Besta ár Opel í langan tíma Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 13:44 Opel Corsa er að koma af nýrri kynslóð og pantanir í bílinn streyma inn. Opel er á ágætu flugi og bætti við sig í sölu í Evrópu í fyrra þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður í álfunni, ekki síst í austurhluta hennar. Opel seldi alls 1,1 milljón bíla í Evrópu og voru sumir þeirra undir merkjum Vauxhall, en í Bretlandi bera Opel bílar merki Vauxhall. Var þetta 3% meiri sala en árið á undan og er það prósentinu hærra en vöxtur í sölu bíla í álfunni reyndist árið 2014. Markaðshlutdeild Opel óx fyrir vikið, eða um 0,1% og var 5,74% í Evrópu árið 2014. Opel jók við markaðshlutdeild sína á mörgum af lykilmörkuðum fyrirtækisins, eins og í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni. Salan í Póllandi jókst um 42%, í Írlandi um 33% og 28% í Portúgal. Annað var uppá teningnum í Rússlandi, en sala allra framleiðenda minnkaði umtalsvert þar. Rússland er mjög mikilvægur markaður fyrir Opel og því var höggið þar afar þungt. Ný kynslóð Opel Corsa verður kynnt í löndum Evrópu á næstu vikum og hafa 85.000 pantanir borist í bílinn og er eftirspurn eftir honum mjög mikil. Ekki er heldur langt í minnsta bíl Opel, Karl, sem er ný bílgerð framleiðandans og verður hann kominn í sölu í sumar. Ný Astra verður svo kynnt í lok þessa árs. Opel er í mikilli sókn og ætlar að kynna 27 nýja og endurnýja bíla til ársins 2018 og 17 nýjar vélargerðir. Stefnt er á að ná 8% markaðshlutdeild Opel í Evrópu þegar árið 2022 gengur í garð. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent
Opel er á ágætu flugi og bætti við sig í sölu í Evrópu í fyrra þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður í álfunni, ekki síst í austurhluta hennar. Opel seldi alls 1,1 milljón bíla í Evrópu og voru sumir þeirra undir merkjum Vauxhall, en í Bretlandi bera Opel bílar merki Vauxhall. Var þetta 3% meiri sala en árið á undan og er það prósentinu hærra en vöxtur í sölu bíla í álfunni reyndist árið 2014. Markaðshlutdeild Opel óx fyrir vikið, eða um 0,1% og var 5,74% í Evrópu árið 2014. Opel jók við markaðshlutdeild sína á mörgum af lykilmörkuðum fyrirtækisins, eins og í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni. Salan í Póllandi jókst um 42%, í Írlandi um 33% og 28% í Portúgal. Annað var uppá teningnum í Rússlandi, en sala allra framleiðenda minnkaði umtalsvert þar. Rússland er mjög mikilvægur markaður fyrir Opel og því var höggið þar afar þungt. Ný kynslóð Opel Corsa verður kynnt í löndum Evrópu á næstu vikum og hafa 85.000 pantanir borist í bílinn og er eftirspurn eftir honum mjög mikil. Ekki er heldur langt í minnsta bíl Opel, Karl, sem er ný bílgerð framleiðandans og verður hann kominn í sölu í sumar. Ný Astra verður svo kynnt í lok þessa árs. Opel er í mikilli sókn og ætlar að kynna 27 nýja og endurnýja bíla til ársins 2018 og 17 nýjar vélargerðir. Stefnt er á að ná 8% markaðshlutdeild Opel í Evrópu þegar árið 2022 gengur í garð.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent