gerist mjög reglulega að ég missi trú á mannkynið. Yfirleitt gerist það þegar ég les athugasemdakerfi vefmiðlanna eða stöðuuppfærslur misgáfaðra besservissera á Facebook. Ekki misskilja mig, ég elska kommentakerfin og þau geta svo sannarlega stytt manni stundir. En fólk röflar bara svo alltof mikið þar að það kemur reglulega fyrir að ég missi trú á allt og alla eftir lestur þeirra. Á öld samskiptamiðlanna hafa nefnilega allir rödd. Það er auðvitað gott en stundum er bara aðeins of mikið öskrað. Ég gæti auðvitað bara sleppt því að lesa þetta en það er skemmtilegra að pirra sig á því og gerast meðlimur röflkórsins. Svo birtir til og maður fær aftur trú á mannkynið. Og það gerðist hjá mér í vikunni. Síðustu dagar hafa verið óvenju snjóþungir í borginni og bílar verið fastir í sköflum út um allt. Samhugurinn sem myndast þegar fólk hefur fest sig í snjósköflum er nefnilega oft á tíðum ótrúlegur. Ég var vakandi eftir miðnætti eitt kvöldið í vikunni þegar ég heyrði bíl spóla í götunni hjá mér. Sem meðlimur röflkórsins ætlaði ég að reyna að leiða spólið hjá mér en samviskan leyfði það ekki þar sem ég sá fram á að hlusta á bílinn spóla þarna alla nóttina. Ég dreif mig því í úlpu og skó. Ég komst ekki einu sinni alla leið út því þegar ég opnaði hurðina voru fjórir aðrir nágrannar mættir út á náttfötunum með skóflur og bíllinn komst sína leið. Þarna var sko sannur samhugur að verki. Og þetta sá ég gerast úti um allt í vikunni, einn fastur og allir út að ýta. Þegar eitthvað bjátar á þá hættir nefnilega röflkórinn að röfla og allir hjálpast að. Fyrir jólin gerist það á hinum ýmsu vígstöðvum. Til dæmis voru fjölmargar Facebook-síður stofnaðar á síðustu vikum þar sem fólk bauðst til þess að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að halda góð jól. Fólk fór og keypti í jólamatinn fyrir bláókunnugt fólk og rétti hjálparhönd á ýmsan hátt. Þarna sýnir þjóðarsálin sínar bestu og fallegustu hliðar. Og þannig er andi jólanna. Þegar allt kemur til alls skipta gjafirnar og hvort allt sé hreint ekki máli. Heldur það að standa saman og sýna kærleik í verki. Gleðileg jól!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun