Kaymer missti frá sér sigurinn í Abu Dhabi á ævintýralegan hátt 18. janúar 2015 12:55 Pútterinn var sjóðandi heitur hjá Gary Stal í dag. Getty Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira