Kaymer missti frá sér sigurinn í Abu Dhabi á ævintýralegan hátt 18. janúar 2015 12:55 Pútterinn var sjóðandi heitur hjá Gary Stal í dag. Getty Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Martin Kaymer á eflaust ekki eftir að gleyma lokahringnum á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi í bráð en þessi reynslumikli kylfingur, sem sigrað hefur í 22 atvinnumannamótum á ferlinum, lét pressuna ná til sín og glataði niður tíu högga forystu. Kaymer hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn og í byrjun leit ekkert út fyrir að hann ætlaði að glata því niður eftir þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Eftir það lá samt allt niður á við hjá Þjóðverjanum sem fékk einn skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Gary Stal, ungur franskur kylfingur sem spilað hefur á Evrópumótaröðinni í tvö ár, nýtti sér það til fulls. Stal lék lokahringinn á 65 höggum eða sjö undir pari og endaði á 19 höggum undir samtals en hann skaut sér upp fyrir Kaymer sem endaði einn í þriðja sæti á 17 höggum undir.Rory McIlroy var einnig meðal þátttakenda og gerði hann líka atlögu að Kaymer á lokahringnum en hann endaði einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, einu á eftir Stal. Á Hawaii er einnig leikið á PGA mótaröðinni þessa helgi en fyrir lokahringinn Sony Open sem fram fer í kvöld leiðir Jimmy Walker með tveimur höggum á Ryder-liðsfélaga sinn Matt Kuchar. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni og hefst útsending á miðnætti.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira