Innanrými endurskilgreint Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 14:00 Nissan Pulsar. Reynsluakstur – Nissan Pulsar Í sjálfu sér er undarlegt að hið stóra bílafyrirtæki Nissan hafi ekki boðið bíl í sama C-stærðarflokki og magnsölubílarnir Volkswagen Golf og Ford Focus í mörg ár. Svo hefur það verið síðan Nissan hætti framleiðslu Almera bílsins árið 2006 og alveg kominn tími til að tefla fram bíl sem keppt getur við áðurtalda bíla um hylli kaupenda. Nafnið Pulsar er ekki nýtt af nálinni hjá Nissan heldur er það nú að ganga í endurnýjun lífdaga, en Nissan framleiddi Pulsar frá 1978 til 2005. Leysti sá bíll af hólmi Nissan Cherry sem mörgum bílaáhugamönnum er kunnur. Nissan notaði reyndar Cherry nafnið á Pulsar bílinn á ýmsum mörkuðum, svo sem í Evrópu og breyttu því síðan í Sunny. Bæði Cherry og Sunny seldust vel hér á landi á sínum tíma og spurning hvort að Pulsar feti ekki í þeirra spor nú.Lágstemmd hönnun en mikið innanrými Nissan hefur greinilega ætlað að taka forystuna í þessum flokki bíla hvað innanrými varðar. Til dæmis er fótarými fyrir aftursætisfarþega með hreinum ólíkindum og aldrei hefur sést annað eins í bíl í þessum stærðarflokki. Það er vart minna en í Skoda Superb, sem þekktur er þó fyrir magnað fótarými afturí. Höfuðrými afturí er líka ríflegt og það fyrir fullorðna. Rými fyrir þá sem framí sitja er líka til fyrirmyndar og vel hefur tekist til að nýta sem best þá rúmmetra sem ytri skel bílsins býður uppá. Innrétting bílsins er þó fremur lágstemmd, líkt og segja má einnig um ytra útlit hans. Þar er farin varfærnisleg leið og lítil áhætta tekin. Óhætt er að segja að ekkert nýtt sjáist í línum eða hönnun bílsins, þ.e. ekkert sem ekki hefur sést í bílum Nissan fyrr. Efnisnotkunin í innréttingu Pulsar er einnig fremur lágstemmt og þar ræður plast mikið ríkjum. Í reynsluakstursbílnum var litaskali innréttingarinnar nokkuð einsleitur, eða nokkur tilbrigði frá dökkgráu yfir í kolsvart. Meiri frískleiki hefði vel verið þeginn þar og fyrir vikið er of mikil jarðarfararstemmning yfir innréttingunni. Er þetta reyndar alltof algengt í nútíma bílum og engu líkara en að framleiðendur hræðist mjög ljósari liti eða umboðin séu hrædd við að panta bíla með innréttingar í léttari litum.Ljúfur akstur og lítil eyðsla Nissan Pulsar býðst í upphafi aðeins með tveimur vélargerðum, 1,2 lítra og 115 hestafla bensínvél og 1,5 lítra og 110 hestafla dísilvél, báðar með forþjöppu. Þessar vélar tvær finnast einnig í hinum vinsæla Nissan Qashqai. Reyndur var bíll með díisilvélinni og var hann með 6 gíra beinskiptingu. Bensínbílinn má bæði fá með sjálfskiptingu og beinskiptingu en dísilbílinn aðeins með beinskiptingu. Það fannst reynsluökumanni enginn ókostur þar sem beinskipting hentar vel í ekki stærri bíl en þetta. Dísilvélin passar þessum bíl skrambi vel, er nægilega öflug þó svo hún geri bílinn ekki að neinni spyrnukerru. Hún hefur þann kost að eyða afar litlu, eða 3,6 lítrum í blönduðum akstri á meðan bensínvélin eyðir 5,0 lítrum. Beinskiptingin er með þeim ljúfari og með góðum fetlum og ágætu framsæti varð aksturinn mjög þægilegur, áreynslulaus og beinlínis skemmtilegur. Bíllinn er allur hinn ljúfasti í akstri og strax eins og ökumaður hafi átt þennan bíl lengi. Það er ekki fyrr en lagt er hressilega á bílinn sem ánægjubrosið fer aðeins