Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 15:48 Margir stuðningsmanna Stjörnunnar eiga ekki kost á að mæta á blótið í ár. Vísir/Gunnar Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira