Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open 19. janúar 2015 16:08 Walker kann vel við sig á Hawaii. Getty Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja. Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja.
Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira