BMW M5 fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2015 10:38 BMW M6. Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent