Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2015 11:16 Fólk á aldrinum 20 til 40 ára er í miklum meirihluta í líffæragagnagrunni embættis landlæknis. Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“ Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“
Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00
Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51