af ökumanni, en hann á nokkuð í land með akstursgetu bíla eins og Golf og Focus. Útsýni um framrúðuna er afar gott og þægilegt hvað húddið er lágt og færir það ökumanni meiri tilfinningu fyrir veginum. Annað eftirtektarvert er hvað hljóðeinangrun er góð í bílnum og lítið heyrist frá vél eða vegi.Mikill staðalbúnaður Líkt og með innanrýmið ætlaði Nissan að hafa yfirhöndina á keppinautana þegar kemur að staðalbúnaði. Pulsar er afar vel búinn bíll. USB- og Bluetooth tengi eru staðalbúnaður, sem og lykillaust aðgengi, skriðstillir, hitastýrð miðstöð, LED ljós, leðurklætt aðgerðarstýri, bakkmyndavél, viðvörunarkerfi um loftþrýsting í dekkjum og margt fleiri sem of langt mál er að telja upp. Á þessu sviði vinnur Pulsar alla samkeppnisbíla sína. Nissan Pulsar á margan skæðan keppinautinn, til dæmis í formi Volkswagen Golf, Ford Focus, Toyota Auris, Hyundai i30 og Kia cee´d. Nissan Pulsar má fá frá 3.550.000 kr. en reynsluakstursbíllinn með dísilvél kostar 3.650.000 kr. VW Golf má fá frá 3.370.000, Ford Focus frá 3.490.000, Toyota Auris frá 3.310.000, Hyundai i30 frá 2.940.000 og Kia cee´d frá 3.240.777. Hafa verður þó í huga að þessir bílar eru ekki með eins miklum staðalbúnaði, mun minna innanrými og flestir með aflminni vélum.Kostir: Mikið innanrými, ljúfur í akstri, hljóðláturÓkostir: Lágstemmt ytra útlit og innrétting 1,5 l. dísilvél, 110 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 94 g/km CO2 Hröðun: 11,5 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð: 3.650.000 kr. Umboð: BLLágstemmd en skilvirk innrétting, en staðalbúnaður er mjög ríflegur.Bíllinn er ræstur með ræsihnappi og nóg að vera með lykilinn í vasanum. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Reynsluakstur – Nissan Pulsar Í sjálfu sér er undarlegt að hið stóra bílafyrirtæki Nissan hafi ekki boðið bíl í sama C-stærðarflokki og magnsölubílarnir Volkswagen Golf og Ford Focus í mörg ár. Svo hefur það verið síðan Nissan hætti framleiðslu Almera bílsins árið 2006 og alveg kominn tími til að tefla fram bíl sem keppt getur við áðurtalda bíla um hylli kaupenda. Nafnið Pulsar er ekki nýtt af nálinni hjá Nissan heldur er það nú að ganga í endurnýjun lífdaga, en Nissan framleiddi Pulsar frá 1978 til 2005. Leysti sá bíll af hólmi Nissan Cherry sem mörgum bílaáhugamönnum er kunnur. Nissan notaði reyndar Cherry nafnið á Pulsar bílinn á ýmsum mörkuðum, svo sem í Evrópu og breyttu því síðan í Sunny. Bæði Cherry og Sunny seldust vel hér á landi á sínum tíma og spurning hvort að Pulsar feti ekki í þeirra spor nú.Lágstemmd hönnun en mikið innanrými Nissan hefur greinilega ætlað að taka forystuna í þessum flokki bíla hvað innanrými varðar. Til dæmis er fótarými fyrir aftursætisfarþega með hreinum ólíkindum og aldrei hefur sést annað eins í bíl í þessum stærðarflokki. Það er vart minna en í Skoda Superb, sem þekktur er þó fyrir magnað fótarými afturí. Höfuðrými afturí er líka ríflegt og það fyrir fullorðna. Rými fyrir þá sem framí sitja er líka til fyrirmyndar og vel hefur tekist til að nýta sem best þá rúmmetra sem ytri skel bílsins býður uppá. Innrétting bílsins er þó fremur lágstemmd, líkt og segja má einnig um ytra útlit hans. Þar er farin varfærnisleg leið og lítil áhætta tekin. Óhætt er að segja að ekkert nýtt sjáist í línum eða hönnun bílsins, þ.e. ekkert sem ekki hefur sést í bílum Nissan fyrr. Efnisnotkunin í innréttingu Pulsar er einnig fremur lágstemmt og þar ræður plast mikið ríkjum. Í reynsluakstursbílnum var litaskali innréttingarinnar nokkuð einsleitur, eða nokkur tilbrigði frá dökkgráu yfir í kolsvart. Meiri frískleiki hefði vel verið þeginn þar og fyrir vikið er of mikil jarðarfararstemmning yfir innréttingunni. Er þetta reyndar alltof algengt í nútíma bílum og engu líkara en að framleiðendur hræðist mjög ljósari liti eða umboðin séu hrædd við að panta bíla með innréttingar í léttari litum.Ljúfur akstur og lítil eyðsla Nissan Pulsar býðst í upphafi aðeins með tveimur vélargerðum, 1,2 lítra og 115 hestafla bensínvél og 1,5 lítra og 110 hestafla dísilvél, báðar með forþjöppu. Þessar vélar tvær finnast einnig í hinum vinsæla Nissan Qashqai. Reyndur var bíll með díisilvélinni og var hann með 6 gíra beinskiptingu. Bensínbílinn má bæði fá með sjálfskiptingu og beinskiptingu en dísilbílinn aðeins með beinskiptingu. Það fannst reynsluökumanni enginn ókostur þar sem beinskipting hentar vel í ekki stærri bíl en þetta. Dísilvélin passar þessum bíl skrambi vel, er nægilega öflug þó svo hún geri bílinn ekki að neinni spyrnukerru. Hún hefur þann kost að eyða afar litlu, eða 3,6 lítrum í blönduðum akstri á meðan bensínvélin eyðir 5,0 lítrum. Beinskiptingin er með þeim ljúfari og með góðum fetlum og ágætu framsæti varð aksturinn mjög þægilegur, áreynslulaus og beinlínis skemmtilegur. Bíllinn er allur hinn ljúfasti í akstri og strax eins og ökumaður hafi átt þennan bíl lengi. Það er ekki fyrr en lagt er hressilega á bílinn sem ánægjubrosið fer aðeins af ökumanni, en hann á nokkuð í land með akstursgetu bíla eins og Golf og Focus. Útsýni um framrúðuna er afar gott og þægilegt hvað húddið er lágt og færir það ökumanni meiri tilfinningu fyrir veginum. Annað eftirtektarvert er hvað hljóðeinangrun er góð í bílnum og lítið heyrist frá vél eða vegi.Mikill staðalbúnaður Líkt og með innanrýmið ætlaði Nissan að hafa yfirhöndina á keppinautana þegar kemur að staðalbúnaði. Pulsar er afar vel búinn bíll. USB- og Bluetooth tengi eru staðalbúnaður, sem og lykillaust aðgengi, skriðstillir, hitastýrð miðstöð, LED ljós, leðurklætt aðgerðarstýri, bakkmyndavél, viðvörunarkerfi um loftþrýsting í dekkjum og margt fleiri sem of langt mál er að telja upp. Á þessu sviði vinnur Pulsar alla samkeppnisbíla sína. Nissan Pulsar á margan skæðan keppinautinn, til dæmis í formi Volkswagen Golf, Ford Focus, Toyota Auris, Hyundai i30 og Kia cee´d. Nissan Pulsar má fá frá 3.550.000 kr. en reynsluakstursbíllinn með dísilvél kostar 3.650.000 kr. VW Golf má fá frá 3.370.000, Ford Focus frá 3.490.000, Toyota Auris frá 3.310.000, Hyundai i30 frá 2.940.000 og Kia cee´d frá 3.240.777. Hafa verður þó í huga að þessir bílar eru ekki með eins miklum staðalbúnaði, mun minna innanrými og flestir með aflminni vélum.Kostir: Mikið innanrými, ljúfur í akstri, hljóðláturÓkostir: Lágstemmt ytra útlit og innrétting 1,5 l. dísilvél, 110 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 94 g/km CO2 Hröðun: 11,5 sek. Hámarkshraði: 190 km/klst Verð: 3.650.000 kr. Umboð: BLLágstemmd en skilvirk innrétting, en staðalbúnaður er mjög ríflegur.Bíllinn er ræstur með ræsihnappi og nóg að vera með lykilinn í vasanum.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent