Leika Míó og JúmJúm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2014 10:30 Þeir Theodór og Ágúst Beinteinn kynntust fyrst í leikritinu Óvitunum. Nú munu þeir leika bestu vini í útvarpinu. Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“ Krakkar Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“
Krakkar Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira