Sang-Moon Bae kallaður í herinn í heimalandinu 2. janúar 2015 17:30 Skiptir Bae golfkylfunum út fyrir vélbyssu? AP Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ferill suður-kóreska kylfingsins Sang-Moon Bae á PGA-mótaröðinni er í hættu en þessu 28 ára kylfingur, sem er i 84. sæti á heimslistanum í golfi, hefur fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum í heimalandinu að hann þurfi að snúa heim og sinna herskyldu í tvö ár. Allir kóreskir karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára þurfa samkvæmt lögum að sinna herskyldu í tvö ár í Suður-Kóreu en landið er enn í formlegu stríði við nágranna sína í norðri. Bae hefur sigrað tvisvar á PGA-mótaröðinni, síðast í október á Frys.com meistaramótinu en ef hann snýr ekki aftur fljótlega gæti hann átt yfir höfði sér ákæru frá suður-kóreska ríkinu. Það er hins vegar von fyrir Bae að fresta eða sleppa við herskylduna þar sem afreksíþróttamenn hafa oft fengið undanþágu. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum en það yrði mikil synd ef þessi skemmtilegi kylfingur þyrfti að draga sig frá keppni í tvö ár. Hann yrði þó ekki fyrsti atvinnukylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem hefði þurft að gera það því Tælendingurinn Thongchai Jaidee þurfti einnig að setja golfferill sinn á ís í nokkur ár vegna starfa fyrir herinn, en hann reis til metorða í tælenska hernum sem fallhlífahermaður.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira