The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2015 15:50 Hlauparar þurfa að fara í gegnum fjórar stöðvar þar sem litpúðri er kastað í þau. Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira