Svanur í sjálfheldu á bílskúrsþaki Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2015 14:14 Svanurinn var hinn álkulegasti á bílskúrsþakinu lengi vel áður en hann mannaði sig upp í að taka glæfralegt stökkið. Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn. Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn.
Veður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira