Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Karl Lúðvíksson skrifar 5. janúar 2015 10:20 Sunray Shadow er ennþá ein af vinsælustu laxveiðiflugum Íslands Þeir sem hnýta sínar flugur sjálfir eru í óðaönn að fylla fluguboxin fyrir komandi sumar og það getur verið úr vöndu að ráða hvaða flugur á að hnýta. Flestir eiga þó sínar uppáhaldsflugur og þeir sem eru eldri en tvævetra halda sig gjarnan við það sem þeir eru vanir og bregða lítið út af vananum. Svo eru það þeir sem eru frekar nýlega farnir að hnýta og finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Það er erfitt að kasta fram fullyrðingu um hvaða silungafluga er vinsælust vegna þess að aflaskráningar í silungsveiði eru ekki jafn ítarlegar og í laxveiðinni þar sem hver fiskur er skráður til bókar. Þetta gerir að að verkum að það er erfitt að fullyrða hvaða fluga er með sanni vinsælasta og fengsælasta silungaflugan. Það er þó óhætt að nefna þær sem sannarlega eru mikið notaðar og gefa vel. Þetta eru flugur eins og Peacock, Frisco, Peter Ross, Taylor, Montana, Bleik og blá, Nobbler og Killer. Það er öllum óhætt að hnýta þessar í góðu magni enda veiðnar flugur með eindæmum. Ef veiðibækur í laxveiðiánum frá síðasta sumri eru skoðaðar er mjög auðvelt að sjá hvaða flugur eru vinsælastar og það merkilega er að þessi vinsældarlisti breytist mjög lítið milli ára. Vinsælasta flugan sem fyrr en Rauð Frances og sú sem kemur á eftir henni kemur engum á óvart en það er Sunray Shadow. Aðrar sem eru mikið notaðar eru t.d. svört Frances, Blue Charm, Haugur, Krafla, Green butt, Hairy Mary, Collie Dog og Black Brahan. Ekki er gerður greinarmunur á hitch og hefðbudninni flugu á þessum lista en eins og allir veiðimenn hafa tekið eftir er mikil aukning í notkun á hitch flugum hin síðustu ár. Spúttnikflugan á síðasta ári, í það minnsta í stórlaxi, var Metalica en hún hefur verið feyknagjöful á stórlaxa og þá sérstaklega á norðurlandi en höfuðvígi þessarar flugu virðist vera í Laxá í Aðaldal þar sem hún á klárlega sína aðdáendur. Nokkrar útgáfur af henni hafa sést, jafnt hnýttar sem túpur, hefðbundnar flugur og hitch. Vegna vinsælda á þessari flugu í fyrra má gera því skóna að hún verði meira notuð næsta sumar og þá jafnvel víðar um land. Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði
Þeir sem hnýta sínar flugur sjálfir eru í óðaönn að fylla fluguboxin fyrir komandi sumar og það getur verið úr vöndu að ráða hvaða flugur á að hnýta. Flestir eiga þó sínar uppáhaldsflugur og þeir sem eru eldri en tvævetra halda sig gjarnan við það sem þeir eru vanir og bregða lítið út af vananum. Svo eru það þeir sem eru frekar nýlega farnir að hnýta og finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Það er erfitt að kasta fram fullyrðingu um hvaða silungafluga er vinsælust vegna þess að aflaskráningar í silungsveiði eru ekki jafn ítarlegar og í laxveiðinni þar sem hver fiskur er skráður til bókar. Þetta gerir að að verkum að það er erfitt að fullyrða hvaða fluga er með sanni vinsælasta og fengsælasta silungaflugan. Það er þó óhætt að nefna þær sem sannarlega eru mikið notaðar og gefa vel. Þetta eru flugur eins og Peacock, Frisco, Peter Ross, Taylor, Montana, Bleik og blá, Nobbler og Killer. Það er öllum óhætt að hnýta þessar í góðu magni enda veiðnar flugur með eindæmum. Ef veiðibækur í laxveiðiánum frá síðasta sumri eru skoðaðar er mjög auðvelt að sjá hvaða flugur eru vinsælastar og það merkilega er að þessi vinsældarlisti breytist mjög lítið milli ára. Vinsælasta flugan sem fyrr en Rauð Frances og sú sem kemur á eftir henni kemur engum á óvart en það er Sunray Shadow. Aðrar sem eru mikið notaðar eru t.d. svört Frances, Blue Charm, Haugur, Krafla, Green butt, Hairy Mary, Collie Dog og Black Brahan. Ekki er gerður greinarmunur á hitch og hefðbudninni flugu á þessum lista en eins og allir veiðimenn hafa tekið eftir er mikil aukning í notkun á hitch flugum hin síðustu ár. Spúttnikflugan á síðasta ári, í það minnsta í stórlaxi, var Metalica en hún hefur verið feyknagjöful á stórlaxa og þá sérstaklega á norðurlandi en höfuðvígi þessarar flugu virðist vera í Laxá í Aðaldal þar sem hún á klárlega sína aðdáendur. Nokkrar útgáfur af henni hafa sést, jafnt hnýttar sem túpur, hefðbundnar flugur og hitch. Vegna vinsælda á þessari flugu í fyrra má gera því skóna að hún verði meira notuð næsta sumar og þá jafnvel víðar um land.
Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði