Porsche Panamera Exclusive seldist upp á 48 tímum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 12:15 Viðhafnarútgáfa Porsche Panamera Exclusive skartar 570 hestafla vél. Það tók Porsche ekki langan tíma að selja upp hina rándýru viðhafnarútgáfu Porsche Panamera Exclusive og seldist hann upp á einungis 48 tímum. Það stóð því ekki í einum 100 kaupendum að tryggja sér eintak þó svo að verð bílsins sé 264.895 dollarar, eða 33 milljónir króna. Þeir hjá Porsche er líklega glaðastir yfir þessum viðbrögðum og Exclusive deild þeirra mun vafalaust bjóða fleiri svona viðhafnarútgáfur Porsche bíla á næstunni. Reyndar eru þeir nú þegar farnir að sjá eftir því að hafa ekki boðið fleiri bíla af Porsche Panamera Exclusive en 100, þar sem þeir hefðu líklega hvort sem er selst upp hratt. Bíllinn er með 570 hestafla vél, líkt og er í Porsche Panamera Turbo S. Það er bara svo margt annað góðgæti sem fylgir í Porsche Panamera Exclusive sem skýrir þann mikla verðmun sem á bílunum eru, svo sem tveggja tóna metallakk, dýrari litaðar felgur, Nappa leður í innréttingunni, tvítóna valhnetuviður og hreint ótrúlegt Burmeister hljóðkerfi sem aldrei hefur sést áður. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent
Það tók Porsche ekki langan tíma að selja upp hina rándýru viðhafnarútgáfu Porsche Panamera Exclusive og seldist hann upp á einungis 48 tímum. Það stóð því ekki í einum 100 kaupendum að tryggja sér eintak þó svo að verð bílsins sé 264.895 dollarar, eða 33 milljónir króna. Þeir hjá Porsche er líklega glaðastir yfir þessum viðbrögðum og Exclusive deild þeirra mun vafalaust bjóða fleiri svona viðhafnarútgáfur Porsche bíla á næstunni. Reyndar eru þeir nú þegar farnir að sjá eftir því að hafa ekki boðið fleiri bíla af Porsche Panamera Exclusive en 100, þar sem þeir hefðu líklega hvort sem er selst upp hratt. Bíllinn er með 570 hestafla vél, líkt og er í Porsche Panamera Turbo S. Það er bara svo margt annað góðgæti sem fylgir í Porsche Panamera Exclusive sem skýrir þann mikla verðmun sem á bílunum eru, svo sem tveggja tóna metallakk, dýrari litaðar felgur, Nappa leður í innréttingunni, tvítóna valhnetuviður og hreint ótrúlegt Burmeister hljóðkerfi sem aldrei hefur sést áður.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent