Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:45 Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“ Charlie Hebdo Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“
Charlie Hebdo Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira