Tesla Model S P85D gegn Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 15:50 Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent